Síða 1 af 1

Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 16.jan 2014, 21:46
frá dazy crazy
Sælir

fjöðrunin er orðin ansi slöpp í hiluxinum hjá mér, dc 90módel og ég hef ákveðið að lappa aðeins uppá hann.
Skipta út 2.4d fyrir 2.5 turbo pajero mótor og ryðbæta draslið.

Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri í rauninni nokkuð dýrara að breyta fjöðruninni að aftan í 4-link eða A-link og þá kannski færa hásinguna aðeins aftar frekar en að kaupa nýjar fjaðrir og dempara og skipta um það sem fyrir er. Svona ef miðað er við að ég sjái um alla smíðavinnuna við það sjálfur og reikni mér engin laun.

Kv. Dagur

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 16.jan 2014, 22:17
frá karig
Smá nótur frá því að ég lét gera þetta, en við bætist lengin á drifskafti og lengingarkantar og kannski eitthvað fleira sem þarf að breyta við hásingarfærsluna kv, kári.
Minnispunktar um loftpúða ísetningu í Hilux diesel 1996. Gert haust 2010.
1200 kg Púðar 20 þús kr, stk. = 40 þús.
Stífur 40 þús.(notaðar, ásamt 4-link festingum og hásingu sem ekki var notuð.)

Keypt á vélaverkstæði:
Skúffa inn í grind 5 eða 6 mm þykk, 15 cm breið og ca 75 cm löng.
demparafestingar 4 stk+ tvær auka demparafest og 2 auka plattar,
plattar fyrir púða að ofan og neðan, 5mm að ofan en 6 að neðan
valsaður hringur soðinn á efri plattann. Alls 22.000

Nipplar, ventlar og loftslöngur. ca 5.000 kr.
4-link festingar á grind og hásingu 10 þús, (kosta 17 í Sindra)
nýtt kerrutengi, (hitt eyðilagðist við aftöku) ca 1000 kr.

Gert í leiðinni:
soðið í skúffu og brotnar 2 fremstu skúffufestingarnar soðnar.
pússað, grunnað og málað, lakkskemmdir í skúffu.
(soðin saman þverbrotin grind aftan við fremri fjaðrarfestinguna bilstjóramegin að framan)

Færa þarf:
hækka olíutankfestingu að aftan, skorið stykki úr og soðið aftur
2 pústupphengjur skornar af og færðar
handbremsubarkafestingar, á grind og hásingu, a.m.k. ein hvoru megin
hleðslujafnari á afturbremsum skorinn burt og settur fastur upp við grind
handbremsuarmur á hjólskál svolítið slípaður, (forlink festing aðeins of utarlega á hásingunni)

Athuga þarf að afturhásing á fjaðrabíl árgerð 1996 er mjórri en á klafabíl, og því nuddast 36 tommu dekkin í grindina í mestu misfjöðrun, settir 6 mm spacerar að til að minnka nuddið aðeins.

Alls 36 tímar í vinnu
Efni ca. 130 þús.
Vinna ca. 170 þús.
Kostanaður alls.ca 300.000 kr.

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 20.jan 2014, 23:40
frá dazy crazy
Takk fyrir þetta Kári, nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og svo reyna að drullast til að koma þessu í verk :)

Það gerist kannski eitthvað með hækkandi sól hérna á Akureyri :)
vonlaust að vera ekki með afdrep inni.

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 21.jan 2014, 00:44
frá biturk
Það er bara gott veður á ak

Þess vegna fékk ég mér skûr

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 21.jan 2014, 22:12
frá dazy crazy
biturk wrote:Það er bara gott veður á ak

Þess vegna fékk ég mér skûr


Það er nú ekki mikið framboð af skúrum eða iðnaðarbilum til leigu hérna, þú hefur verið heppinn :)

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 21.jan 2014, 23:13
frá ellisnorra
Ég er búinn að setja gomra/loftpúða radíusarma/4link nokkrum sinnum undir bíla (semsé bæði framan og að aftan) og er yfirleitt í kringum 50 tíma með heildar aðgerðina, hvort sem er að framan eða aftan.
Efniskostnaður hefur verið mismunandi, allt frá bjórkassa fyrir allar stífur og festingar (notað en í frábæru lagi) uppí yfir 100þúsund (fyrir utan gorma/loftpúða eða dempara)

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 22.jan 2014, 08:07
frá biturk
dazy crazy wrote:
biturk wrote:Það er bara gott veður á ak

Þess vegna fékk ég mér skûr


Það er nú ekki mikið framboð af skúrum eða iðnaðarbilum til leigu hérna, þú hefur verið heppinn :)


Keipti bara ibuð með skur ;)

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 22.jan 2014, 08:36
frá dazy crazy
Elli, þetta er ágætis viðmið, nú þarf ég bara að 4.falda tímann vegna þess að ég hef aldrei gert svona áður en það er allt í lagi. Ég hef nógan tíma :D

Takk fyrir það


Það væri náttúrulega eina vitið fyrir mig að kaupa eitthvað iðnaðarbil og innrétta efri hæðina fyrir mig. :)

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 22.jan 2014, 10:05
frá Startarinn
Ég setti radíusarma á hiluxinn minn að aftan, þetta var í fyrsta skipti sem ég gerði þetta.

Ég var búinn að smíða festingar á drifið áður en ég byrjaði (þurfti reyndar að breyta þeim pínu) og efri bollann fyrir púðana. En þetta tók mig um 2 vikur frá byrjun til enda.
Ég bjó á Sauðárkróki og bíllinn var í skemmu á Skagaströnd, svo það er um 100km akstur á hverjum degi inní þessu, sem er bara kostur þegar maður á líka mótorhjól ;)

Á sama tíma setti ég driflæsingu í afturdrifið, gerði við eitt ryðgat á húsinu og setti loftkerfi í bílinn. Ég tók pallinn af á meðan.

'08 076.jpg
'08 076.jpg (119.96 KiB) Viewed 2810 times

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 22.jan 2014, 19:03
frá dazy crazy
Glæsilegur kútur :)

Hvað eru radíusarmar? Er það svona eins og menn setja oft að framan í bílunum og eru með eina stífu?

Re: Er nokkuð svo dýrt að fara í loftpúða 4/A-link

Posted: 22.jan 2014, 19:50
frá jeepcj7
Radíus armur er stífa eins og í td. Rover,Land Cruiser,Bronco og Patrol að framan.