Uppgerð á stýrismaskínu

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
petur
Innlegg: 43
Skráður: 10.maí 2012, 21:12
Fullt nafn: Pétur Hans Pétursson

Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá petur » 24.feb 2014, 22:31

Er með Mússó 44" á hásingu að framan. Stýrismaskína er orðin lek og komið slag í hana. Maskínan er líklega úr Ford eða Bronco.
Hvert er best að senda maskínu í uppgerð ?
Eða veit einhver um svona maskínu í lagi til kaups sem ekki þarf að smíða mikið við?

kv

Pétur Hans
Viðhengi
musso maskina.jpg
musso maskina.jpg (76.06 KiB) Viewed 2794 times



User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá StefánDal » 25.feb 2014, 00:31

Þú verður eiginlega að komast að því hvort hún sé úr Ford eða Bronco.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá biturk » 25.feb 2014, 00:46

Athyglisvert
head over to IKEA and assemble a sense of humor


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá juddi » 25.feb 2014, 12:33

Seinast þegar ég vissi er Ford Bronco eitt og sama ökutækið en auðvitað gæti þetta komið úr ýmsum gerðum af ford
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá Subbi » 25.feb 2014, 13:49

Strákar veriði ekki svona Perfect þetta er ekki til þess fallið að menn vilji spyrja ráða hér aftur

Ford eða Bronco senniega meinti hann að þetta gæti verið úr Bronco eða einhverjum öðrum Ford Bílum engin ástæða til að koma svo með útursnúningaog gera grín að mönnum en svara svo ekki fyrirspurn hans um hverjir séu góðir í að gera upp stýrismaskínur

Myndi halda að Stál og Stansar tækju svona maskínur upp ásamt fleiri aðilum sem almennt eru í viðgerðum og svo þessir veit að þeir hafa verið í að laga svona

Bílaviðgerðir Allar Almennar Bílaviðgerðir,jeppabreytingar,Járnsmíði ofl Viðarhöfða 6 110 Rvk S:5174524/6632123/6978627
Kemst allavega þó hægt fari


Höfundur þráðar
petur
Innlegg: 43
Skráður: 10.maí 2012, 21:12
Fullt nafn: Pétur Hans Pétursson

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá petur » 25.feb 2014, 14:06

Takk fyri ábendinguna Guðmundur.
Hinir geta verið áfram sniðugir
kv
Pétur Hans


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá juddi » 18.mar 2014, 23:30

Jæja þetta reyndist vera maskína úr gamla Bronco 66-77 og var viðgerðarhæf og er komin í gott stand eftir yfirferð
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá jongud » 19.mar 2014, 08:19

juddi wrote:Jæja þetta reyndist vera maskína úr gamla Bronco 66-77 og var viðgerðarhæf og er komin í gott stand eftir yfirferð

Má spyrja hvað yfirferðin kostaði?


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá juddi » 19.mar 2014, 22:58

Það var smá vesen að ná henni úr þar sem það hafði greinilega ekki verið gert ráð fyrir því þegar þetta var smíðað í bílinn á sínum tíma en vinna og varahlutir voru rúmlega 60þ
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá grimur » 20.mar 2014, 00:11

Shit.
Það finnst mér ansi stíft.
Geri mér svosem grein fyrir að þetta tekur tíma á verkstæði og menn geta ekki verið að gefa vinnu, en er ekki ný replacement maskína ódýrari?

kv
G

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá jongud » 20.mar 2014, 08:25

Með úrtöku og ísetningu sem er í veseni þá held ég að þetta sé vel sloppið, úr því að allt var gert á verkstæði.
Annars er alltaf hagstæðara að rífa hlutina úr og fara með á verkstæði ef hægt er, enda mest hætta á veseni og töfum í þeim vinnulið.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá grimur » 20.mar 2014, 11:35

Það er reyndar alveg satt, ég skautaði alveg yfir þetta úrtöku/ísetningar mál.
Það breytir heilmiklu, það getur verið algert bras að ná stýrismaskínum úr, sérstaklega þegar þær eru ekki beinlínis hannaðar í plássið.

kv
G


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Uppgerð á stýrismaskínu

Postfrá juddi » 23.mar 2014, 07:37

Það leit út fyrir að gormaskál og demparaturn hefðu verið smíðuð eftir að maskínan var sett í og þurfti að eiga við það til að ná maskínuni úr, auk þess var dragliðurinn í stýrisganginum að maskínu pikk fastur
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir