Síða 1 af 1
Auka kælir á skiptingu í Lc90
Posted: 19.jan 2014, 20:40
frá Cruserinn
Er að spá í að setja auka kælir á skiptinguna hja mér. Hvar er best a kaupa svoleiðis og er nokkuð mál aðgræja þetta
Re: Auka kælir á skiptingu í Lc90
Posted: 19.jan 2014, 20:54
frá Cruser
Hafðu samband við Gretti Vatnskassa, 577-6090
Þeir eru með kæla á fínu verði.
Kv Bjarki
Re: Auka kælir á skiptingu í Lc90
Posted: 19.jan 2014, 21:33
frá Seacop
Ég setti bara gamlan kæli sem ég keypti hér á spjallinu í bílinn hjá mér. Kostaði lítið og skiptinginn hefur ekki hitnað síðan. Þú þarft ekki stórann kæli.
Re: Auka kælir á skiptingu í Lc90
Posted: 19.jan 2014, 21:55
frá Cruser
Sælir félagar. Hvernig er það eru þið að lenda í því að skiptingarnar séu að hitna hjá ykkur? Í hvernig aðstæðum er það og eru þið með hitamælir á skiptingunum?
Er með 120 cruser og ekki orðið var við þetta en er ekki með neinn mælir á kvikindinu.
Kv Bjarki
Re: Auka kælir á skiptingu í Lc90
Posted: 19.jan 2014, 23:16
frá Diesel
Aðalatriðið til þess að minnka hitavandamál í LC90 sjálfskiptingum þegar verið er að reyna á þetta er að taka overdrive-ið af fyrir þá sem það ekki vita. Mín skoðun er að fá sér fyrst hitamæli á skiptinguna til þess að læra hvað má bjóða þessu og vita hvað maður er með í höndunum.
Re: Auka kælir á skiptingu í Lc90
Posted: 20.jan 2014, 13:29
frá Seacop
Sælir.
Í 90 og 120 Cruiser er ljós sem kveiknar þegar hitinn er orðinn of mikill. Þetta var annað slagið að gerast hjá mér ef ég var að þæfa í mjög þungu færi. Ljósið kveiknar það snemma að hitinn er ekki farinn að hafa nein áhrif á skiptinguna og maður stoppar bara og fær sér einn kaffibolla og þá er allt orðið kalt og fínt. Ég hef aftur á móti ekki þolinmæði í slíkt og setti því lítinn aukakæli við skiptinguna og síðan hefur mér ekki tekist að níðast næginlega mikið á henni til að kveikja ljósið.