Tengja kastara - Teikningar

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Tengja kastara - Teikningar

Postfrá StefánDal » 20.jan 2014, 01:55

Er búinn að leita hérna á síðunni þar sem mig rámar í að einhvern tíman hafi verið til góður þráður með teikningum og útskýringum. En ég finn hann ekki núna.

Kastarnir framan á jeppanum eru ekki tengdir inn á háuljósin. Mig langar að tengja þá þannig að ég geti skipt á milli með rofa, hvort þeir fylgji park eða háuljósunum.
Einhverstaðar las ég líka að það sé hægt að endurheimta heilmikið ljós úr orginal ljósunum með því að leggja sverari kapal beint úr geymi í ljósin og nota svo orginal tengið sem stýringu á relay.

Hvað segið þið? Eigið þið góðar teikningar af þessu?



User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Tengja kastara - Teikningar

Postfrá jeepson » 20.jan 2014, 02:59

Hérna ljúfurinn. Verði þér að góðu. Ég var búinn að íslenska þessa og breyta henni aðeins. Hún á nú að vera hérna inni á spjallinu. En ég er auðvitað löngu búinn að gleyma því hvar.

Image
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Tengja kastara - Teikningar

Postfrá StefánDal » 20.jan 2014, 13:31

Takk fyrir þetta :)


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Tengja kastara - Teikningar

Postfrá KÁRIMAGG » 30.aug 2014, 19:25

hvernig er það ef dagljosabunaður er til staðar ??
og eins hvort skoðunarmenn eru að fetta fingur ut i að kastarar seu tengdir inn a parkið ??

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Tengja kastara - Teikningar

Postfrá jeepson » 30.aug 2014, 19:50

Ef að það eru vinnuljós á hliðum og aftan. Og t.d leitarljós, setja þeir ekkert útá það. Það hefur allavega ekki verið gert á mínum. En kastarar sem vísa fram eiga að vera tengdir á háuljósin. Annars minnir mig að ef það eru hlífar á þeim þá meigi þeir vera inná parkinu. Vonandi getur þá einhver leiðrétt mig ef að ég er að fara með vitleysu.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


vidart
Innlegg: 138
Skráður: 07.sep 2011, 18:44
Fullt nafn: Viðar Þorgeirsson
Bíltegund: Toyota LC 90
Staðsetning: Reykjavík

Re: Tengja kastara - Teikningar

Postfrá vidart » 30.aug 2014, 23:01

Ef þú ert á jeppa sem er breytt bifreið þá máttu geta kveikt hvenær sem er á kösturunum óháð stöðu annarra ljósa.
En ef þú ert á óbreyttum jeppa, eða allavega það lítið breyttum að hann er ekki skráður sem breytt bifreið þá verður það að vera stillt þannig að þú verður að vera með háu ljósin á áður en þú getur kveikt á kösturunum.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Tengja kastara - Teikningar

Postfrá Izan » 31.aug 2014, 00:17

Sælir

Þetta er ekki alveg svona einfalt en á óbreyttum bíl meiga vega 1 par af þokuljósum sem kvikna með parkinu með sérrofa með gaumljósi. Breytt bifreið má hafa auka háuljós sem kvikna með háu ljósunum gegnum sérrofa með gaumljósi. Svo má vera á breyttum bílum ljós (í pörum) sem eingöngu má nota við akstur utan alfaraleiða sem meiga vera tengd hvernig sem er svo framarlega að parkið logi (annars eru ekki ljós aftan á bílnum). Þessi ljós eiga að vera lokuð þegar ekið er á vegum.

Mig minnir að þetta sé svona einhvernveginn en annars heitir reglugerðin reglugerð um gerð og búnað bifreiða.

til að tengja rofa sem skiptir milli háu og park þarftu að "stela" spennu frá ljósunum og tengja sitthvoru megin á víxlrofa og taka þann sameiginlega á rofa með gaumljósi. Svo má ekki gleyma að setja öryggi á allar lagnir sem lagðar eru frá rafgeymi af réttri stærð og vel svera víra. Öryggjastærðin er auðfundin með því að deila aflinu í spennuna og þá færðu amperin og ferð í næstu eða þarnæstu stærð fyrir ofan. t.d. 2x100W ljós= 200/12 = 16.6A og þá er 20A öryggi fínt. 2 x 35W xenon myndi ég halda að taki ca 45w. (Alla jöfnu er glóperan eina peran sem er gefin upp í afli sem hún tekur af veitunni en allar aðrar segja aflið sem peran gefur frá sér í sýnilegu ljósi). En 2X45 = 90W/12V = 7.5A. Ég færi í 16 A og 2.5Q víra lágmark.

Kv Jón Garðar

ég er kannski svolítið gamaldags en ég fikta ekkert í aðaljósum bílsins, svera ekki upp víra, set xenon eða díóður því að með því að það eru aðal skoðunarljósin og öryggisatriði nr 2, næst á eftir bremsunum. Með því að svera upp vírana færðu án efa meira ljós en þú færð líka lakari endingu á perurnar, minni mótstaða í vírum = minna spennufall = hærri spenna á peruna = verri ending. Mér finnst best að fá útrás fyrir sköpunargleðina í lýsingabúnaði á aukaljósum, ljósum sem skipta minna máli öryggisins vegna.


Haukur litli
Innlegg: 329
Skráður: 08.mar 2010, 12:43
Fullt nafn: Haukur Þór Smárason

Re: Tengja kastara - Teikningar

Postfrá Haukur litli » 31.aug 2014, 11:01

StefánDal wrote:Er búinn að leita hérna á síðunni þar sem mig rámar í að einhvern tíman hafi verið til góður þráður með teikningum og útskýringum. En ég finn hann ekki núna.

Kastarnir framan á jeppanum eru ekki tengdir inn á háuljósin. Mig langar að tengja þá þannig að ég geti skipt á milli með rofa, hvort þeir fylgji park eða háuljósunum.
Einhverstaðar las ég líka að það sé hægt að endurheimta heilmikið ljós úr orginal ljósunum með því að leggja sverari kapal beint úr geymi í ljósin og nota svo orginal tengið sem stýringu á relay.

Hvað segið þið? Eigið þið góðar teikningar af þessu?


Ljós úr glóþráðaperu eykst verulega við að koma þó ekki sé nema bara 1 auka volti að henni. Hér er ein teikning, ég átti að eiga eina betri en finn hana ekki núna.

Image

Kannski er þráðurinn minn í L2C DIY ennþá virkur, veit það ekki, þar fór ég yfir þetta. Ég vill hafa eitt öryggi fyrir hvert ljós til að minnka líkur á að bæði detti út vegna vandamáls í öðru ljósinu.

Hér er ágætis útlistun á ljósmagni við mismunandi spennu. http://danielsternlighting.com/tech/relays/relays.html

Hér er það sem skiptir þig máli:
"In many cases, the thin factory wires are inadequate even for the stock headlamp equipment. Headlamp bulb light output is severely compromised with decreased voltage. The drop in light output is not linear, it is exponential with the power 3.4. For example, let's consider a 9006 low beam bulb rated 1000 lumens at 12.8 Volts and plug in different voltages:

10.5V : 510 lumens
11.0V : 597 lumens
11.5V : 695 lumens
12.0V : 803 lumens
12.5V : 923 lumens
12.8V : 1000 lumens ←Rated output voltage
13.0V : 1054 lumens
13.5V : 1198 lumens
14.0V : 1356 lumens ←Rated life voltage
14.5V : 1528 lumens


The Europeans take a slightly more realistic with their voltage ratings; they consider output at 13.2v to be "100%". The loss curve is the same, though. When operating voltage drops to 95 percent (12.54v), headlamp bulbs produce only 83 percent of their rated light output. When voltage drops to 90 percent (11.88v), bulb output is only 67 percent of what it should be. And when voltage drops to 85 percent (11.22v), bulb output is a paltry 53 percent of normal! It is much more common than you might think for factory headlamp wiring/switch setups to produce this kind of voltage drop, especially once they're no longer brand new and the connections have accumulated some corrosion and dirt.
"

Hvað varðar stýristraum fyrir kastara þá eru helst tvær leiðir færar í því. Þú getur annars vegar notað ON-OFF-ON rofa til að skipta á milli stöðuljósa og háageisla eða slökkva alveg á stýristraumnum (Það er það sem ég hef gert, einfalt og gott.), eða notað relí og haft sitthvorn stýristrauminn á 87 og 87a og svo rofa til að skipta á milli (Óþarflega flókið.).


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir