Síða 1 af 1

Of hægur gangur við kaldstart á Pajero 2.8

Posted: 18.jan 2014, 20:57
frá khs
Sælir. Hvað getur hér verið að? Hann er á ca 5-700rpm kaldur. Ég keyri hann út götuna og þá er hann kominn á rétt ról eða um ca 1200rpm.

Re: Of hægur gangur við kaldstart á Pajero 2.8

Posted: 19.jan 2014, 10:06
frá Stebbi
Hefurðu prufað að gefa honum inn áður en þú startar. Ef að mótorinn eða spólan fyrir kaldstartið er orðin þreytt þá nær hún ekki að færa til gjöfina til að fara á 1200 rpm.

Re: Of hægur gangur við kaldstart á Pajero 2.8

Posted: 19.jan 2014, 11:57
frá Aparass
Image
Stillir aðalega þessa neðri, hæpið að þú þurfir að fara í þessa efri.
Kv.

Re: Of hægur gangur við kaldstart á Pajero 2.8

Posted: 19.jan 2014, 12:08
frá Stebbi
Ef að það er svona vax-rofi á kaldstartinu hjá þér þá gæti verið nóg að smyrja allt dralsið vel og liðka upp, annars þarftu að kíkja á stillingarnar á þessu.

Re: Of hægur gangur við kaldstart á Pajero 2.8

Posted: 19.jan 2014, 21:58
frá khs
Ég prufaði að pumpa hann fyrir kaldstart í dag en það gerði ekkert. Endurtók það 2x í viðbót en hann er enn í 500rpm ca. Það er slag á olíugjöfinni. Hún dinglar aðeins áður en ég fæ fast land og inngjöf eykst. Er það eitthvað sem ég ætti að skoða betur áður en ég athuga myndina sem kom hér fram áður?

Re: Of hægur gangur við kaldstart á Pajero 2.8

Posted: 19.jan 2014, 22:11
frá Stebbi
Hljómar eins og eitthvað hafi losnað, inngjafarbarkinn á ekki að hafa nein áhrif á þetta nema hann sé of strektur. Rétta leiðin til að stilla svona olíuverk er með gjöfina lausa eða ótengda.

Re: Of hægur gangur við kaldstart á Pajero 2.8

Posted: 20.jan 2014, 08:49
frá jongud
khs wrote:Ég prufaði að pumpa hann fyrir kaldstart í dag en það gerði ekkert. Endurtók það 2x í viðbót en hann er enn í 500rpm ca. Það er slag á olíugjöfinni. Hún dinglar aðeins áður en ég fæ fast land og inngjöf eykst. Er það eitthvað sem ég ætti að skoða betur áður en ég athuga myndina sem kom hér fram áður?


Bara svo að það sé á hreinu;
Það er EKKI svokölluð viðbragðsdæla á díselvélum eða bensínvélum með beina innspýtingu, þannig að það hefur lítið upp á sig að pumpa inngjöfina áður en maður startar.
Viðbragðsdælur eru bara á blöndungsvélum.