Síða 1 af 1
Lítið notaður aukatankur???
Posted: 07.feb 2014, 20:16
frá Hagalín
Ef aukatankur er búinn að vera tómur lengi er ekki alveg nóg að láta sullast í honum í smá tíma 10-20lítra og tappa svo af? Eða á ég bara fylla og láta það duga?
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 07.feb 2014, 22:07
frá Heiðar Brodda
er ekki málið að fyllann og setja svo ca.30ml af asington(naglalakkahreinir) útí og keyra svo glaður kv Heiðar
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 08.feb 2014, 00:27
frá Kiddi
Njaaaaa ég myndi gera þetta með olíuna og sjá hvað kemur með henni út. Og er ekki alveg pottþétt einhver sía frá aukatankinum sem er dælt í gegnum?
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 08.feb 2014, 09:19
frá jongud
Eitt af því sem getur myndast í lítið notuðum tönkum er gerlagróður.
Hljómar ótrúlega en þetta gerist samt. (Wurth er að selja efni sem kemur í veg fyrir þetta).
Það er algert ógeð á eiga við þetta, stíflar allar síur. Og því meirir raki í tankinum því meiri hætta, þannig að hálftómur aukatankur er kjörsvæði fyrir svona lagað.
Ég myndi skola tankinn duglega.
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 08.feb 2014, 11:13
frá Hagalín
Ég hugsa og ég hafi þessa 10-20 lítra á honum í smá tíma og tappi svo af og skoði. Það er samt ekkert rosalega langt síðan það var eitthvað á honum innan við ár :) En ætla að skoða síuna á milli.
Hugsanlega svolítið dýrt að fylla 150lítra og svo er það fullt af gróðri með tilheyrandi vandræðum fyrir spíssana í 6.0 Ford.
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 10.feb 2014, 21:37
frá Lindemann
Úr hvaða efni er tankurinn?
Það myndast ekki sveppur í áltönkum og ég held ekki í ryðfríum heldur. En ef hann er úr svörtu þá getur hann alveg myndast.
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 10.feb 2014, 22:59
frá elli rmr
Lindemann wrote:Úr hvaða efni er tankurinn?
Það myndast ekki sveppur í áltönkum og ég held ekki í ryðfríum heldur. En ef hann er úr svörtu þá getur hann alveg myndast.
Hvað hefur fyrir þér í þessu? langflestir vörubílar hér á landi eru með áltank og er sveppur vandamál í vörubílum og ég er viss um að það hefur komið upp í vörubíl með áltank
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 10.feb 2014, 23:22
frá isak2488
Þetta var vandamál í smábát sem ég var á grásleppu á. það voru tankar úr ryðfríu efni, fengum eitthvað baneitrað efni til að drepa þetta.
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 11.feb 2014, 09:29
frá Startarinn
Þessi gróður myndast í skilunum á milli vatns og olíu, ég sé ekki hvaða áhrif mismunandi efni í tönkunum gæti haft á það.
Ég hef blessunarlega ekki orðið var við þetta um borð hjá mér, en annað skip hjá útgerðinni var með eilíf gróðurvandamál
Vélstjóri sem ég var með á sjó fullyrti að Mergið hefði bjargað honum frá gróðri, þ.e. að hafa aldrei lent í því, en ég hef ekkert fyrir mér í því nema hans orð
Re: Lítið notaður aukatankur???
Posted: 11.feb 2014, 18:26
frá Stebbi
Hvernig er það ef maður er með svona tank úr svörtu sem er orðin ryðgaður að innan, ef maður opnar hann og lætur sandblása er þá nóg að ryðverja hann með olíu eða er eitthvað undraefni sem maður á að húða þetta með.