Síða 1 af 1
vesen á 727 skiptingu
Posted: 17.feb 2014, 14:13
frá LFS
sælir felagar getur einhver frætt mig um hvað er i gangi með skiptinguna hja mer.hun hegðar ser þannig að ef eg set hann i park þa vill hann stundum lulla afram það sama gerist i neutral hann hegðar ser mjog skringilega i bakkgirnum einsog hann se þvingaður og nu fyrir skemmstu þa tekur hann enga gira nema bakkgirinn ja og það er ekki sens að hræra i millikassanum nema að drepa a bilnum þannig næ eg að koma honum i drifin einhverjar hugmyndir ?
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 17.feb 2014, 16:41
frá biturk
Ventlabody bilað eða vanstilltir barkar
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 17.feb 2014, 17:17
frá Billi
Hljómar svipað og willysinn minn fyrst þegar ég prófaði að keyra hann. Þá var einmitt skiptirinn ekki að ganga upp fyrir skiptinguna.
Ég myndi skoða það hvernig armurinn á skiptingunni og skiptirinn í bílnum eru að passa saman, fyrst að hann nær ekki að halda í parkinu. Nær ekki að ýtta/toga arminum nógu langt í parkið og hittir því á milli gíranna þegar farið er í R,N,D,1,2
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 21.feb 2014, 20:28
frá LFS
jæja þa er eg buin að eiga við skiptirinn hræra i þessu framm og aftur og ekkert breytist svo það er spurning hvort það se ekki næst a dagskra að slita skiptinguna ur og koma henni i viðgerð
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 22.feb 2014, 11:24
frá sverrir karls
aftengja skiptinn undir bíl . Setja handvirkt í park undir bíl og prófa að setja í gang.
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 22.feb 2014, 17:29
frá LFS
ja buin að prufa það það virðsit sem skiptinginn þurfi úr takk samt fyrir svörin strakar :)
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 02.mar 2014, 16:02
frá LFS
jæja enn heldur vesenið áfram fekk aðra skiptingu sem a að vera i lagi nema hvað að hun gerir ekki neitt tekur enga gira og fer þarafleiðandi hvorki afturabak ne afram any ideas ?
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 02.mar 2014, 16:35
frá sukkaturbo
Sæll settu tvo gírkassa og málið er dautt kveðja guðni
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 02.mar 2014, 16:39
frá LFS
það er nattlega eina vitið að vera beinbíttaður en eg nenni ekki að fara ráðast i það þegar það er svo litið eftir af vetrinum !
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 02.mar 2014, 18:25
frá Dodge
Spurning hvort converterinn hafi ekki gengið inní dæluna
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 02.mar 2014, 20:17
frá LFS
ja eg reyndar passaði það mjog vel að hann gengi rettur í ! en spurning hvort að óhreinindi seu valdurinn eg tok ponnuna undan og það voru drulluklessur i henni spurning hvort einhvað se stiflað ? þreif allt eins vel og unnt var setti nyjan vokva á hana og ekkert breyttist. þaðer lika spurning um að skipta um siu þarf bara að panta hana en hef grun um að það þurfi einhvað meira til !
Re: vesen á 727 skiptingu
Posted: 02.mar 2014, 21:16
frá Hr.Cummins
varðandi fyrri skiptinguna þá ætla ég að skjóta á að reverse bandið (fremst í skiptingunni) hafi verið of hert...