smá gangvesen með 3.5l pajero/montero
Posted: 23.feb 2014, 23:52
er í smá veseni með mótorinn í jeppanum hjá mér.
þetta er 2002 montero, með 3.5l mótornum,
þegar ég keypti bílinn fylgdu honum gangtruflanir sem seljandi sagði vera vegna kerta, ég taldi reyndar strax að svo væri ekki.
bíllinn gékk mjög illa í lausagangi, hristist, gékk hægt og var gjarn á að drepa á sér. sérstaklega ef maður var búinn að vera að keyra hann og sló af. bíllinn keyrði hnökralaust þó. virtist eingöngu vera í lausagangi
við fyrstu skoðun og lestur komu upp villur á EGR ventill, sá að hann meig olíu með ventlalokspakningum, og einn kertaþráður var í sundur.
ég veitti því svo athygli að annar boltinn sem heldur EGR var brotinn,
ég skipti fyrst um kertaþráðurinn, gangurinn breyttist eins og við var að búast. en skánaði ekki neitt, og eftir að ég skipti um þráðinn hætti bíllinn svo gott sem að haldast í gangi í lausagangi, sem er mér hulin ráðgáta. og mátti nánast bóka að ef maður sleppti gjöfinni drapst á bílnum.
ég fékk svo annan EGR ventil og prufaði að skipta um hann og herða á þeim bollta sem enn var til staðar.
við þett skánaði bíllinn heilmikið, en var enn langt frá því að vera góður
næst gerði ég svo tilraun til að ná brotna bolltanum úr. sem gékk ótrúlega brösulega. sauð ró á hann en leið og maður reyndi að snúa honum í hvora áttina brotnaði hann strax, ekki róin af heldur boltinn sjálfur neðar og neðar þangað til brotið var komið lengst ofan í .
í það skiptið lét ég það gott heita og herti hann aftur niður á þessum eina og setti smá silicone með samskeytunum til að hann væri ekki að pústa með þeim,
eftir þetta gékk bíllinn varla. var grútmáttlaus drap stanslaust á sér og þurfti að blýstanda hann til að koma honum í gang
þá reif ég soggreinina úr. fékk soggrein úr öðrum bíl. setti nýja EGR í hana ásamt nýrri pakningu,skipti einnig um rauða segulokan sem er tengdur inn á EGR. skipti um spjaldhúsið með öllum neum sem eru utan í því. skipti um kerti, ventlalokspakningar, kertahringina (sá að bíllinn var búinn að leka olíu niður 3 kertagöt, sem ég hreinsaði)
fór yfir allar vacum leiðslur á innspýtinguni og skipti þeim sem skemmdar voru út fyrir nýjar og setti saman,
nú gengur bíllinn mjög vel, gangurinn er alveg jafn og þýður, mótorinn er miklu léttari á gjöf, bíllinn aflmeiri og öll vélarljós farin,
en hann á það ennþá til að drepa á sér ef maður sleppir gjöfini,
hann gengur samt fínan lausagang, 800sn/m í P og N en um 500 í D/R á bremsuni kyrrstæður, en ef maður er t.d búinn að keyra hann upp brekku og sleppir gjöfini þegar upp er komið þá drepur hann á sér.
hann virðist eiga það til að rokka aðeins með lausaganginn, þ.e.a.s á hvaða snúning hann er. finnst hann ganga full hægt stundum, en gengur samt mjög vel.
hvað gæti verið að valda þessu?
ég taldi að þetta væri samofið eitthvað af öllum hinum hlutunum sem voru að mótornum, en svo virðist ekki vera þar sem það er allt komið í lag nema þetta.
ég sjálfur myndi telja þetta eitthvað tengt vacumi eða nemum á innspýtinguni, en engu síður þá breyttist vandamálið ekki þrátt fyrir að ég skipti um alla nema/segulrofa/vacumslöngur á greinini. ásamt throttle body (spjaldhúsi)
það koma engir villukóðar þegar ég les hann,
kv, ívar
þetta er 2002 montero, með 3.5l mótornum,
þegar ég keypti bílinn fylgdu honum gangtruflanir sem seljandi sagði vera vegna kerta, ég taldi reyndar strax að svo væri ekki.
bíllinn gékk mjög illa í lausagangi, hristist, gékk hægt og var gjarn á að drepa á sér. sérstaklega ef maður var búinn að vera að keyra hann og sló af. bíllinn keyrði hnökralaust þó. virtist eingöngu vera í lausagangi
við fyrstu skoðun og lestur komu upp villur á EGR ventill, sá að hann meig olíu með ventlalokspakningum, og einn kertaþráður var í sundur.
ég veitti því svo athygli að annar boltinn sem heldur EGR var brotinn,
ég skipti fyrst um kertaþráðurinn, gangurinn breyttist eins og við var að búast. en skánaði ekki neitt, og eftir að ég skipti um þráðinn hætti bíllinn svo gott sem að haldast í gangi í lausagangi, sem er mér hulin ráðgáta. og mátti nánast bóka að ef maður sleppti gjöfinni drapst á bílnum.
ég fékk svo annan EGR ventil og prufaði að skipta um hann og herða á þeim bollta sem enn var til staðar.
við þett skánaði bíllinn heilmikið, en var enn langt frá því að vera góður
næst gerði ég svo tilraun til að ná brotna bolltanum úr. sem gékk ótrúlega brösulega. sauð ró á hann en leið og maður reyndi að snúa honum í hvora áttina brotnaði hann strax, ekki róin af heldur boltinn sjálfur neðar og neðar þangað til brotið var komið lengst ofan í .
í það skiptið lét ég það gott heita og herti hann aftur niður á þessum eina og setti smá silicone með samskeytunum til að hann væri ekki að pústa með þeim,
eftir þetta gékk bíllinn varla. var grútmáttlaus drap stanslaust á sér og þurfti að blýstanda hann til að koma honum í gang
þá reif ég soggreinina úr. fékk soggrein úr öðrum bíl. setti nýja EGR í hana ásamt nýrri pakningu,skipti einnig um rauða segulokan sem er tengdur inn á EGR. skipti um spjaldhúsið með öllum neum sem eru utan í því. skipti um kerti, ventlalokspakningar, kertahringina (sá að bíllinn var búinn að leka olíu niður 3 kertagöt, sem ég hreinsaði)
fór yfir allar vacum leiðslur á innspýtinguni og skipti þeim sem skemmdar voru út fyrir nýjar og setti saman,
nú gengur bíllinn mjög vel, gangurinn er alveg jafn og þýður, mótorinn er miklu léttari á gjöf, bíllinn aflmeiri og öll vélarljós farin,
en hann á það ennþá til að drepa á sér ef maður sleppir gjöfini,
hann gengur samt fínan lausagang, 800sn/m í P og N en um 500 í D/R á bremsuni kyrrstæður, en ef maður er t.d búinn að keyra hann upp brekku og sleppir gjöfini þegar upp er komið þá drepur hann á sér.
hann virðist eiga það til að rokka aðeins með lausaganginn, þ.e.a.s á hvaða snúning hann er. finnst hann ganga full hægt stundum, en gengur samt mjög vel.
hvað gæti verið að valda þessu?
ég taldi að þetta væri samofið eitthvað af öllum hinum hlutunum sem voru að mótornum, en svo virðist ekki vera þar sem það er allt komið í lag nema þetta.
ég sjálfur myndi telja þetta eitthvað tengt vacumi eða nemum á innspýtinguni, en engu síður þá breyttist vandamálið ekki þrátt fyrir að ég skipti um alla nema/segulrofa/vacumslöngur á greinini. ásamt throttle body (spjaldhúsi)
það koma engir villukóðar þegar ég les hann,
kv, ívar