Síða 1 af 1

Hilux breiting, enn ekki hvað.

Posted: 07.feb 2014, 23:39
frá friður
sælir félagar, er að fara setja undir hiluxinn hjá mér (2000 árg) 70 cruser hásingu og og allt sem fylgir henni ( stýfur,stýrisvél,tjakk o.s.f.) vantar nokkrar mælingar. hvað hafa menn verið að fara með hásinguna langt fram ( 38-40"). festingar fyrir sýfur, hvað hafa menn þær síðar..og gráður á stýfunum. gorma og demparasætinn, hvessu neðalega/ofanlega á grindina setja menn þetta járn...hvar hafa menn haft mælipúnta til að allt sé nú nokkuð rétt.
Er búinn að skoða nokkur myndasöfn og jafn margar útfæslur..
er búinn að mynda mér nokkra skoðun, enn til að vera viss áður enn verður lagt í þetta, þá er ágætt að fá eitthverja púnta frá þeim sem hafa gert þetta.
uppskriftin er:hásing að framan,loftlás,tjakkur,gormar, og jafnvægisstöng.
aftan, four link, loftlás og loftpúðar..
ástæða fyrir þessari samsettningu, er að nota bílinn í almenna notkun, sumarferðir. vetrarferðir og veiði..
allur þessi búnaður er til og er að leggja síðustu hönd á að yfirfara, skifta um slitfleti og mála.
Kv Addi Þórs.

Re: Hilux breiting, enn ekki hvað.

Posted: 07.feb 2014, 23:50
frá andrijo
Ef þú ert ekki að fara í þetta næsta korterið eða svo þá er ég með svipað setup og þú ert að lýsa og það er guðvelkomið að leyfa þér að skoða undir hann alveg eins og þig listir ef það hjálpar. Billinn er a verkstæði og verður væntanlega kominn heim í hafnarfjörð einhverntima eftir helgi.

Re: Hilux breiting, enn ekki hvað.

Posted: 07.feb 2014, 23:51
frá andrijo
Þ.e. 2000 hilux a pudum að aftan og gormum að framan ekki econoline

Re: Hilux breiting, enn ekki hvað.

Posted: 10.feb 2014, 23:23
frá friður
takk fyrir þetta,
hvað púða hafa menn verið að nota að aftan með four link...burður og lengd.
hvar hafa menn verið að fá púða.
kv Addi Þórs.

Re: Hilux breiting, enn ekki hvað.

Posted: 12.feb 2014, 00:54
frá friður
Já væri til í að fá að skoða þetta hjá þér, verð í borginni á morgun... Ef það hentar, gæti rennt til þín og barið þetta augum.
Kv addi