Hverjir skoða olíuverk?
Posted: 23.des 2013, 10:05
Hverjir annast yfirferðar á olíuverkum? Veit að Framtak sér um það en er að leita að fleiri tillögum.
Er með 1998 disel Pajero sem fer nú seint í gang(eins og hann fái ekki olíu) og og gengur svo truntulega fyrstu 10-20 sek og svo er hann fínn. Þegar hann hitnar fer hann að ganga illa í hægagangi og drepa á sér. Einnig missa kraft. Um daginn þegar hann var búinn að ná hita að þá gaf ég honum inn og þá byrjaði strax truntugangur eftir það. Svo jafnaði hann sig og ég dreif mig heim(200 metrar) og þá dó hann í hægagangi.
Það sem ég er búinn að athuga er sigtið í tankinum, leiðslan frá tanki í hráolíusíuna er nýleg og það er ný hráolíusía.
Einnig var skipt um eitt ónýtt glóðarkerti og membran af olíuverkinu tekin af og sett í heitt vatn til að athuga hvort hún ynni rétt því mér finnst hann hafa gengið of hægt eftir kaldstart lengi vel áður en þetta gerðist.
Það var skipt um spíssa hjá Framtaki um sumarið 2010.
Gæti þetta verið lekur spíss eða eitthvað með olíuverkið?
Er með 1998 disel Pajero sem fer nú seint í gang(eins og hann fái ekki olíu) og og gengur svo truntulega fyrstu 10-20 sek og svo er hann fínn. Þegar hann hitnar fer hann að ganga illa í hægagangi og drepa á sér. Einnig missa kraft. Um daginn þegar hann var búinn að ná hita að þá gaf ég honum inn og þá byrjaði strax truntugangur eftir það. Svo jafnaði hann sig og ég dreif mig heim(200 metrar) og þá dó hann í hægagangi.
Það sem ég er búinn að athuga er sigtið í tankinum, leiðslan frá tanki í hráolíusíuna er nýleg og það er ný hráolíusía.
Einnig var skipt um eitt ónýtt glóðarkerti og membran af olíuverkinu tekin af og sett í heitt vatn til að athuga hvort hún ynni rétt því mér finnst hann hafa gengið of hægt eftir kaldstart lengi vel áður en þetta gerðist.
Það var skipt um spíssa hjá Framtaki um sumarið 2010.
Gæti þetta verið lekur spíss eða eitthvað með olíuverkið?