Sílsa tankar og bensín dæla/ur ???

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
nammikex
Innlegg: 21
Skráður: 21.júl 2012, 04:08
Fullt nafn: Matthías leó Árnasona
Bíltegund: Wrangleg 46"

Sílsa tankar og bensín dæla/ur ???

Postfrá nammikex » 12.jan 2014, 07:49

Er að smíða mér sílsatanka og er í smá vandræðum með það hvort ég eigi að vera með eina dælu eða tvær og hvort maður eigi að tengja þá saman eða ekki . Langar soldið að vera með járnbrúsa fasta ofaná sílsabrettunum fyrir "áfyllingar og sem auka lítra"
HVernig eru menn að útkljá svona bensíndælu system og samtenginar á svona sílsatanka ?



User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: Sílsa tankar og bensín dæla/ur ???

Postfrá Gulli J » 12.jan 2014, 09:13

Ég er með svona sílsatakana og er með sitthvora bensíndæluna á þeim inn á aðaltaknkinn.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Sílsa tankar og bensín dæla/ur ???

Postfrá ivar » 12.jan 2014, 09:40

ég var með tvo tanka sitt hvoru meginn við drifskaft á bíl sem ég átti. Sá var bara með eina dælu yfir í aðaltank og virkaði bara vel. Ég myndi hinsvegar í dag alltaf smíða þetta með tveimur dælum.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sílsa tankar og bensín dæla/ur ???

Postfrá jongud » 12.jan 2014, 10:15

Það er líka möguleiki ef maður er með 2 tanka að nota 2 dælur sem eru tengdar við skiptirofa og dæla beint til vélarinnar.

Slefið frá vélinni (bakrásin) er þá tengt við aðaltankinn og þegar skipt er frá aðaltanki yfir á aukatank þá slokknar á dælunni sem er við aðaltankinn og dælan í aukatankinum tekur við. En slefið fer þá áfram til baka í aðaltankinn.

Ég sá þetta gert á díseljeppa með 6.2 enda eru fæðidælurnar í þá hræódýrar.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Sílsa tankar og bensín dæla/ur ???

Postfrá jeepcj7 » 12.jan 2014, 21:23

Slefið frá vélinni (bakrásin) er þá tengt við aðaltankinn og þegar skipt er frá aðaltanki yfir á aukatank þá slokknar á dælunni sem er við aðaltankinn og dælan í aukatankinum tekur við. En slefið fer þá áfram til baka í aðaltankinn.


Endar þá ekki öll olían aftur í aðaltank eftir smá stund?

Td. í orginal liner diesel með 2 tanka þá færir skiptirinn sem er aftan við dælu bæði túr og retur í sama tank er það ekki mun eðlilegri búnaður?
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Sílsa tankar og bensín dæla/ur ???

Postfrá jongud » 13.jan 2014, 08:45

jeepcj7 wrote:
Slefið frá vélinni (bakrásin) er þá tengt við aðaltankinn og þegar skipt er frá aðaltanki yfir á aukatank þá slokknar á dælunni sem er við aðaltankinn og dælan í aukatankinum tekur við. En slefið fer þá áfram til baka í aðaltankinn.


Endar þá ekki öll olían aftur í aðaltank eftir smá stund?

Td. í orginal liner diesel með 2 tanka þá færir skiptirinn sem er aftan við dælu bæði túr og retur í sama tank er það ekki mun eðlilegri búnaður?


Ég veit ekki hvernig það var, en það er þá ekki neitt vandamál að skipta aftur yfir á aðaltankinn.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 39 gestir