Sælir.
Ég er með Patrol 33" 1995 árg, og langar að breyta honum fyrir 35". Maður er nýr í þessum jeppa bransa en langar að fá að vita hvað ég þarf að gera eða láta gera við hann til þess að fá þessa breytingu?
Kv,
Kjartan
Breyting úr 33" í 35", Er mikið sem þarf að gera?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 16
- Skráður: 07.sep 2010, 20:20
- Fullt nafn: Kjartan Ólafsson
-
- Innlegg: 322
- Skráður: 02.feb 2010, 12:55
- Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
- Bíltegund: Musso cherokee ofl
Re: Breyting úr 33" í 35", Er mikið sem þarf að gera?
Ef þú ert með orginal brettakanta þá er bíllinn mjög líklega nógu hár fyrir 35 þá þarftu bara að fá þér nýja brettakanta mála þá í hentugum lit og skera svo eins mikið úr brettunum og kantarnir leyfa. Svo er bara að vanda frágang inni í brettum. Gangbretti gæti þurft að stytta ef þú ert með svoleiðis. Ef það er búið að setja aðra kanta á bílinn hjá þér þá gæti þurft að lyfta bílnum um 3-5 cm þá er líklega búið að skera eitthvað úr brettum. Annars er bara máta munurinn á þessum stærðum er ekki mikill svo þetta ætti ekki að vera flókið.
Kv. Þorri
Kv. Þorri
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 16
- Skráður: 07.sep 2010, 20:20
- Fullt nafn: Kjartan Ólafsson
Re: Breyting úr 33" í 35", Er mikið sem þarf að gera?
Sæll.
Þakka þér fyrir svarið. Það eru 33" brettakantar á bílnum, en þeir eru ljótir og ég er að pæla í því að fá mér bara 35" brettakanta á hann. Veistu hvað kostar að hækka hann upp um 3-5 cm? Ég á eftir að máta 35" dekk þannig að það kemur þá bara í ljós. Á reyndar eftir að kaupa bílinn, hann fer í skoðun hjá Matta í Nóa Ben á mánudaginn og ef hann kemur vel þar út þá kaupir maður hann!
Veistu hvar ég gæti fengið 35" brettakanta á ódýru og góðu verði?
Síðan vantar mig líka stigbretti, veistu um eitthvern stað þar sem er hægt að fá ódýr stigbretta?
Kv,
Kjartan
Þakka þér fyrir svarið. Það eru 33" brettakantar á bílnum, en þeir eru ljótir og ég er að pæla í því að fá mér bara 35" brettakanta á hann. Veistu hvað kostar að hækka hann upp um 3-5 cm? Ég á eftir að máta 35" dekk þannig að það kemur þá bara í ljós. Á reyndar eftir að kaupa bílinn, hann fer í skoðun hjá Matta í Nóa Ben á mánudaginn og ef hann kemur vel þar út þá kaupir maður hann!
Veistu hvar ég gæti fengið 35" brettakanta á ódýru og góðu verði?
Síðan vantar mig líka stigbretti, veistu um eitthvern stað þar sem er hægt að fá ódýr stigbretta?
Kv,
Kjartan
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur