70 Crúser uppgerð / breyting

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 10.feb 2014, 00:27

Sælir spjallverjar.

sem framhald af spurningunni sem ég varpaði fyrir stuttu viewtopic.php?f=2&t=23025, hef ég ákveðið að gera upp 70 krúserinn sem ég eignaðist fyrir stuttu.
hann er gír og millikassalaus sem stendur, vel ryðgaður og fínn :)
planið er: taka af honum boddýið, og gera við grindina, einhverjir ryð blettir og einhvað bogin að aftan. smíða upp og styrkja boddýfestingar. hækka upp á boddý um sirka 8-10cm, færa afturhásingu aftur um 16cm og framhásingu um 4cm. skera síðan úr fyrir annaðhvort 38 eða 39.5". svona nota uppskriftina frá þeim bláa sem ég á. virkar nokkuð vel sá. en frekari pælingar koma síðar.
byrjaði örlítið á honum um helgina, reif innréttinguna að mestu úr honum. svona til að skoða hvað lægi undir. kemur í ljós að skottið er frekar heilt og ætti ekki að prufa mikla ryðbætingu þegar búið er að skera úr honum. hinsvegar er gólfið framí frekar ryðgað, stólunum var haldið niðri með einhverju skítmixi, tré og ryðguðum festingum. henti síðan teppinu úr honum, var einhver innandyra motta, ónýt af olíu og einhverjum drungalegri efnum. næsta mál á dagskrá er að taka boddýið af og fara vinna í grindinni.
2014-02-08 15.09.32.jpg
kominn inn.
2014-02-08 15.09.32.jpg (113.73 KiB) Viewed 7317 times

2014-02-08 15.11.18.jpg
fékk þetta fína skilti með honum.
2014-02-08 15.11.18.jpg (124.81 KiB) Viewed 7317 times
2014-02-08 15.34.53.jpg
mest allt komið úr
2014-02-08 15.34.53.jpg (103.31 KiB) Viewed 7317 times
2014-02-08 16.32.40.jpg
nokkuð viss um að þetta eigi að vera rétt en ekki bogið.
2014-02-08 16.32.40.jpg (109.92 KiB) Viewed 7317 times
2014-02-08 16.32.57.jpg
allt komið úr.
2014-02-08 16.32.57.jpg (107.88 KiB) Viewed 7317 times
Viðhengi
2014-02-08 15.51.46.jpg
svona var ryðið í skottinu, circa eins báðu meginn.
2014-02-08 15.51.46.jpg (97.5 KiB) Viewed 7317 times




nonni k
Innlegg: 126
Skráður: 30.okt 2010, 21:10
Fullt nafn: Jón Kjartansson

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá nonni k » 10.feb 2014, 18:02

Á til gír og millikassa sem kom úr svona bíl turbolausum ef þig vantar


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 10.feb 2014, 19:22

nonni k wrote:Á til gír og millikassa sem kom úr svona bíl turbolausum ef þig vantar


þakka gott boð, en ég á vís 3 gír og millikassa.


303hjalli
Innlegg: 113
Skráður: 16.okt 2013, 19:33
Fullt nafn: Hjálmar Kristinn Hlöðversson
Bíltegund: 4x4

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá 303hjalli » 10.feb 2014, 21:51

Á til flott sæti og teppi,mjög létt,allt á gjafverði,s--8943765


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 10.feb 2014, 21:52

303hjalli wrote:Á til flott sæti og teppi,mjög létt,allt á gjafverði,s--8943765

við skoðum það þegar lengra dregur á uppgerðina.


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 14.feb 2014, 20:27

jæja aðeins búið að halda áfram í þessum. reif af honum framstæðuna og svo boddýið eins og það lagði sig. tók eftir þessu skemmtilega rafmagnsmixi, sem verður mjög skemmtilegt að finna út úr þegar að því kemur. næst á dagskrá er viðgerð á grindinni, hásingafærsla og söfnun á pörtum sem þarf í þetta dót.
2014-02-12 12.06.43.jpg
annað brettið farið af.
2014-02-12 12.06.43.jpg (104.46 KiB) Viewed 6773 times
2014-02-12 13.15.15.jpg
og svo hitt.
2014-02-12 13.15.15.jpg (114.79 KiB) Viewed 6773 times
2014-02-12 14.35.04.jpg
framstæðan farin af.
2014-02-12 14.35.04.jpg (135.42 KiB) Viewed 6773 times
2014-02-14 16.52.35.jpg
Boddýið híft af.
2014-02-14 16.52.35.jpg (104.91 KiB) Viewed 6773 times
2014-02-14 16.58.51.jpg
og þá lítur hann svona út.
2014-02-14 16.58.51.jpg (156.44 KiB) Viewed 6773 times
2014-02-14 16.59.01.jpg
versti hluti grindarinnar.
2014-02-14 16.59.01.jpg (152.89 KiB) Viewed 6773 times
2014-02-14 16.59.09.jpg
eins báðu meginn.
2014-02-14 16.59.09.jpg (151.59 KiB) Viewed 6773 times


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 28.apr 2014, 01:07

Jæja, komið að smá uppfærslu, svona ef einhver hefur áhuga á þessu.

Grindin er 99% búin í ryðbætingu. Sandblástur kemur innan skamms. færði aftur hásinguna aftur um 16cm, lengdi stífur með einhverju hnausþykku efnisröri (örugglega 8mm veggþykkt). Vissi þegar ég fékk bílinn að hann væri með brotið afturdrif, þannig að afturhásingin var rifin í spað og er nú í málningu meðan beðið er eftir nýjum legum, pakkningum og fleirru, vildi svo vel til að ég átti annan köggul sem er í lagi með 4.56 hlutfalli. hvernig er það að henta diesel vél sem þessari á 38" túttum?

meira síðar.

2014-04-16 21.55.46.jpg
Ryðbætingar, hásingin er fest með rörum, fremra rörið var komið að niðurlotum, svo því var skipt út fyrir eins nema með örlítið meiri veggþykkt (3.5 eða 4mm man ekki hvort).
2014-04-16 21.55.46.jpg (116.78 KiB) Viewed 6361 time

2014-04-16 21.55.53.jpg
og hinumeginn.
2014-04-16 21.55.53.jpg (109.82 KiB) Viewed 6361 time

2014-04-21 17.48.30.jpg
nokkurnveginn endanleg afstaða.
2014-04-21 17.48.30.jpg (120.16 KiB) Viewed 6361 time

2014-04-24 22.46.12.jpg
skástífu festingin soðin föst við grindina.
2014-04-24 22.46.12.jpg (98.89 KiB) Viewed 6361 time

2014-04-24 22.46.21.jpg
Stífurnar lengdar með efnisröri. mældi það ekki, en það er frekar þykkt örugglega 8mm.
2014-04-24 22.46.21.jpg (97.11 KiB) Viewed 6361 time

2014-04-26 12.00.44.jpg
stærsta brotið sem kom úr drifinu
2014-04-26 12.00.44.jpg (99.55 KiB) Viewed 6361 time


TDK
Innlegg: 105
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá TDK » 28.apr 2014, 03:36

Flott verkefni. Verður verklegur jeppi þegar hann klárast. Skil ekki hvað menn hafa lítið verið að tjá sig.


birgthor
Innlegg: 621
Skráður: 02.mar 2010, 22:05
Fullt nafn: Birgir

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá birgthor » 28.apr 2014, 08:12

Flottir bílar og gaman að sjá þá í uppgerð. Greinilega kominn tími til á þessum :)
Kveðja, Birgir


makker
Innlegg: 209
Skráður: 16.sep 2012, 23:55
Fullt nafn: jón marel magnússon

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá makker » 28.apr 2014, 09:52

Ég er með 4,88 hlutföll í mínum og það rétt sleppur myndi ekki fara í hærra en það


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 28.apr 2014, 10:12

makker wrote:Ég er með 4,88 hlutföll í mínum og það rétt sleppur myndi ekki fara í hærra en það


Nú jæja, ég prufa þetta fyrst ég á þetta. skipti um hlutföll þegar ég verð þreyttur á þessu :)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Startarinn » 28.apr 2014, 18:29

Ég er með 4,56 hjá mér í Hilux, reyndar er ég með 2 gírkassa svo það kemur ágætlega út hjá mér, ég væri búinn að gefast upp ef ég þyrfti alltaf að keyra fremri kassann í fjórða gír
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 09.jún 2014, 23:22

Jæja, smá uppfærsla, vélinni var hent úr með handafli. og útá gólf. kláraði að slípa niður grindina og stífurnar. málaði stífurnar rauðar til að vera aðeins öðruvísi, (ekkert gaman að vera eins og allir hinir). grunnaði alla grindina og málaði hana svo svarta, ein umferð næstum komin, málningin kláraðist :/ , en keyptar verða fleirri dollur og málaðar 2 umferðir til viðbótar. Setti saman afturhásinguna lauslega þar sem mig vantaði að láta hann standa í hjólin. þörf er á nýjum afturhjólalegum. en það kemur allt með tíð og tíma. Kom (ekki) skemmtilega á óvart að þegar ég taldi út hlutföllin í auka kögglunum hjá mér var annar (aftur) með 4,56 og hinn (fram) með 4,88. sem ég hélt að væru með sama hlutfalli, en hvað um það, fjárfest verður í 4,88 í afturdrifið.
Þangað til næst.
2014-05-09 18.49.31.jpg
2014-05-09 18.49.31.jpg (126.88 KiB) Viewed 5777 times
Viðhengi
2014-05-25 13.35.27.jpg
2014-05-25 13.35.27.jpg (127.68 KiB) Viewed 5777 times
2014-06-09 17.25.10.jpg
2014-06-09 17.25.10.jpg (116.6 KiB) Viewed 5777 times


Superskati
Innlegg: 160
Skráður: 13.nóv 2013, 23:46
Fullt nafn: Þórhildur Ingibjargardóttir
Bíltegund: Hilux

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Superskati » 10.jún 2014, 02:02

Myndir þú týma að selja hann þegar hann er tilbúinn?


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Heiðar Brodda » 10.jún 2014, 15:03

sæll líst vel á þetta hjá þér kv Heiðar Brodda


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 10.jún 2014, 22:13

Superskati wrote:Myndir þú týma að selja hann þegar hann er tilbúinn?

allt er fallt fyrir rétt verð, en hvað það nú er.. það er stóra spurningin ;)

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá ellisnorra » 10.jún 2014, 22:27

Þessi stífulenging hjá þér, veistu hvað þú ert að gera með því? Þá á ég við að ef þú hefur bara soðið þetta saman með venjulegum vír eða mig suðu þá ertu in for some trouble ÞEGAR suðan brotnar hjá þér. Þó er hægt að sjóða pott við smíðajárn ef menn þekkja til og nota rétt efni. Flott ef þú hefur þekkinguna, en mjög varhugavert og beinlínis lífshættulegt fyrir þig og aðra ef þú vissir ekki af þessu.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 10.jún 2014, 23:51

elliofur wrote:Þessi stífulenging hjá þér, veistu hvað þú ert að gera með því? Þá á ég við að ef þú hefur bara soðið þetta saman með venjulegum vír eða mig suðu þá ertu in for some trouble ÞEGAR suðan brotnar hjá þér. Þó er hægt að sjóða pott við smíðajárn ef menn þekkja til og nota rétt efni. Flott ef þú hefur þekkinguna, en mjög varhugavert og beinlínis lífshættulegt fyrir þig og aðra ef þú vissir ekki af þessu.



ég á ekki heiðurinn af þessari lenginu, sem betur fer. fékk gamlann reynslubolta í þetta fyrir mig. ég sá bara um að skera efnið í lengdir. (ætti kannski að segja að hinn bíllinn minn er líka lengdur svona, hefur ekki brotnað né látið á sjá ennþá og búið að vera í nokkur ár) þakka ábendinguna :)


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 20.júl 2014, 22:58

jæja, nú stendur grindin ný máluð og fín og bíður eftir boddýinu. vinnan byrjaði á boddýinu um helgina. velti því á hliðina og hóf að ryðbæta boddýfestingar og gólf. ákvað að setja 3mm þykkt á boddýfestingarnar og þær þar með gerðar örlítið sverari en original. vinnan heldur áfram næstu helgi.
20140719_124845.jpg
á hliðinni
20140719_124845.jpg (151.23 KiB) Viewed 4899 times
20140719_124856.jpg
furðu lítið ryð á botninum.. svona miðað við annað.
20140719_124856.jpg (187.66 KiB) Viewed 4899 times
20140720_171642.jpg
20140720_171642.jpg (138.65 KiB) Viewed 4899 times
Viðhengi
20140720_171619.jpg
ekki fallegt en virkar.
20140720_171619.jpg (181.71 KiB) Viewed 4899 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá jongud » 21.júl 2014, 09:35

Svona á að gera þetta í sveitinni!
Við frændurnir skiptum einhverntíman um sjálfskiptingu í pólskum Fiat með því að setja hann á hliðina...


Sæfinnur
Innlegg: 103
Skráður: 24.apr 2013, 16:19
Fullt nafn: Stefán Gunnarsson
Bíltegund: CJ 7 360

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Sæfinnur » 21.júl 2014, 18:56

Það er alveg óborganlegt að fá að fylgjast með svona verkefnum. Það verður gaman að sjá útkomuna.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá jongud » 22.júl 2014, 09:09

Ég sé á einni myndinni að hann hefur verið með sjálfvirka undirvagnssmurningu ca. við afturhásinguna. Var pinjónspakkdósin farin að aftan?


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 22.júl 2014, 20:16

jongud wrote:Ég sé á einni myndinni að hann hefur verið með sjálfvirka undirvagnssmurningu ca. við afturhásinguna. Var pinjónspakkdósin farin að aftan?


afturdrifið í honum var brotið. og rétt tillt í. það verður skipt um allar legur og pakkdósir. en hvort pakkdósin var farin veit ég ekki.

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Fetzer » 23.júl 2014, 23:36

á til sandblásið afturör ef þu villt , frítt bara strípað rör ur eins bíl
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"


Höfundur þráðar
Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: 70 Crúser uppgerð / breyting

Postfrá Gunnar00 » 25.júl 2014, 19:19

Fetzer wrote:á til sandblásið afturör ef þu villt , frítt bara strípað rör ur eins bíl


þakka gott boð en ég á víst auka hásingu með öllu.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 14 gestir