MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Freyr » 11.jan 2014, 00:10

Ég var að eignast '96 pajero, 2,5 vél og beinskiptur. Snúningshraðamælirinn er dauður og var það einnig í fleiri svona bílum sem ég prófaði. Því dreg ég þá ályktun að þetta sé algeng bilun og lausnin þekkt, einhverjar ábendingar?

Kv. Freyr



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá HaffiTopp » 11.jan 2014, 00:45

Er það ekki alternatorinn? Einhverjir vírar á honum.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Freyr » 11.jan 2014, 01:07

Nei, það er skynjari á/við olíverkið. Það sem ég er að leita eftir er að fá svar frá einhverjum sem raunverulega þekkir þetta vandamál...

Kveðja, Freyr

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá HaffiTopp » 11.jan 2014, 02:00

Ég biðst innilegrar afsökunar á afskiptaseminni


Ingójp
Innlegg: 149
Skráður: 09.des 2010, 04:00
Fullt nafn: Ingólfur Pétursson

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Ingójp » 11.jan 2014, 04:19

Ég er með 97 pajero 2.5 stuttan bsk og ég er að lenda í þessu hraðmælirinn er að detta inn og út og bíllinn neitar stundum að fara í gang og bíllinn eyðir eins og andskotinn


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Aparass » 11.jan 2014, 08:03

Sendirinn skrúfast inn í hliðina á olíuverkinu og þú þarft að taka olíuverkið úr til að skipta um hann. Fjandi leiðinleg aðgerð.
Þetta er lítill og ræfilslegur hall sendir sem skynjar tannhjól inn í olíuverkinu og þessi sendir er solldið duglegur að fara.
Þessi mikla eyðsla og gangtruflanir tengjast þessu ekki, það er eitthvað annað að valda því.
Mundi byrja á að kippa spíssunum upp, beygja spíssarörin aðeins á miðri leið svo þú getir skrúfað spíssana aftur á og fá síðan einhvern til að starta á meðan þú horfir á úðann koma úr spíssunum, þá sérðu strax hvort einhver eða einhverjir af þeim senda bara massíva bunu eða hreinlega leka allann tímann.
Einn ónýtur spíss getur valdið alveg svakalegri eyðslu máttleysi og truntugang í svona fjögura cylendra kettling.
Þá ertu kominn með eitthvað sem þú getur byrjað að skoða hjá þér.
Gangi þér vel.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá jongud » 11.jan 2014, 10:27

Er ekki aðeins betra að fara með spíssana í Blossa eða eitthvað annað verkstæði og láta tékka á þeim frekar en að hætta á lek spíssarör eftir svona beygjuæfingar?


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Aparass » 11.jan 2014, 10:47

Auðvitað er það alltaf hægt en spíssarör í svona bílum eru bara ekkert viðkvæm. Þau eru svona svipað og bremsurör sem maður getur beigt aðeins fram og til baka, ekki oft auðvitað því þetta er ekki slanga en það er ekkert mál að gera þetta og þarf ekki neinn skaði að hljótast af enda er það sáralítið sem þarf að teygja á stæðstu beygjunni svo hægt sé að festa spíssana aftur á.

User avatar

Höfundur þráðar
Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Freyr » 11.jan 2014, 23:39

HaffiTopp wrote:Ég biðst innilegrar afsökunar á afskiptaseminni


Hmm, biðst afsökunar á fyrra svari mínu til þín, sé eftirá að það er leiðinlega orðað.

Kveðja, Freyr

User avatar

khs
Innlegg: 150
Skráður: 06.feb 2010, 22:37
Fullt nafn: Kristinn Helgi Sveinsson

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá khs » 11.jan 2014, 23:59

Minn dó/bilaði/eitthvað gerðist fyrir nokkru síðan. Hekla sagði að það væri dýrt að laga hann og spurði ég ekki um verð. Lét setja annan snúningshraða mæli sem var keyptur í Bílanaust. Það var frekar ódýrt allt saman.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Stebbi » 12.jan 2014, 02:36

Minn var svona dettandi inn og út í tíma og ótíma, það var sambandsleysi í lúminu þar sem það fer frá olíuverki yfir vélina. Prufa að djöflast á lúminu á meðan einhver fylgist með mælinum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Subbi » 12.jan 2014, 12:00

miklu minni aðgrð að fá sér segul á sveifarástrissuna og skynjara fyrir hann og tengja í Snúningsmælinn fæst víða svoleiðis búnaður til að mynda í Vélasöluni held ég örugglega
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá HaffiTopp » 12.jan 2014, 13:45

Freyr wrote:
HaffiTopp wrote:Ég biðst innilegrar afsökunar á afskiptaseminni


Hmm, biðst afsökunar á fyrra svari mínu til þín, sé eftirá að það er leiðinlega orðað.

Kveðja, Freyr


Ekkert mál :) Ætlaði að hafa þetta olíuverk, ekki alternator. Hefur eitthvað skolast til í hausnum á mér, sem er svo sem algengt hehe. Ég hef bara verið svo hvumsa þar sem ég hélt að MMC bilaði ekki neitt ;)
En gott að þú hafir séð ljósið og sért með tvo almenninlega jeppa í heimkeyrslunni :P

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: MMC 2,5 diesel snúningshraðamælir

Postfrá Sævar Örn » 12.jan 2014, 15:18

Ég átti galloper og þá var spansgræna í tenginu ofan á olíuverkinu, það er samskonar og í Pajero og fékk ég akkurat tengi úr pajero og lóðaði vírana (2) frá skynjaranum í nýja tengið og plöggaði saman og allt fór að virka.

Ég ákvað að fara þessa leið því ég sá enga góða leið til þess að ná nemanum úr öðruvísi en að taka olíuverkið af vélinni...


Skoðaðu þetta allavega fyrst og leiðnimældu yfir tengið ef einhver vafi er
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 17 gestir