Vissulega er rétt að ef allt er vel gert þá er nóg að festa vasann neðan í grindina en ég gerði það þannig að framan í súkkunni minni og það hefur alltaf angrað mig síðan, ef ég væri að fara að gera þetta aftur í dag myndi ég sjóða svolítið upp með grindinni, amk. í svona súkku því þegar vogaraflið tekur sinn toll á grindinni ef boltagatið er mikið neðar en kannski 10cm frá grind þá er ég hræddur um að grindin gæti rifnað utanvið suðuna.
Hinsvegar eru ábyggilega skiptar skoðanir á því hvað er gott og hvað er "nógu gott".
Ef þú hefur tök á því þá myndi ég bara reyna að sjóða sem mest upp með grindinni og þá þarftu alveg pottþétt ekki að hafa áhyggjur af þessu meir.
Þetta er mín skoðun rökstudd af ábendingum sem ég fékk sjálfur þegar ég sýndi framkvæmd mína á stífuvösunum að framan í súkkunni minni.

Í dag myndi ég setja þessa vasa uþb. 40% upp á grind til að fá örugglega nægan styrk þar sem vægisásinn er það neðarlega, hinsvegar nær suðan mjög langt fram og aftur þar sem vasinn er uþb. 200mm langur og því líklega ekki mikil hætta á að hann gefi sig, hinsvegar gæti ég ímyndað mér að 10cm löng suða væri jafn sterk ef hún næði svolítið upp með grindinni.