54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá sukkaturbo » 01.feb 2014, 15:14

Sælir félagar eru einhverjir sem geta Ballenserað 54" dekk á norðurlandi svo vel sé?? kveðja Guðni




biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá biturk » 01.feb 2014, 17:02

Það er það dekkjahöllin
Spurðu hilmar (draugsii) á spjallinu
head over to IKEA and assemble a sense of humor


olafur f johannsson
Innlegg: 703
Skráður: 14.aug 2010, 21:35
Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
Staðsetning: Akureyri

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá olafur f johannsson » 01.feb 2014, 17:30

sukkaturbo wrote:Sælir félagar eru einhverjir sem geta Ballenserað 54" dekk á norðurlandi svo vel sé?? kveðja Guðni

Það eiga flest dekkjaverkstæði sem eru í vörubílabrasanum að geta ballenserað þetta
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá sukkaturbo » 01.feb 2014, 17:46

Takk fer á Akureyri en er hægt að búa sér til sína eigin vél fyrir svona stór dekk. Öxull, naf, og búkki, legur, og hand snúa svo hvernig virkar þetta dót? Einhver með hugmynd af einfaldrai vél?

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá Hfsd037 » 01.feb 2014, 17:56

sukkaturbo wrote:Takk fer á Akureyri en er hægt að búa sér til sína eigin vél fyrir svona stór dekk. Öxull, naf, og búkki, legur, og hand snúa svo hvernig virkar þetta dót? Einhver með hugmynd af einfaldrai vél?



Mér finnst það frekar ólíklegt, maður stillir vélina eftir því hversu djúpar og breiðar felgurnar eru og eins hversu langt felgan er frá ákveðnum punkti, eins getur maður stillt hversu nákvæmur maður vill vera.
Svo þarf vélin að geta sýnt hvoru megin maður eigi að bæta lóðum á, ég held að það sé einfaldara að fara með dekkin á dekkjaverkstæði :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá -Hjalti- » 01.feb 2014, 19:03

Tilhvers að eyða tíma og pening í að ballansera þetta ? , þið eruð varla að fara lengra en sést til ykkar út um eldhúsgluggan ;)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá HaffiTopp » 01.feb 2014, 20:01

Hann verður nú að hafa eitthvað að gera, og hafa þetta 200% í leiðinni

User avatar

Fetzer
Innlegg: 376
Skráður: 31.okt 2010, 21:28
Fullt nafn: Aron Agnarsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá Fetzer » 01.feb 2014, 20:05

Hjalti, ég myndi ekki þora að segja þetta, með dauða 3000GT á miðjum veginum áðan hehe
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá -Hjalti- » 01.feb 2014, 20:17

Fetzer wrote:Hjalti, ég myndi ekki þora að segja þetta, með dauða 3000GT á miðjum veginum áðan hehe


Númerslausan í þokkabót :O

En svona ef þú fattaðir ekki þá heitir jeppavinafélagið þeirra "sést heim til mömmu"
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá sukkaturbo » 01.feb 2014, 20:34

Sæll Hjalti það er svo erfit að rúlla dekkunum inn á gólfi svona veikum öll með ryðu og kýli og kúlur enda af haugunum eða þannig fullnotuð og búið að taka þau undan vegna slits. Þó sérsatklega einu þeirra það fer alltaf á hliðina og það verður að stilla það einhvernvegin sem fyrst áður en það fellur á einhvern og meiðir hann. Þetta er jú 150 kg stikkið. Þess vegna var ég að pæla í að biðja Snilla að smíða bara einhverja stilligræju, svo við getum ferðast um skúrinn með dekkin. En ef það er ekki hægt að smíða svona græju þá fer hann örugglega í einhverjar tilraunir og finnur eitthvað upp ef ég þekki hann rétt. kveðja Guðni

User avatar

Ýktur
Innlegg: 66
Skráður: 09.okt 2012, 13:00
Fullt nafn: Bjarni Gunnarsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá Ýktur » 03.feb 2014, 13:27

Þið setjið bara 10 til 15 golfkúlur í hvert dekk...

Virkar eins og þetta:
[youtube]http://youtu.be/ullnFQD4F1I[/youtube]

Bjarni G.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá Sævar Örn » 03.feb 2014, 18:11

54" dekk snúast nú varla mjög hratt á 80km hraða, spurning hvort svona centramatic dæmi myndi virka á það litlu miðflótta afli
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá sukkaturbo » 04.feb 2014, 14:23

Sælir félagar þá er Snilli vinur enn einu sinni búinn að hanna og smíða eitt hjálpartækið enn. En það er einföld Ballanseringar vél fyrir öll dekk allavega 54" og stærra.Hann tók öxul og rendi innan úr honum og setti í hann sex kúlulegur.Hann hreinsaði alla feiti úr legunum og setti Teflonhveiti í staðin og dink og Donk með.
Svo létt er að snúa þessu að þegar var sett ein felguró á nafið tómt þá fél hún þegar niður í neðsta punkt. Þá var sett önnur beint fyrir ofan sem var 15 grömmum þyngir og þá snérist nafið og hin varð beint fyrir ofan þá þyngir.Festum þetta á lyftuna og var þá hægðarleikur að koma hjólinu upp á nafið hægt að draga arminn á lyftunni inn og út og hífa og slaka að vild og ekkert streð við að koma hjólinu á nafið þó það sé yfir 130 kíló. Svo er snúið með hendi og beðið þar til hjólið stoppar og var þá sett vægi beint fyrir ofan neðsta punkt og snúið aftur og aftur og svona haldið áfram þar til hjólið var komið í jafnvægi. Við erum með mis þung segulstál frá 100 gr upp í 800 grömm til að finna út réttu þyngdina. Ef sú þyngd dugaði ekki erum við með flatjárns stubba og bætum á segulstálin þar til hjólið er komið í jafnvægi. Þá er búinn til platti sem er vigtaður í rétta þyngd og hann rafsoðinn nett í felguna og svo er fínstillt með venjulegu blýi. Þetta er bara algjör snilld að vinna með þetta og þetta bara virkar. kveðja guðni
Viðhengi
Nýjasta Snilla tækið Ballenseringar vél fyrir 54 og stærra. Byggist upp á þessum stálöxli sem búið er að renna innan úr og setja í hann sex kúlulegur. Öll koppafeiti tekin úr og sett teflon feiti í staðin. Mjög létt að snúa þessu.JPG
Nýjasta Snilla tækið Ballenseringar vél fyrir 54 og stærra. Byggist upp á þessum stálöxli sem búið er að renna innan úr og setja í hann sex kúlulegur. Öll koppafeiti tekin úr og sett teflon feiti í staðin. Mjög létt að snúa þessu.JPG (167.17 KiB) Viewed 4472 times
DSC00160.JPG
DSC00160.JPG (191.83 KiB) Viewed 4472 times
Fest á lyftuna og híft og slakað eftir þörfum í góða vinnuhæð og armurinn dreginn inn og út eftir þörfum þegar felgan fer upp á nafið ekkert að lyfta..JPG
Fest á lyftuna og híft og slakað eftir þörfum í góða vinnuhæð og armurinn dreginn inn og út eftir þörfum þegar felgan fer upp á nafið ekkert að lyfta..JPG (130.56 KiB) Viewed 4472 times
þarna er rétta vigtin kominn. Notuðum segulstál sem vigtuð 800.gr og 100 gr og 120 gr. Síðan var hægt að setja viðbót á segulst´lin eftir þörfum.JPG
þarna er rétta vigtin kominn. Notuðum segulstál sem vigtuð 800.gr og 100 gr og 120 gr. Síðan var hægt að setja viðbót á segulst´lin eftir þörfum.JPG (146.1 KiB) Viewed 4472 times


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá baldur » 05.feb 2014, 01:17

Já svona voru dekk nú balanseruð áður en dynamísku balans vélarnar komu til sögunnar. Þetta kallast statísk balansering.

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá Hr.Cummins » 05.feb 2014, 03:28

og hvernig fúnkerar þetta svo ?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá jongud » 05.feb 2014, 08:37

Ég held að svona statísk ballansering henti e.t.v. ekki vel fyrir breið dekk. Það er mjög erfitt að sjá hvort misvægið er innarlega eða utarlega á dekkinu.
Einhvern vegin grunar mig að misþyngd á dekki milli ytri og innri kannts sé ávísun á titring í stýri (jeppaveiki)
Hvað segja hjóltogleðurshringjasérfræðingar um það?


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá sukkaturbo » 05.feb 2014, 18:06

Sælir félagar þá er búið að fara út og prufukeyr eftir að hafa notað statíska Ballanseringu. Djöfull er þetta flott orð, sæll.
Verð að hryggja þig Jón en þetta þræl virkar bíllinn gjör breitist frá því að vera ókeyrandi nánast og núna er hann eins og vel vanin eigin kona. Hvers mann hugljúfi. Við settum þyngdar klossana sem næst miðju við erum með 18" breiðar felgur og gömul og slitin dekk. Þetta er nokkuð mikil vinna að gera þetta þar sem dekkið er lengi að stoppa og ákveða sig hvar það ætlar að vera en með þolinmæðinni tókst þetta. Vorum 5 tíma með bílinn.
Mesta þyngd á dekk var um 2 kíló minnst 1,5 kíló. Dekkið er um 130 kíló. Mældi að gamni ummálið eða hringinn á dekkinu sem er mikið slitið og var hringurinn 415 cm. Svona fyrir þá sem hafa gaman af að safna upplýsingum eins og ég.Keyrðum bílinn í 50 km hraða á mælir bílsins. Þá sýndi gps 45 km hraða kveðja Guðni

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: 54" jafnvægisstilling/ ballenserað????

Postfrá Bokabill » 05.feb 2014, 21:08

Greinilega búnaður sem á að vera til á hverju heimili. Það má nota tækifærið og sötra nokkra bauka yfir verkinu. Það er amk. skemmtilegra en að rétta Enn einum 50 þús kallinn fyrir hálfónýta ballanseringu, jafnvel þótt hún sé "dýnamísk".


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir