Síða 1 af 1

BLÁ "koppafeiti ?

Posted: 20.feb 2014, 20:32
frá thorjon
Sælir drengir,

Er að fara að dröslast í að skipta um hjöruliðskross sem er nú ekki merkilegt mál per se. En mér var sagt að besta feitin í krossinn væri blá og líktist meira silikoni í viðkomu en koppafeiti en vantar að vita hvar ég get keypt þetta eðalefni..... eða er þetta kannski ekkert betra en gamla koppafeitin ?

Re: BLÁ "koppafeiti ?

Posted: 20.feb 2014, 20:39
frá Haukur litli
Mobil XHP 222 heitir bláa feitin sem ég nota á gröfurnar hérna í rennblauta S-Noregi. Hún hefur mjög góða viðloðun og er passlega þykk.

Re: BLÁ "koppafeiti ?

Posted: 20.feb 2014, 20:45
frá thorjon
þá er bara að finna hver skyldi selja þetta hér heima á klakanum :)

Re: BLÁ "koppafeiti ?

Posted: 20.feb 2014, 21:27
frá Diesel
Ég myndi prófa N1 verslanir, keypti einhvertíman svona hjá þeim. T.d: http://www.n1.is/starfsemi/stodvar/?ew_ ... =Verslanir

Re: BLÁ "koppafeiti ?

Posted: 23.feb 2014, 18:03
frá thorjon
Jæja, fyrir þá sem vilja vita hvar þetta fæst þá var þetta auðvitað nema ekki hvað frá Prolong :) fæst hjá Vöku af öllum stöðum !!
kostaði 2050 kall túpan

Re: BLÁ "koppafeiti ?

Posted: 23.feb 2014, 19:33
frá villi58
Svo er teflonfeytin frá Kemi alveg dúndur góð.