Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 22.feb 2014, 20:28

Hefur einhver swappað V8 5.2l Magnum vélinni í léttari bíla eins og Cherokee XJ. Mér sýnist á netinu að ef maður er með vél sem er ca jafn gömul og líffæraþeginn þá geti maður tengt sig beint við mælana og þetta sé frekar "einfalt" swap rafmagnslega séð.

Hversu skemmtileg er þessi vél, hún er skráð eitthvað um 230 hö og 410 NM á meðan 4.0HO er skráð 190hö og 305 NM tog en mér sýnist þær vera svipað þungar miðað við það sem ég finn á netinu. Svo er það spurning með skiptingarnar sem eru með þeim, eru þær þokkalegar ?

Komið endilega með ykkar skoðun á þessari vél og á því hvernig ykkur líst á að nota hana í 1700 kg jeppa, allar pælingar vel þegnar :)


Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

arnisam
Innlegg: 86
Skráður: 04.feb 2010, 21:48
Fullt nafn: Árni Samúel Samúelsson
Staðsetning: Njarðvík

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá arnisam » 22.feb 2014, 21:23

Las mér einmitt mikið til um þetta þegar ég átti wrangler, á víst að vera sáraeinfalt. Þessar vélar eru hörkuskemmtilegar í jeppum, hef keyrt grand cherokee töluvert mikið og held að það sé alveg þess virði að standa í þessu.
JEEP Cherokee XJ 1997 6 cyl sjálfskiftur
JEEP Wrangler 1997 6 cyl sjálfskiftur---seldur---
JEEP Grand Cherokee Laredo 1993 8 cyl---seldur---
JEEP Wrangler 1991 6 cyl beinskiftur---seldur---

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 22.feb 2014, 21:36

Já ég hef mikið pælt í að stróka línu sexuna en mér finnst þetta ekkert vitlausara en það svona á pappírnum. Auðvitað væri alltaf skemmtilegra að setja vél úr LS familíunni en það er bara svo dýrt og ég held að maður ætti alveg að geta fengið svona partabíl fyrir slikk með vél, skiptingu og öllu rafkerfinu.
Síðast breytt af AgnarBen þann 22.feb 2014, 22:17, breytt 2 sinnum samtals.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá stebbiþ » 22.feb 2014, 21:53

Sæl Aggi. Ég var einmitt að skoða þetta um daginn á netinu, bara svona lauslega. Við hugsum svipað í þessum jeppamálum, þar sem Cherokeeinn hjá þér er eins og þeir eiga að vera að mínu mati. Kanarnir segja að 5.2 sé bara örlítið þyngri en sexann og eyði kannski 1-2 L meira á hundraðið, en það er auðvitað miðað við þeirra aðstæður. Vélasalurinn er þrengri í XJ en í Grand Cherokee, en þetta hefur verið gert áður eins og allt annað. Þeir hjá Novak Conversions eru með allt um svona swap, en það reyndar fyrir SBC í litla Cherokeeinn. Blessaður, kýldu á þetta, þú sérð ekki eftir því. Ég er með '95 Grand með þessum mótor og það er allt power sem þú þarft til staðar og svo skemmir hljóðið ekki fyrir. Komdu bara í kaffi upp á Kjalarnes og taktu málband með þér, ég skal leyfa þér að taka í kaggann og þá verður ekki aftur snúið.

Kveðja, Stebbi

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 22.feb 2014, 22:20

Já Stebbi, ég ætla að taka þig á orðinu og kíkja til þín í kaffi og skoða þetta betur hjá þér. En hvernig er skiptingin, er hún 4 þrepa með overdrive eða ?

Skiptingin í mínum er ansi sterk en bara 3 þrepa og mér finnst oft sárlega vanta annan gír !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 22.feb 2014, 22:27

Þessi er búinn að klára sig af þessu með ODBII vél :)
http://www.youtube.com/watch?v=1qnNJJfIvgE
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá stebbiþ » 22.feb 2014, 23:38

Já, gott að heyra. Þetta er þriggja þrepa skipting með overdrive, þú þarft ekkert meira. Þessi skipting kallast 46RH í mínum bíl og er hún afsprengi af einni bestu sjálfskiptingu sögunnar - 727 Torqueflite. Hún fékk heitið A518 þegar búið var að bæta við overdrive, en svo breyttist það í 46RH, en það var bara nafnabreyting. Þetta eru sterkar og góðar skiptingar, enda notaðar í Dodge Ram 1500/2500/3500 með V8 á sínum tíma. Þessi skipting breyttist svo í 46RE eftir 1995 og var þá orðinn alveg tölvustýrð (electronic controlled governor), en 46RH var einfaldari, með "hydraulic controlled governor".

(Fengið af Wikipedia)
A518 (46RH/46RE)[edit]
The A518, later renamed 46RH (hydraulic controlled governor pressure) and 46RE (electronic controlled governor pressure), is an A727 derivative with overdrive, in the A500 ilk. Starting in the early 1990s, it was used in trucks and vans. The overdrive fourth gear ratio is 0.69:1.
Gear ratios:
1 2 3 4 R
2.45 1.45 1.00 0.69 2.35
Applications:
Dodge Ram pickup and vans 1500/2500/3500 V8 engines (DGT)
Dodge Ramcharger SUV 1988-1993 5.2L & 5.9L V8
Jeep Grand Cherokee 1998 5.9L
Jeep Grand Cherokee 1993-1995 5.2 V8
1996 Dodge Dakota V8 (Also 98-03 Dakota 5.9L R/T)
1998-2003 Dodge Durango 5.9L V8 (4WD or 2WD)
1998–2003 Dodge Dakota R/T
1994-1995 Dodge Ram 2500/3500 V8
1995 Dodge Dakota 5.2l magnum v-8
X-1995 Dodge Ram Van 2500 5.2L Magnum V8

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 23.feb 2014, 00:11

Mér sýnist það henta ágætlega að finna 93-95 Grand með 46RH skiptingunni því PCM módúllinn sem fylgir þeirri vél talar við mælana í mínum bíl sem sparar manni heilmikinn höfuðverk. Mér sýnist verkefnið snúast um að:
- smíða upp mótorfestingar og koma vél og skiptingu í. Breytingar á millikassabita. Lengja afturskapt og stytta framskaft
- Skiptirinn úr Grandinum passar beint í staðinn fyrir XJ, það er síðan hægt að nota vírinn áfram úr XJ.
- Nota áfram skiptirinn úr XJ fyrir millikassann en vírinn úr Grand
- Flytja bensínpedalann og vírinn úr Grand yfir í XJ, passar beint í
- Aðlaga kælikerfið í XJ fyrir vatnskassan úr Grandinum, nota áfram rafmagnsviftuna úr XJ, viftuspaðinn á 5.2 á að passa inn í hlífina í XJ
- nota bensíndælu úr Grandinum, nota áfram orginal bensíntank (jafnvel hægt að nota bensíndælu úr XJ, sami þrýstingur)
- Vökvastýrisdæla úr Grand og lagnir en áfram boxið úr XJ
- Rafmagn: EDIT. Sýnist þetta vera minna mál en ég hélt, flyt hluta af rafmagninu úr Grand yfir (öryggjabox og PCM) og legg nokkra víra yfir 4.0 vírana. Hægt að tengja vélarhita og olíuþrýsting beint í mælana. Þarf að skoðast betur !

Bara pís-of-keik :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá stebbiþ » 23.feb 2014, 02:36

Bíll handa þér Aggi minn.

https://bland.is/til-solu/farartaeki/bi ... l/1842705/

Kv, Stebbi


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá Oskar K » 23.feb 2014, 07:17

á óbreyttan svona grandara með þessum mótor og skiptingu, þetta er baaaara skemmtilegt kram, virkilega sprækt og togar eins og vörubíll
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá jongud » 23.feb 2014, 10:36

Hvernig er það, ég var að heyra að milliheddið eða "bjórkúturinn" á þessum vélum ætti að til að fara að leka niður að knastásinum. Hefur eitthvað heyrst af slíku hér á klakanum?


303hjalli
Innlegg: 113
Skráður: 16.okt 2013, 19:33
Fullt nafn: Hjálmar Kristinn Hlöðversson
Bíltegund: 4x4

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá 303hjalli » 23.feb 2014, 10:44

Er með mjög ódýrt kram handa þér 5,2og ss áður enn hent er...! S-8943765


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá Gunnar » 23.feb 2014, 12:30

ég er með svona vél í 38 wrangler og 727 skiptingu, vélin er býsna skemmtileg en það mætti alveg vera meiri kraftur í henni finnst mér, skiptingin er þriggja gíra og það sárvantar einn í viðbót þannig að ég myndi klárlega fá mér skiptingu með overdrive

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 23.feb 2014, 16:43

Gunnar wrote:ég er með svona vél í 38 wrangler og 727 skiptingu, vélin er býsna skemmtileg en það mætti alveg vera meiri kraftur í henni finnst mér, skiptingin er þriggja gíra og það sárvantar einn í viðbót þannig að ég myndi klárlega fá mér skiptingu með overdrive


Ûr hvernig bíl kemur þessi vél og hvaða árgerð ? Hvernig útfærðir þú rafmagnið ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


andriorn
Innlegg: 46
Skráður: 02.feb 2012, 11:38
Fullt nafn: Andri Örn Sigurðsson
Bíltegund: Jeep
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá andriorn » 23.feb 2014, 17:56

Hljómar mjög vel Agnar, hef bara heyrt góða hluti um þennan mótor. Mátt endilega mynda allt ferlið og setja inn þegar/ef þú ferð í þetta :) ég var nefnilega að finna mér svona kram til að setja í eilífðar verkefnið mitt :D


Gudni Thor
Innlegg: 68
Skráður: 23.aug 2012, 19:32
Fullt nafn: Gudni Thor Thorarinsson
Bíltegund: JEEP CJ5

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá Gudni Thor » 23.feb 2014, 18:45

Tad var svona vél í Road-Runner Cherokee inum. 38"dekk og ad mig mynnir 4,10hlutföll mæli hiklaust med tessu og hef líka átt grand med svona mótor og xj med 4L og 5,2 eiddi minna og vann mun betur.

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 23.feb 2014, 20:29

andriorn wrote:Hljómar mjög vel Agnar, hef bara heyrt góða hluti um þennan mótor. Mátt endilega mynda allt ferlið og setja inn þegar/ef þú ferð í þetta :) ég var nefnilega að finna mér svona kram til að setja í eilífðar verkefnið mitt :D


Já þetta er nú ekkert sem ég fer í á morgun svona í miðri vetrarvertiðinni ;-)

Það er held ég alveg nauðsynlegt að vera með partabíl í þetta og ætli maður byrji ekki að svipast um eftir einhverjum svoleiðis á þolanlegu verði. Svo langar mig að vita meira um hvað maður þarf að gera mikið í rafmagninu áður en ég byrja !
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá Gunnar » 25.feb 2014, 07:43

Hún kemur úr ram 93 eða 94 minnir mig og þetta var gert áður en ég eignaðist bílinn þannig að ég veit ekki hvernig rafmagnið var útfært en það virkar allt.

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá Subbi » 02.mar 2014, 11:14

Var með Magnum mótor í Dakota 96 stækkaði Intake manifold skellti í þetta flækjum og sverara pústi alla leið Hvarfadraslið úr en átti hann með flangs til að henda í fyrir skoðun þetta svínvann með fimm gíra beinskifta kassanum

Einhver snillingur á Akureyri tók bílin og breytti honum í low rider þvílík andskotans óvirðing að breyta öflugum 4x4 í einhvern Götusleikir fannst mér og finnst
Kemst allavega þó hægt fari


Atli E
Innlegg: 62
Skráður: 16.aug 2011, 11:35
Fullt nafn: Atli Eggertsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá Atli E » 02.mar 2014, 11:56

Djöfull er ég ánægður með þig frændi.
Þú ert að taka þetta alla leið.

Ódýr og góður bíll með öllu sem þarf og ekkert bull og ferðast alveg heilan helling - eitthvað annað enn ræfillinn ég.

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 02.mar 2014, 23:12

Atli E wrote:Djöfull er ég ánægður með þig frændi.
Þú ert að taka þetta alla leið.

Ódýr og góður bíll með öllu sem þarf og ekkert bull og ferðast alveg heilan helling - eitthvað annað enn ræfillinn ég.


Ha ha frændi, ég er nú bara hálfgerður ræfill miðað við þína framkvæmdagleði í gegnum tíðina en þetta er nú örugglega eitthvað sem verður ekki gert fyrr en næst haust. En fyrst þú spyrð þá ert þú ráðinn í að sjá um rafmagnið ;-)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


andriorn
Innlegg: 46
Skráður: 02.feb 2012, 11:38
Fullt nafn: Andri Örn Sigurðsson
Bíltegund: Jeep
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá andriorn » 03.mar 2014, 11:43

AgnarBen wrote:
andriorn wrote:Hljómar mjög vel Agnar, hef bara heyrt góða hluti um þennan mótor. Mátt endilega mynda allt ferlið og setja inn þegar/ef þú ferð í þetta :) ég var nefnilega að finna mér svona kram til að setja í eilífðar verkefnið mitt :D


Já þetta er nú ekkert sem ég fer í á morgun svona í miðri vetrarvertiðinni ;-)

Það er held ég alveg nauðsynlegt að vera með partabíl í þetta og ætli maður byrji ekki að svipast um eftir einhverjum svoleiðis á þolanlegu verði. Svo langar mig að vita meira um hvað maður þarf að gera mikið í rafmagninu áður en ég byrja !


Já mig grunaði að þú mundir ekki taka þetta í miðri vetrarvertíð ;) en hef sterkan grun um að þú verðir búinn að þessu áður en það kemur að þessu í eilífðar projectinu hjá mér :)

Ég er búinn að vera að lesa mér aðeins til um þetta frá mönnum í ameríkuhreppi og það sem menn eru að segja er að það þarf að modda mótorpúða festingarnar allavega öðrumegin, smá víraflækja(segja samt að hún sé minni en þeir héldu þegar þeir byrjuðu) og í einhverjum tilfellum þurfti að setja hoodscope ;)
Hérna eru nokkrar síður sem ég er búinn að lesa aðeins um þetta á:
http://www.backwoodsoffroad.com/cgi-bin ... id=2&sub=2 - Hér er reyndar verið að setja í TJ Wrangler en sama swap sem á sér stað :)
http://www.cardomain.com/ridepost/29195 ... -cherokee/
http://www.naxja.org/forum/showthread.php?t=930858
http://mallcrawlin.com/forum/showthread ... J+comanche - Verið að swappa í Comanche en notar loomið úr XJ

Þessi fannst mér helvíti fín, eftir ca. síðu 5 þá hætta menn að nöldra og 2 segja frá sínu swap ferli:
http://www.naxja.org/forum/showthread.php?t=1059679

Mbk.
Andri Örn Sigurðsson

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 03.mar 2014, 20:50

andriorn wrote:
AgnarBen wrote:
andriorn wrote:Hljómar mjög vel Agnar, hef bara heyrt góða hluti um þennan mótor. Mátt endilega mynda allt ferlið og setja inn þegar/ef þú ferð í þetta :) ég var nefnilega að finna mér svona kram til að setja í eilífðar verkefnið mitt :D


Já þetta er nú ekkert sem ég fer í á morgun svona í miðri vetrarvertiðinni ;-)

Það er held ég alveg nauðsynlegt að vera með partabíl í þetta og ætli maður byrji ekki að svipast um eftir einhverjum svoleiðis á þolanlegu verði. Svo langar mig að vita meira um hvað maður þarf að gera mikið í rafmagninu áður en ég byrja !


Já mig grunaði að þú mundir ekki taka þetta í miðri vetrarvertíð ;) en hef sterkan grun um að þú verðir búinn að þessu áður en það kemur að þessu í eilífðar projectinu hjá mér :)

Ég er búinn að vera að lesa mér aðeins til um þetta frá mönnum í ameríkuhreppi og það sem menn eru að segja er að það þarf að modda mótorpúða festingarnar allavega öðrumegin, smá víraflækja(segja samt að hún sé minni en þeir héldu þegar þeir byrjuðu) og í einhverjum tilfellum þurfti að setja hoodscope ;)
Hérna eru nokkrar síður sem ég er búinn að lesa aðeins um þetta á:
http://www.backwoodsoffroad.com/cgi-bin ... id=2&sub=2 - Hér er reyndar verið að setja í TJ Wrangler en sama swap sem á sér stað :)
http://www.cardomain.com/ridepost/29195 ... -cherokee/
http://www.naxja.org/forum/showthread.php?t=930858
http://mallcrawlin.com/forum/showthread ... J+comanche - Verið að swappa í Comanche en notar loomið úr XJ

Þessi fannst mér helvíti fín, eftir ca. síðu 5 þá hætta menn að nöldra og 2 segja frá sínu swap ferli:
http://www.naxja.org/forum/showthread.php?t=1059679

Mbk.
Andri Örn Sigurðsson


Já var einmitt búinn að grafa upp nákvæmlega sömu linka :-) Þessi síðasti er bestur en notandi 'Bloose' virðist vera búinn að klára sig af þessu og mjög sáttur.

Fékkstu loomið með þinni vél eða ætlar þú að reyna að gera þetta án þess ?
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


andriorn
Innlegg: 46
Skráður: 02.feb 2012, 11:38
Fullt nafn: Andri Örn Sigurðsson
Bíltegund: Jeep
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá andriorn » 03.mar 2014, 21:11

Já var einmitt búinn að grafa upp nákvæmlega sömu linka :-) Þessi síðasti er bestur en notandi 'Bloose' virðist vera búinn að klára sig af þessu og mjög sáttur.

Fékkstu loomið með þinni vél eða ætlar þú að reyna að gera þetta án þess ?


Ég fékk allt með mínum, keypti mér heilan Limited bíl(ætla að nota sæti ofl. skemmtilegt úr honum líka):
viewtopic.php?f=50&t=23339&p=127963#p127963

Hef séð að menn eru að tengja þetta við loom úr 4L mótornum en hugsa að ég noti allt dótið úr Grandinum :)

Kv.
Andri Örn

User avatar

Höfundur þráðar
AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Swappa 5.2 Magnum (318) í Cherokee XJ ?

Postfrá AgnarBen » 03.mar 2014, 22:32

andriorn wrote:Ég fékk allt með mínum, keypti mér heilan Limited bíl(ætla að nota sæti ofl. skemmtilegt úr honum líka):
viewtopic.php?f=50&t=23339&p=127963#p127963

Hef séð að menn eru að tengja þetta við loom úr 4L mótornum en hugsa að ég noti allt dótið úr Grandinum :)

Kv.
Andri Örn


Þetta er ákkúrat málið, finna sér svona dýrgrip sem er kominn úr umferð :) Fyrig mig þá margborgar sig að finna Grand sem er ´93-´95 árgerð því þá get ég látið tölvudótið úr Grandinum tala við mælana hjá mér sem sparar heilmikið vesen. En þú ert náttúrulega með mun eldri bíl þannig að líklega þarftu að flytja mun meira af loominu á milli.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir