Síða 1 af 1
hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 05.feb 2014, 16:35
frá thorjon
Jæja, "asnaðist" til að hringja í umboðið og er enn að taka hjartatöflunrar mínar ! Er að leita að slöngunni sem fer frá túrbínu niður í olíupönnu, hefur einvher verslað svona á netinu eða er einhver annar en umboðið kannski með þetta hér heima... Umboðið vildi ekki "NEMA" 18.000 plús fyrir 20 cm slöngubút MUHAHAHA :)
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 05.feb 2014, 17:17
frá villi58
Oft er hægt að nota fittingsinn og pressa á nýja slöngu, Landvélar, Barki og fl.
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 05.feb 2014, 17:23
frá thorjon
villi58 wrote:Oft er hægt að nota fittingsinn og pressa á nýja slöngu, Landvélar, Barki og fl.
Er með slöngubút frá barka en vandræðin eru beygjan sem er á original slöngunni og ef maður er með bút frá Barka etc. þá vill hann "beyglast" en lekur eitthvað með þessu hjá mér, lekur niður við pönnu þar sem stúturinn er soðinn fastur við pönnuna,, meikar þetta einvhern sense eða er e´g alveg að misskilja fyrir allan peninginn ?? :)
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 05.feb 2014, 18:23
frá villi58
thorjon wrote:villi58 wrote:Oft er hægt að nota fittingsinn og pressa á nýja slöngu, Landvélar, Barki og fl.
Er með slöngubút frá barka en vandræðin eru beygjan sem er á original slöngunni og ef maður er með bút frá Barka etc. þá vill hann "beyglast" en lekur eitthvað með þessu hjá mér, lekur niður við pönnu þar sem stúturinn er soðinn fastur við pönnuna,, meikar þetta einvhern sense eða er e´g alveg að misskilja fyrir allan peninginn ?? :)
Ert þú með myndir af slöngunni ?????
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 06.feb 2014, 02:39
frá thorjon
nei því er nú déskotans ver :( hendi gömlu slöngunni fyrir ca. ári síðan og setti sl0ngu frá Barka með réttu innanmáli. Original slangan er með ca. 30-45 gráðu beygju... ætli það sé ekki vegna þessrrar "drottningarbeygju" að vinir mínir í I.H. vilji fá 18 þús kall fyrir hana.. og fylgir ekki einu sinni knús með !
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 06.feb 2014, 10:02
frá thorjon
thorjon wrote:Jæja, "asnaðist" til að hringja í umboðið og er enn að taka hjartatöflunrar mínar ! Er að leita að slöngunni sem fer frá túrbínu niður í olíupönnu, hefur einvher verslað svona á netinu eða er einhver annar en umboðið kannski með þetta hér heima... Umboðið vildi ekki "NEMA" 18.000 plús fyrir 20 cm slöngubút MUHAHAHA :)
búinn að vera að leita á internetinu en er ekki að finna neina góða síðu tja eða neina síðu sem er með hosur/slöngur...
einhverjar uppá stungur ?
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 06.feb 2014, 19:08
frá Kristinn
Hvað er sverleikinn á slöngunni ? Hefur þú athugað að taka einna víra vökvaslöngu í þetta ? þær þola töluverða sveigju. Hafðu samband ef ég get útskýrt þetta betur. Kv Kristinn s 893-7616
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 06.feb 2014, 19:32
frá villi58
Ég á bágt með að trúa að ekki sé hægt að mixa svona slöngu frá túrbínu niður í pönnu.
Oft er hægt að nota endana á orginal slöngunni og þrykkja á nýrri slöngu.
Með þessa beygju er ekki hægt að útbúa hana úr röri og sjóða síðan tengistykkin við, hef bara aldrei lennt í því að það sé vandamál að mixa svona.
Gaman væri að sjá mynd af blessaðri slöngunni til að átta sig á vandamálinu.
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 06.feb 2014, 20:10
frá thorjon
tek mynd af druslunni á morfun þegar ég þarf hvort eð er að skríða undir bílinn, hélt ég ætti mynd af original þar sem ég hef fyrir "sið" að taka myndir af allt og engu þegar e´g er að stúusast í bílnum ( bjargar gamla fólkinu þegar við fáum Alzheimer light til að muna hvernig viðkomandi stykki á að snúa þegar skrúfa skal aftur saman !)
Takk fyrir hugmyndina með að nota rör... þetta var svona DOHH moment :) að manni skyldi ekki detta það í hug og Kristinn ég fæ að bjalla á þig varðandi þessa einnar víra slöngur ;)
bestu þakkir: Þórjón
P.S. en djöfullegt að finna þetta ekki á netinu, langar rosalega að panta nýja original og henda í.... bara fyrir sálartetrið mitt til að gleðjast yfir að versla ekki hjá veruleikafirrtu vinum okkar í I.H. ;)
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 06.feb 2014, 20:21
frá villi58
Helsti gallinn við að panta á netinu er hvað þarf oft að bíða lengi, hefur stundum tekið rúmar þrjár vikur fyrir mig frá Bretlandi. Kostar svo helling ef er sent með hraði, en þér liggur kanski ekki lífið á með þessa slöngu.
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 06.feb 2014, 20:39
frá ojons
Ættir að geta fundið partanúmer hérna
http://nissan4u.com/parts/svona ef þú villt panta sjálfur að utan.
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 08.feb 2014, 00:06
frá thorjon
Kristinn wrote:Hvað er sverleikinn á slöngunni ? Hefur þú athugað að taka einna víra vökvaslöngu í þetta ? þær þola töluverða sveigju. Hafðu samband ef ég get útskýrt þetta betur. Kv Kristinn s 893-7616
15 mm innanmál, 3.7mm þykktin á henni
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 08.feb 2014, 00:15
frá thorjon

- 2014-02-07 18.18.25.jpg (191.84 KiB) Viewed 2516 times

- 2014-02-07 18.18.25.jpg (191.84 KiB) Viewed 2516 times

- 2014-02-07 18.18.25.jpg (191.84 KiB) Viewed 2516 times
Jæja, tók eina mynd af slöngudruslunni í kvöld. Þar sem ég lá þarna undir fallega olíubaðaða bílnum mínum (ryðgar ekki á meðan !) var ég velta fyrir mér hvort þetta væri slangan eða hreinlega samskeytin á pönnu og block.. eða bæði ? þar sem olíudropar eru á næstu 2 boltum frá slöngunni en þeir eru hærra en slangan og ættu því ekki að vera blautir frá slöngunni er það nokkuð ??
Eru menn að nota pakkningalím eingöngu á Patrol eða spes Patrol pakkningar ? Því var logið að mér að pakkningalím væri meira en nóg og þannig er það núna og ég því að spá hvort það sé vitleysa ?
Endar eflaust með að pannan fer niður og límt aftur í og skipta líka um helv slönguna :(
Hugmyndir ??
Re: hvar fæ ég oil return hose f. túrbínu á Patrol Y61 ?
Posted: 08.feb 2014, 00:16
frá thorjon
Gat nú verið að mér tækist að klúðra þessu :( !! kom óvart þrisvar inn sama myndin DOHHH sorry