Síða 1 af 1

Skipta um hráolíusíur í ford f350

Posted: 18.feb 2014, 15:40
frá andrijo
Sælir, var að skipta um hráolíusíur í ford f350 með 6.0 lítra vélinni og hann þverneitar í gang eftir þessa aðgerð. Ég sé enga dælu eða ventil eða nokkurn skapaðan hlut til þess að lofttæma kerfið og skildist áður en ég byrjaði á þessu að það væri ekkert svoleiðis og þyrfti ekki.

eigið þið einhver góð ráð svo dýrið komist í gang, önnur sían er upp í húddi og hin niður í grind.

kv.
Andri

Re: Skipta um hráolíusíur í ford f350

Posted: 18.feb 2014, 15:50
frá Þorsteinn
Ef þú opnar síuhúsiđ og svissar à, þà à ađ koma olía í síuhúsiđ.
Ef ekki, þà er rafmagnsdælan biluđ sem er í grindinni

Re: Skipta um hráolíusíur í ford f350

Posted: 18.feb 2014, 15:59
frá ivar
mér dugaði bara að svissa af og á nokkrum sinnum áður en ég setti í gang.
Hljómar eins og eh annað sé að hrjá þig s.s. þessi umtalaða rafmagnsdæla

Re: Skipta um hráolíusíur í ford f350

Posted: 18.feb 2014, 21:04
frá andrijo
já það var það sem ég var farinn að hallast að, fékk annan til að svissa á og var með hendina á dælunni á meðan og hún er greinilega að gera eitthvað/reyna að gera eitthvað, tók lokið af síuhúsinu sem er í húddinu og svissaði svo á og þar gerist ekkert...spurning hvort dælan sé orðin eitthvað slitin

Re: Skipta um hráolíusíur í ford f350

Posted: 18.feb 2014, 21:12
frá Haukur litli
Reyndu að koma olíu frá síuhúsinu og niður að dælunni. Kannski þarf bara að prime-a hana ef hún hefur tekið inn á sig loft.

Re: Skipta um hráolíusíur í ford f350

Posted: 18.feb 2014, 23:17
frá Fordinn
Var eitthvað olíu vandamál áður enn þú skiptir um síu?? og var það sían í tanknum sem þú skiptir um eða er 6 litra billinn með síu annarstaðar?


eg hef rifið rafmagnsdælu úr 7,3 bíl.. hann neitaði að ganga... þá var allt stíflað i tanknum.... þessar dælur þola mjog illa snúast án þess að fá olíu.

Re: Skipta um hráolíusíur í ford f350

Posted: 18.feb 2014, 23:27
frá andrijo
skipti um síuna sem er undir bílstjórasætinu í grindinnni og hina sem er upp í húddi, það voru gangtruflanir af og til áður, en ekkert sem var alltaf í gangi, bara kom og fór eftir hentisemi

Re: Skipta um hráolíusíur í ford f350

Posted: 19.feb 2014, 00:24
frá Fordinn
A endanum hja mer profaði eg að blása með lofti varlega fra rafmagnsdælunni og afturí tank... eftir það virtist hann fá næga oliu, Það getur verið drulla að setjast i pikkup síuna i tanknum.... eg ætlaði alltaf að taka tankinn ur og þrifa... enn hann hefur verið til friðs i 2 ár eftir þetta svo....

https://www.youtube.com/watch?v=qHA-LeJEVNc



mögulega vandamálið....