Hægagangs vesen á 22re
Posted: 10.jan 2014, 21:58
Sælir
Er með hilux 2,4 bensín og finnst mér hann oft full æstur í hægaganginum eins og að innsogið fari alltaf á.
Ef ég set hann í gang kaldan þá gengur hann yfirleytt 1500 -1800 snúninga. þegar ég er búinn að keyra hann aðeins og hann er farinn að hitna þá get ég lækkað snúninginn með því að tippla aðeins á bensíngjöfina (bíllinn stopp og í frí gír að kúplað í sundur) Gengur hann þá svona yfirleytt í kringum 1000 snúninga, stundum 800 og hefur farið niður í ca 500 en þá er kominn smá trunt í hann, en það er orðið svolítið síðan hann fór svo lágt.
Vandamálið er að þegar bíllinn er orðinn heitur og ég stoppa eða kúpla í sundur þá gengur hann á 1500-1800 snúningum, gef aðeins inn og þá dettur hann niður í þessa ca 1000 snúninga. keyrt aftur af stað og næst þegar það er kúplað í sundur 1500-1800 snúningar.
Er einhver sem kannast við svona vandamál á þessari vél og veit hvað er meinið.
kv Hilmar
Er með hilux 2,4 bensín og finnst mér hann oft full æstur í hægaganginum eins og að innsogið fari alltaf á.
Ef ég set hann í gang kaldan þá gengur hann yfirleytt 1500 -1800 snúninga. þegar ég er búinn að keyra hann aðeins og hann er farinn að hitna þá get ég lækkað snúninginn með því að tippla aðeins á bensíngjöfina (bíllinn stopp og í frí gír að kúplað í sundur) Gengur hann þá svona yfirleytt í kringum 1000 snúninga, stundum 800 og hefur farið niður í ca 500 en þá er kominn smá trunt í hann, en það er orðið svolítið síðan hann fór svo lágt.
Vandamálið er að þegar bíllinn er orðinn heitur og ég stoppa eða kúpla í sundur þá gengur hann á 1500-1800 snúningum, gef aðeins inn og þá dettur hann niður í þessa ca 1000 snúninga. keyrt aftur af stað og næst þegar það er kúplað í sundur 1500-1800 snúningar.
Er einhver sem kannast við svona vandamál á þessari vél og veit hvað er meinið.
kv Hilmar