Startvandræði í Runner

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Startvandræði í Runner

Postfrá 66 Bronco » 24.jan 2014, 13:56

Halló.
Upp er kominn draugur í Runner bifreið. Startari við 2LT er tengdur við original startvírinn í bílnum sem var áður bensínbíll. Þegar startarinn fór að svíkja með smelli skellti ég skuldinni á spólu en eitthvað er málið dularfyllra. Ef startarinn svíkur er nóg að tengja + beint á spóluna og þá startar skrattakollur. Í kjölfarið mældi ég strauminn þegar hann svíkur og sé þá að frá svissnum koma einungis tæp 10V auk þess sem fæðivírinn inn á svissinn gefur sömu niðurstöðu. Stundum getur dugað að færa svissinn í startstöðu og bíða og að 1-2 sekúndum liðnum fer hann að starta.

Ég sendi aukastartara inn í Rafstillingu í yfirhalningu og ætla að skipta um leið og hann kemur en mér finnst þetta dularfullt..

Einhver sem hefur grun?

Kveðja, Hjörleifur.




villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Startvandræði í Runner

Postfrá villi58 » 24.jan 2014, 14:09

66 Bronco wrote:Halló.
Upp er kominn draugur í Runner bifreið. Startari við 2LT er tengdur við original startvírinn í bílnum sem var áður bensínbíll. Þegar startarinn fór að svíkja með smelli skellti ég skuldinni á spólu en eitthvað er málið dularfyllra. Ef startarinn svíkur er nóg að tengja + beint á spóluna og þá startar skrattakollur. Í kjölfarið mældi ég strauminn þegar hann svíkur og sé þá að frá svissnum koma einungis tæp 10V auk þess sem fæðivírinn inn á svissinn gefur sömu niðurstöðu. Stundum getur dugað að færa svissinn í startstöðu og bíða og að 1-2 sekúndum liðnum fer hann að starta.

Ég sendi aukastartara inn í Rafstillingu í yfirhalningu og ætla að skipta um leið og hann kemur en mér finnst þetta dularfullt..

Einhver sem hefur grun?

Kveðja, Hjörleifur.

Það getur verið eðlilegt að fá bara 10v þegar þú startar þar sem glóðakertin eru á og hitarinn í soggreininni og fl. Mundi skoða startarann þar sem væntanlega er hann búinn að fá að snúast mikið.
Ég er með voltmæli og sé alveg niður í 10v meðan hitararnir eru á þegar ég starta. Mjög gott að vera með mæli þá sérð þú hvað er að gerast.


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Startvandræði í Runner

Postfrá 66 Bronco » 24.jan 2014, 15:58

Það skýrir samt ekki hikið sem lýst er að framan, nema að spólan geti hrokkið að einhverjum tíma liðnum. Eins þykir mér dulafullt, sé þetta startarinn, að hann virki undantekningalaust þegar tengt er beint á startarann.

H

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Startvandræði í Runner

Postfrá Stebbi » 24.jan 2014, 16:49

66 Bronco wrote:Það skýrir samt ekki hikið sem lýst er að framan, nema að spólan geti hrokkið að einhverjum tíma liðnum. Eins þykir mér dulafullt, sé þetta startarinn, að hann virki undantekningalaust þegar tengt er beint á startarann.

H


Myndi skoða svissbotninn ef að það dugar að bíða aðeins eða ef þetta er stundum til friðs. Annars er alltaf gott að byrja á geymasamböndum og vera viss um að geymirinn sé nógu góður.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
66 Bronco
Innlegg: 166
Skráður: 10.feb 2010, 21:12
Fullt nafn: Hjörleifur Helgi Stefánsson

Re: Startvandræði í Runner

Postfrá 66 Bronco » 24.jan 2014, 17:23

Nýr svissbotn, startrelay yfirfarið, nýjar lagnir að startara, ný geymasambönd, mikið jarðsamband í vél og boddý. Alvöru frágangur sumsé. Startið fer í gegnum tölvuna, engine control unit, held að ég leggi þetta bara nýtt frá sviss gegnum relay.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 44 gestir