Síða 1 af 1
Að renna sveifarás ?
Posted: 07.jan 2014, 16:43
frá aggibeip
Hvert fer ég til að láta renna sveifarás úr 2.4 dísel hilux ?
Eru margir sem gera svoleiðis ?
Re: Að renna sveifarás ?
Posted: 07.jan 2014, 16:54
frá Andrés
Egill vélaverkstæði
Kistufell
held líka Vélaland
Re: Að renna sveifarás ?
Posted: 07.jan 2014, 17:00
frá gaz69m
er eithvað vit í því að vera að renna sveifarásin er ekki betra að kaupa nían
Re: Að renna sveifarás ?
Posted: 09.jan 2014, 13:11
frá Seli
Renna eður ei
Kostir og gallar....
Kostnaður er það sem spilar mest inn og svo framboð á varahlutum. Ef þú getur fengið nýjan svifarás fyrir lítið þá er það ekki spurning en þá meina ég nýjan ekki úr annari vél. Kostirnir eru að þú notar standart legur og ekkert rugl með það. Þegar verið er að tala um jafn mikilvægan íhlut og sveifarás þá er líka nauðsynlegt að kaupa af vel þekktum framleiðanda sem komin er einhver reynsla á ekki eithvað langt að austan sem engin þekkir.
Það er ekkert athugavert við það að láta renna sveifarás svo lengi sem það eru ekki miklar skemmdir og sveifarásinn er ekki hertur. Í mörgum nútíma evrópskum mótorum er legusætið hert og það eru ekki vélaverkstæði hér heima sem geta hert ásinn aftur. Það verður þó að hafa það í huga að það eru til sveifarásar sem ekki þola að láta renna sig og geta hreinlega brotnað, þetta er eitthvað sem þau verkstæði sem ég hef átt við eru meðvituð um og vita meira um en ég.
Varðandi hver getur sinnt þessu þá mæli ég með Agli (vélaverkstæðið Kapp) þar vinnur Halli og það er fínt fyrir þig að fara og tala við hann og sína honum sveifarásin og hann getur þá gefið þér svör um hvað er hægt að gera og hvað það myndi kosta.
Ég vona að þessi langloka hafi hjálpað.
Re: Að renna sveifarás ?
Posted: 09.jan 2014, 13:54
frá villi58
Ég mundi halda að það væri í lagi að renna sveifarás úr Hilux ef lítið er tekið af, þeir eru vel efnismikklir og Hilux mótor frekar aflvana og er ekki verið að taka neitt rosalega mikið út úr þeim mótorum.