Túrbínuvandræði í 2,8 Patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Doddi23
Innlegg: 194
Skráður: 14.jún 2012, 21:59
Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
Staðsetning: Rvk

Túrbínuvandræði í 2,8 Patrol

Postfrá Doddi23 » 03.feb 2014, 23:30

Sælir

Nú langar mig að spyrja mér fróðari menn hvort það geti verið að það hafi verið mismunandi túrbínur á 2,8 Patrol vélunum? Þeas. að þó svo að þær passi á milli þá er ekki víst að þær virki rétt.
Þannig er að túrbínan fór í Pattanum (árg 98) hjá okkur í haust og við fengum nýlega túrbínu af eldri vél (sennilega árg 95) og settum hana í en hún virkar ekki eðlilega, samkvæmt fyrri eiganda á hún að blása allt að 14 Psi og koma inn við 1200RPM, en hjá okkur blæs hún mest 8Psi og kemur venjulega ekki inn undir 2000RPM.
Hvað haldiði að geti verið að og hverju mæliði með?

Kv.
Doddi




flækingur
Innlegg: 110
Skráður: 04.okt 2011, 18:46
Fullt nafn: þórólfur Almarsson

Re: Túrbínuvandræði í 2,8 Patrol

Postfrá flækingur » 04.feb 2014, 07:44

miðað við hvað hún er að blása og hvenar hún kemur inn mundi ég halda að hún væri nú bara orginal. þetta eru sömu tölur og í pattanum hjá mér sem er með orgina túrbínu. blæs 8 pund og kemur inn í um 2000 snúningum hjá mér.


cameldýr
Innlegg: 91
Skráður: 03.okt 2010, 07:34
Fullt nafn: Stefán Gíslason

Re: Túrbínuvandræði í 2,8 Patrol

Postfrá cameldýr » 04.feb 2014, 10:20

Í patrolnum hjá mér 91 árg. kemur túrbinan inn við svona 1800 - 1900 rpm allavega fer maður að heyra örlitið í henni við þann snúnung og blæs hámark 14 psi
Nissan Patrol Y60 TD2.8


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Túrbínuvandræði í 2,8 Patrol

Postfrá solemio » 04.feb 2014, 12:30

Þú ert bara með eins túrbínu og var í bilnum.getur ekki sett túrbinu úr y60 í y61nema skipta lika um pústgrein.sorry með það og það er því miður ekki hægt að láta nýrri túrbinuna koma fyrr inn.nýbúinn að athuga þetta

User avatar

Höfundur þráðar
Doddi23
Innlegg: 194
Skráður: 14.jún 2012, 21:59
Fullt nafn: Þórður Már Björnsson
Bíltegund: Jepp Cherokee 91 4,0
Staðsetning: Rvk

Re: Túrbínuvandræði í 2,8 Patrol

Postfrá Doddi23 » 04.feb 2014, 13:47

Ja nú vill svo til að ég skrúfaði þessa túrbínu sjálfur af hinni vélinni/bílnum þannig að það hefur þá verið búið að breyta þessu í honum ef þess hefur þurft.
Túrbínan sem var í bílnum hjá mér var að blása 11,5Psi og kom inn við ca 1500rpm.

Það er mikill munnur á virkninni í bílnum frá því sem var og eins og er þá mundi hann láta versta kolatogara fara hjá sér þegar kemur að reykframleiðslu.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Túrbínuvandræði í 2,8 Patrol

Postfrá snöfli » 04.feb 2014, 14:08

Trúlega margir famleiðendur til á túrbínum sem passa samt bolt-on. Hér dæmi um einn sem er sennilega ekki orginal http://www.rexbo.de/motair/turbolader-3 ... 91&at=3994

Lítil frávik í nýtni; blaðaprófill, óhreinindi, stirðleiki og lekar fljótt að skila sér. Ath nýnin er margfeldi af nýtni túrbínu og þjöppu og árifin því stór,

Veðja á að eintakið sem þú ert með sé slappt í samanburði við áður.


solemio
Innlegg: 714
Skráður: 24.mar 2011, 20:12
Fullt nafn: Sigurður Óli Bragason

Re: Túrbínuvandræði í 2,8 Patrol

Postfrá solemio » 04.feb 2014, 14:17

Ok.þá er annarhvor búinn að þessu áður því önnur túrbinan er fest með 3 boltum við pústgrein en hin 4 boltum


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 56 gestir