Þrengra downpipe en púst

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Þrengra downpipe en púst

Postfrá Arsaell » 22.feb 2014, 15:46

Jæja púst spekingar er eitthvað sem að mælir gegn því að vera með 2.25" tommu downpipe fyrir 2.5" púst í turbo diesel. Er það eitthvað verra en að vera með 2.5" alla leið?



User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá Hjörturinn » 22.feb 2014, 16:05

mótstaðan í pústinu reiknast aðallega bara frá minnsta þvermáli í lögninni.

Að því sögðu þá er 2.25" down pipe og 2.5" rör betra en 2.25"pipe og rör, en munar ekki miklu.

best væri auðvitað að vera með 2.5" alla leið.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá Stebbi » 22.feb 2014, 16:10

Hjörturinn wrote:mótstaðan í pústinu reiknast aðallega bara frá minnsta þvermáli í lögninni.

Að því sögðu þá er 2.25" down pipe og 2.5" rör betra en 2.25"pipe og rör, en munar ekki miklu.

best væri auðvitað að vera með 2.5" alla leið.


Gasið er heitast í downpipe'inu og tekur mest pláss þar, er þá ekki þörf á að downpipe sé sæmilega svert til þess að minka mótstöðu. Þegar að afgasið er orðið kaldara undir miðjum bíl þá er minni þörf á sveru pústi til að koma því út.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá villi58 » 22.feb 2014, 16:34

Hvaða mótor er þetta ? sverleiki á pústi fer eftir hverju vélin þarf að koma frá sér.Svona stutt þrenging gerir varla mikið af sér.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá Startarinn » 22.feb 2014, 19:25

Ég hef heyrt að Variable vane dótið í túrbínunni á 120 Landrcruiser þoli illa að pústið sé sverað, það á kannski ekki við hérna en ágætt að hafa það í huga ef þetta er svoleiðis útbúin túrbína.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Þorsteinn
Innlegg: 239
Skráður: 19.maí 2010, 16:42
Fullt nafn: Þorsteinn Óli Brynjarsson

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá Þorsteinn » 22.feb 2014, 20:05

Startarinn wrote:Ég hef heyrt að Variable vane dótið í túrbínunni á 120 Landrcruiser þoli illa að pústið sé sverað, það á kannski ekki við hérna en ágætt að hafa það í huga ef þetta er svoleiðis útbúin túrbína.


Hvađ hafa menn fyrir sér í því?

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá Startarinn » 22.feb 2014, 20:10

Ég get alls ekki selt þetta dýrar en ég keypti en þetta var fullyrt við mig af óvitlausum, það var eitthvað á þá leið að ef pústið frá túrbínunni væri of vítt myndaðist skjálfti á stýriblöðunum í afgashúsinu sem olli hröðu sliti á þeim. En persónulega veit ég engin dæmi um þetta.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá villi58 » 22.feb 2014, 20:21

Startarinn wrote:Ég get alls ekki selt þetta dýrar en ég keypti en þetta var fullyrt við mig af óvitlausum, það var eitthvað á þá leið að ef pústið frá túrbínunni væri of vítt myndaðist skjálfti á stýriblöðunum í afgashúsinu sem olli hröðu sliti á þeim. En persónulega veit ég engin dæmi um þetta.

Þetta getur alveg verið rétt, hef heyrt svipaðar sögur nokkuð oft. Nú þarf maður að reyna finna einhverjar upplýsingar í þessum fræðum.

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá JonHrafn » 22.feb 2014, 20:25

Setja bara nógu svert í þetta , Cummins og Holset eru allavega hrifin af 5" alla leið , gat nú verið að toyrollu dótið myndi skjálfa í sundur smá víkkun.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá villi58 » 22.feb 2014, 20:52

JonHrafn wrote:Setja bara nógu svert í þetta , Cummins og Holset eru allavega hrifin af 5" alla leið , gat nú verið að toyrollu dótið myndi skjálfa í sundur smá víkkun.

Mundi fara varlega með ráðleggingar nema þú hafir eitthvað á prenti sem sýnir fram á að þetta sé vitlegt :)

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá firebird400 » 23.feb 2014, 10:33

Nóg af fróðlegri lesningu hérna http://www.bankspower.com/techarticles

Þetta er turbo diesel=því minni mótstaða því betra.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá Oskar K » 23.feb 2014, 11:20

90° beygju og beint uppum húddið eins og alvöru dráttarvél sæmir !
1992 MMC Pajero SWB


Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Þrengra downpipe en púst

Postfrá Arsaell » 24.feb 2014, 09:19

Já, ég er nú bara að hugsa um þetta fyrir 2.5 4d56 smá rellu svo ég er nú ekki viss um að það sér þörf á 5" uppum húddið, 2.5 tommur er örugglega yfirdrifið :). Hún er líka ekki með variable vain túrbínu svo það ætti að sleppa. Málið er að hægt er að fá þessu fínu ryðfríu down pipe á netinu en þau koma aðeins í 2.25 tommum. Hafði hugsað mér gott til glóðarinnar þar sem að opið á flangsinn á túrbínunni að aftan er ekki hringlótt og því meira vesen að smíða þetta.

Mér minnti líka endilega að ég hafði lesið einhverstaðar hérna á spjallinu að orginal kæmi downpipeið 0.25 - 0.5 tommum þrengra í eitthvað af þessum amerísku bílum, er það rétt eða er ég eitthvað að rugla.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir