Síða 1 af 1

Stýrismaskínu skifti

Posted: 18.jan 2014, 20:45
frá Subbi
Jæja setti Stýrismaskínu úr Dodge Ram Van 2500 á grindina í dag hún er bara bolt on sama gatadeiling sama sæti í grind

eini munurinn er að bæði tengi fyrir hana eru með Jafnsver rör þó annar nippilinn sé með minni gengjum

tengdi ekki togstöngina þar sem ég vildi sjá þetta virka og einnig mismunandi milli bíla hvað er inn og út afl á maskínum

fyllti vökva á og setti í gang þá kom bara hávaði í Dæluna sjálfa og sá vökvinn freyddi og hitnaði mjög hratt og maskínan var ekki að vinna neitt drap á víxlaði nipplum og setti aftur í gang og sama Það gerist ekkert en þó enginn hávaði í dæluni og vökvin rétt volgnar en sé enga hreyfingu á honum

Færði pitman arm hægri vinstri með stýrinu og minnkaði þá í boxinu niður í lágmark og ég heyri að það dregur niður í dæluni við endaslag en finnst þetta samt of þungt miðað við að stýrið er ekki tengt togstöngini ennþá

Getur verið Lofttappi í kerfinu eða er dælan að syngja sitt síðasta ????? allavega maskínan sem var í honum snéri honum með dekkjum 44 tommuni með vísifingri í Kyrrstöðu

Re: Stýrismaskínu skifti

Posted: 18.jan 2014, 21:02
frá flækingur
blessaður Gummi.. það er eðlilegt að stýrið sé stíft meðan kerfið er að aflofta sig. getur tekið smá tíma að fá allt loft af en þetta er bara vinna :-)

Re: Stýrismaskínu skifti

Posted: 18.jan 2014, 21:14
frá JonHrafn
Þetta getur tekið smá tíma og ekkert óeðlilegt við að olían freyði smá á meðan, á sumum bílum hef ég þurft að keyra um í töluverða stund, taka þónokkrar áttur stýrt í botn í báðar áttir.

Re: Stýrismaskínu skifti

Posted: 18.jan 2014, 23:04
frá tnt
betra er að lofttæma án þess að setja í gang,lyfta bara hjólunum frá jörðu á meða styra sitt á hvað jafnvel láta blæða á aukatjakk-loka honum þegar olia fer að leka talsvert-allt í lagi að láta blæða smá ,hafa forðabúr bara opið á meðan þá verður þú var við þegar loft hættir að koma upp, setja síðan í gang þá ætti ekki að vera neitt vandamál.

Re: Stýrismaskínu skifti

Posted: 18.jan 2014, 23:33
frá Sævar Örn
Það þarf svolitla þyngd á stýrislegginn til að ventlarnir í stýrismaskínunni opni og hleypi þrýstingnum í hólf sem myndar hjálparaflið, þessa "þyngd" á stýrislegginn færðu ekki þegar þú ert með togstöngina lausa


kv. Sævar