Breyting úr 33" í 35", Er mikið sem þarf að gera?

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
kjartan.olafsson
Innlegg: 16
Skráður: 07.sep 2010, 20:20
Fullt nafn: Kjartan Ólafsson

Breyting úr 33" í 35", Er mikið sem þarf að gera?

Postfrá kjartan.olafsson » 28.okt 2010, 08:17

Sælir.

Ég er með Patrol 33" 1995 árg, og langar að breyta honum fyrir 35". Maður er nýr í þessum jeppa bransa en langar að fá að vita hvað ég þarf að gera eða láta gera við hann til þess að fá þessa breytingu?

Kv,

Kjartan




Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Breyting úr 33" í 35", Er mikið sem þarf að gera?

Postfrá Þorri » 28.okt 2010, 09:01

Ef þú ert með orginal brettakanta þá er bíllinn mjög líklega nógu hár fyrir 35 þá þarftu bara að fá þér nýja brettakanta mála þá í hentugum lit og skera svo eins mikið úr brettunum og kantarnir leyfa. Svo er bara að vanda frágang inni í brettum. Gangbretti gæti þurft að stytta ef þú ert með svoleiðis. Ef það er búið að setja aðra kanta á bílinn hjá þér þá gæti þurft að lyfta bílnum um 3-5 cm þá er líklega búið að skera eitthvað úr brettum. Annars er bara máta munurinn á þessum stærðum er ekki mikill svo þetta ætti ekki að vera flókið.
Kv. Þorri


Höfundur þráðar
kjartan.olafsson
Innlegg: 16
Skráður: 07.sep 2010, 20:20
Fullt nafn: Kjartan Ólafsson

Re: Breyting úr 33" í 35", Er mikið sem þarf að gera?

Postfrá kjartan.olafsson » 29.okt 2010, 12:43

Sæll.
Þakka þér fyrir svarið. Það eru 33" brettakantar á bílnum, en þeir eru ljótir og ég er að pæla í því að fá mér bara 35" brettakanta á hann. Veistu hvað kostar að hækka hann upp um 3-5 cm? Ég á eftir að máta 35" dekk þannig að það kemur þá bara í ljós. Á reyndar eftir að kaupa bílinn, hann fer í skoðun hjá Matta í Nóa Ben á mánudaginn og ef hann kemur vel þar út þá kaupir maður hann!

Veistu hvar ég gæti fengið 35" brettakanta á ódýru og góðu verði?
Síðan vantar mig líka stigbretti, veistu um eitthvern stað þar sem er hægt að fá ódýr stigbretta?
Kv,
Kjartan


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur