Lagfæringar á álgrilli?
Posted: 12.jan 2014, 15:51
Sælir. Ég er að baksa við að rétta ljótar beyglur og brot á grillinu á 76 ramchargernum, og var að velta fyrir mér hvernig væri best að slétta úr beyglunum. Sumstaðar kemst maður að með nettann bodyhamar og dolly, en sumstaðar er ekki séns að halda neitt á móti. Er eitthvað sparsl til eða annað til að ná yfirborðinu sléttu? Er hægt að glerblása svona þunnt ál án þess að eiga það á hættu að það verpist? Ég notaði ColdWeld steypu til að laga nokkur brot í því en ég veit ekki hversu gott er að mála yfir það. Ég hafði hugsað mér að pússa annað hvort allt og hafa það í björtum ál-lit eða sprauta það silfrað og svart. Eru ekki einhverjir sér grunnar og málningar ætlaðir á ál?
Einnig ef að einhverjir eiga handa mér grill sem er í þokkalegu standi væri það einnig vel þegið.

Einnig ef að einhverjir eiga handa mér grill sem er í þokkalegu standi væri það einnig vel þegið.
