Síða 1 af 1

Blokka EGR í bensínvél

Posted: 06.feb 2014, 19:57
frá HaffiTopp
Hvað segja menn með að blokkera EGR ventilinn í nýmóðins bensínmótor? Eitthvað sem þarf að varast?

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 06.feb 2014, 20:09
frá villi58
HaffiTopp wrote:Hvað segja menn með að blokkera EGR ventilinn í nýmóðins bensínmótor? Eitthvað sem þarf að varast?

Mengunarstuðullinn breytist væntanlega ef hann er að gera það sem hann á að gera, það hlítur að vera þreytandi til lengdar að éta skítinn úr sjálfum sér. Spurning að láta mæla hann fyrir og eftir svona til að vera viss um að þú fáir skoðun, vikmörkin veit ég ekkert um, skiptir kanski engu.

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 06.feb 2014, 20:55
frá Haukur litli
Ef hann mengar of mikid eftir ad EGR er blokkad thá er hægt a sjóda múffu á pústid, tengja thar inn slöngu frá loftkút eda lítilli hljódlátri pressu og látid mæla. Thá "mengar vélin minna" og allir sáttir.

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 06.feb 2014, 21:05
frá HaffiTopp
Vitðið hvort þeir þenji bílana meðan þeir eru mengunarmældir í árlegri aðalskoðun? Ég spyr því þegar vélin er í lausagangi og ég opna ventilinn sjálfur þá kokar vélin og endar á að drepa á sér nema ég gefi inn eða sleppi ventlinum nógu tímanlega. Þannig að í lausagangi er þessi pungur ekki að hleypa neinu sóti inná vélina.

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 06.feb 2014, 21:08
frá Navigatoramadeus
HaffiTopp wrote:Vitðið hvort þeir þenji bílana meðan þeir eru mengunarmældir í árlegri aðalskoðun? Ég spyr því þegar vélin er í lausagangi og ég opna ventilinn sjálfur þá kokar vélin og endar á að drepa á sér nema ég gefi inn eða sleppi ventlinum nógu tímanlega. Þannig að í lausagangi er þessi pungur ekki að hleypa neinu sóti inná vélina.



rétt hjá HaffaTopp, EGR ventillinn er lokaður í hægagangi og opnar ekki nema bæði hitastig vélar(kælivatns) sé nægilegt og að snúningshraðinn sé kominn eitthvað "áleiðis".

þannig að í mengunarmælingu ætti þetta alveg að sleppa, amk lokaði ég þessum ventli í disel-Muzzonum hjá mér og búinn að fá 2 aðalskoðanir síðan án athugasemda.

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 06.feb 2014, 22:15
frá villi58
Þegar ég lét skoða Hiluxinn þá djöflaðist skoðunarmaðurinn á gjöfinni, veit ekki hvers vegna hann lét svona nema til að krista sót úr honum.
Þetta var reyndar í fyrsta skipti sem hann var mældur í skoðun.

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 06.feb 2014, 22:25
frá haffiamp
þeir hafa þanið díslebíla hjá mér, en alltaf látið bensínbílana malla lausagang

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 07.feb 2014, 00:10
frá grimur
Það er ekkert endilega sniðugt að blokka EGR.
Í dísilvél er EGR reyndar bara mengunar dæmi, og lélegt fix á því í raun, þannig að sennilega er rétt að blokka þá.

Í bensínvél er EGR að sumu leyti snilldar búnaður ef það er rétt sett upp og í lagi. Smá afgas inná soggrein á "cruise speed" minnkar effektífa stærð vélarinnar, hækkar þjappþolið við daufa blöndu af bensíni (sparar bensín) og lækkar afgashita. Eitt af trixunum sem ég gerði til að ná eyðslu á V6 4runner vélinni fyrir nokkrum árum var einmitt að bora út EGR ventilinn til að AUKA flæðið í gegn um hann. Þannig datt mótorinn í sparaksturs ham þegar maður var ekkert að taka út úr honum hvort sem var.
EGR í bensínvél sem virkar rétt er ekki opinn nema á meðal/lágu álagi á vissu snúningshraða bili. Ekki í hægagangi og ekki á mikilli gjöf.

Ég vona að þetta skiljist...

kv
Grímur

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 07.feb 2014, 14:20
frá baldur
Rétt Grímur, EGR er ekki mengunarvarnarbúnaður á bensínvél heldur búnaður til þess að bæta nýtnina með því að minnka dælitöp á litlu álagi. Á díselvélinni er EGR bara til þess að draga úr NOx mengun sem verður til þegar loft er hitað og súrefnið í loftinu hvarfast við nitur.

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 07.feb 2014, 17:40
frá HaffiTopp
Þá ætti svona dótarí að virka langbest með vél útbúna ventlastýringarkerfi ef menn eru að sækjast eftir nýtni og sparnaði.
Hef það af spjallsíðum erlendis að menn hafi einmitt náð minni eyðslu, betri svörun við inngjöf og aukið tork við að blokkera þetta. Las af einum sem losaði þokkalega mikið af sóti úr EGR á bílvél með beinni strokkinnsprautun (GDI) frá sama framleiðanda og á mínum bíl.
Svo er spurning hvort afgashiti fari uppúr öllu valdi við þetta og heddin séu þá komin í hættu. Er til einhver skemmtileg leið til að fylgjast með því?

En ég smítti mér svona plötu í kaffitímanum í vinnunni og skúbði hann í á tveim mín. Læt vita eftir einhvern tíma hver niðurstsaðan verður er varðar afl og eyðslu.

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 07.feb 2014, 18:52
frá Sævar Örn
Co og Lambda eru mæld í bensínvæl, bæði Co í hægagangi og yfir 2000sn, og Lambda yfir 2000 sn

reykþykkni dísel er mæld við 3/4 af hámarkssnúningi vélar sjálfskipt og í botngjöf á beinskiptum, þetta er þó alls ekki alltaf gert og yfirleitt ekki nema vafamál sé um að bíllinn standist mengunarmælingu, eins á eingöngu að gera þessa mælingu með samþykki bíleiganda og ef hann hafnar henni er það endurskoðunar atriði

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 08.feb 2014, 00:49
frá íbbi
hann hefur einhver áhrif í lausagangi, þegar ég fékk pajeroinn minn var ónýtur EGR í honum og hann gékk varla lausagang, ég fékk annan og setti í og lausagangurinn lagaðist alveg helling, bíllinn hefur alltaf verið fínn að öðru leyti

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 08.feb 2014, 01:18
frá HaffiTopp
Þá hefur hann verið það sótaður og stirður og þar af leiðandi staðið opinn. Eða þá segullokinn sem stjórnar soginu og færslunni á pungnum í EGR lokanum klikkar og þá lætur hann svona. Prófaðu að setja bílinn í gang, hreifðu við blöðkunni í dósinni/pungnum og sjáðu til hvort hann hreinlega drepi ekki á sér við það,

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 08.feb 2014, 17:49
frá Heddportun
EGR og PCV ventlarnir er það sem má fjarlægja og á ekki að hafa nein áhrif á ganginn í EFI mótor,best er að setja svepp á ventlalokin í stað pcv

EGR í blöndungs hjálpar helling við gang þar sem bensínið þarf að ná upp hitastigi til að haldast í gufuformi frá soggrein inn í brunarými

EGR er meingunarbúnaður(SMOG) fyrst og fremst og það sem hann gerir er að hækka lofthitann á vélinni þar sem honum er stýrt til að opna og fá betri emissions þar sem bruninn er betri heitur og eykur smávægilega nýtnina í vélinni þar sem vélar sem ganga á á 90-95° gráðum hafa mun betri bensín nýtni en ef þær væru keyrðar 10° gráðum kaldari,sama á við lofthitann en undir álagi myndi meingunin og hitin skapa forkveikju fljótlega

Það að mengunarmæla vélar á engu álagi í lausagangi og með að þenja þær er allgjörlega galið og óþarft

Re: Blokka EGR í bensínvél

Posted: 08.feb 2014, 18:23
frá villi58
Það að mengunarmæla vélar á engu álagi í lausagangi og með að þenja þær er allgjörlega galið og óþarft.
Þar hafið þið það sem máli skiptir.