Startvandræði í Runner
Posted: 24.jan 2014, 13:56
Halló.
Upp er kominn draugur í Runner bifreið. Startari við 2LT er tengdur við original startvírinn í bílnum sem var áður bensínbíll. Þegar startarinn fór að svíkja með smelli skellti ég skuldinni á spólu en eitthvað er málið dularfyllra. Ef startarinn svíkur er nóg að tengja + beint á spóluna og þá startar skrattakollur. Í kjölfarið mældi ég strauminn þegar hann svíkur og sé þá að frá svissnum koma einungis tæp 10V auk þess sem fæðivírinn inn á svissinn gefur sömu niðurstöðu. Stundum getur dugað að færa svissinn í startstöðu og bíða og að 1-2 sekúndum liðnum fer hann að starta.
Ég sendi aukastartara inn í Rafstillingu í yfirhalningu og ætla að skipta um leið og hann kemur en mér finnst þetta dularfullt..
Einhver sem hefur grun?
Kveðja, Hjörleifur.
Upp er kominn draugur í Runner bifreið. Startari við 2LT er tengdur við original startvírinn í bílnum sem var áður bensínbíll. Þegar startarinn fór að svíkja með smelli skellti ég skuldinni á spólu en eitthvað er málið dularfyllra. Ef startarinn svíkur er nóg að tengja + beint á spóluna og þá startar skrattakollur. Í kjölfarið mældi ég strauminn þegar hann svíkur og sé þá að frá svissnum koma einungis tæp 10V auk þess sem fæðivírinn inn á svissinn gefur sömu niðurstöðu. Stundum getur dugað að færa svissinn í startstöðu og bíða og að 1-2 sekúndum liðnum fer hann að starta.
Ég sendi aukastartara inn í Rafstillingu í yfirhalningu og ætla að skipta um leið og hann kemur en mér finnst þetta dularfullt..
Einhver sem hefur grun?
Kveðja, Hjörleifur.