Hækka þjöppuna

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Hækka þjöppuna

Postfrá Styrmir » 18.des 2013, 13:29

Getur einhver frætt mig um hvaða áhrif það hefur á innspýtingar vél að hækka þjöppuna úr 9 í 10?
Kv:Styrmir




Stjáni Blái
Innlegg: 357
Skráður: 04.feb 2010, 08:36
Fullt nafn: Kristján Stefánsson

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Stjáni Blái » 18.des 2013, 13:49

Þjappþrýstingur eykst sé sami knastás í vélinni, gætir lent í forkveikjuvandamáli. Þarf ekki að vera vandamál hafi verið settur heitari knastás í vélina. Ef það er raunin er líklega búið að breyta tölvuni í samræmi við vélarbreytingarnar. Það að hækka þjöppuna eina og sér hefur ekki mikið uppá sig, nema verksmiðjan hafi sett of heitan knastás í vélina upphaflega. Sem ég reikna ekki með.. hvernig vél er þetta annars sem um ræðir ?


Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Styrmir » 18.des 2013, 13:53

Er að spá í 4.7 v8 vélinni

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá -Hjalti- » 18.des 2013, 13:59

Styrmir wrote:Er að spá í 4.7 v8 vélinni


ansi margir frammleiðendur sem eru með 4.7 v8 vélar í boði
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Styrmir » 18.des 2013, 14:09

Er einhver annar en chrysler sem framleiðir hana?


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá baldur » 18.des 2013, 14:20

Það er bara besta mál að hækka þjöppuna aðeins á vélum sem eru gerðar til að ganga á 86 oktana bensíni í ameríkunni (90RON eða svo) þegar það er ekki selt neitt lakara en 95RON hér (91 oktan eftir ameríska staðlinum). Færð aðeins meira tork yfir allt snúningssviðið. Þarft bara að passa þig að fara ekki of langt í þeim efnum því allur ávinningur glatast ef mótorinn fer að banka.

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá -Hjalti- » 18.des 2013, 14:38

Styrmir wrote:Er einhver annar en chrysler sem framleiðir hana?


Toyota , Nissan , Mitsubishi bjóða allir upp á 4.7 v8
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Styrmir » 18.des 2013, 14:45

Baldur þarf maður að eiga við véla tölvuna líka?


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá baldur » 18.des 2013, 16:03

Auðvitað eru allar breytingar kórónaðar með því að eiga við vélatölvuna svo að stillingar séu sem bestar. Hinsvegar verða ekki svo miklar breytingar á þörfum í kveikjutíma og bensíni bara við það að breyta þjöppunni svona.


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Heddportun » 18.des 2013, 17:24

Það að hækka þjöppuna hækkar cyllender þrýsting bæði peak og average sem eykur aflið allstaðar en m.v % aukningu frá 9:1 í 10:1 er umtalsvert afl

Þú geur minnkað kveikjuflýtingu sem bætir nýtni einnig,oft sem það gleymist..Minna er Meira

Þjappan á alltaf að vera sem mest m.v. Bensin t.d eru núna nýju Bensin Direct Injection vélarnar á 22:1 Þjöppu


Höfundur þráðar
Styrmir
Innlegg: 164
Skráður: 08.mar 2010, 16:48
Fullt nafn: Styrmir Frostason

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Styrmir » 18.des 2013, 19:45

Er einhver staðar betra að lesa um þetta á netinu eða bara google? Eða bara spyrja ykkur. Er að spá hvaða áhrif það hefur að breyta tímanum á kveikjunni og kveikju flýting?

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá jongud » 18.des 2013, 20:05

Styrmir wrote:Er einhver staðar betra að lesa um þetta á netinu eða bara google? Eða bara spyrja ykkur. Er að spá hvaða áhrif það hefur að breyta tímanum á kveikjunni og kveikju flýting?


Ég las einhversstaðar að hækkun frá 9 í 10 þýðir um 4-5% meiri hestöfl.

hérna
http://forums.corvetteforum.com/c4-tech-performance/971608-does-a-higher-compression-ratio-translate-to-more-power.html
En þessi gæti líka verið að tala út um rassinn...

EDIT
en tæplega þessir;
.. is approximately 4% per point increase in CR according to Hot Rod Magazine,


Heddportun
Innlegg: 66
Skráður: 24.nóv 2012, 21:44
Fullt nafn: Ari G Gislason
Staðsetning: USA

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Heddportun » 18.des 2013, 21:00

Það er talað já um 3% sem þumalputta reglu,munar milli véla þó

Frá 10,5 í 11,5:1 er um 4% sem ég hef mælt á LS með 3,903" Bore og 1,5/1,5/3mm STD Tension Olíuhring

Google er besta leiðin að finna e-h fróðlegt

Bensín a Dælu í USA er 87(Nánast ófáanlegt)-89-91-93 Octan og svo E85 sem er hægt að nota í um 14:1 á Street setup

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Freyr » 18.des 2013, 23:37

-Hjalti- wrote:
Styrmir wrote:Er einhver annar en chrysler sem framleiðir hana?


Toyota , Nissan , Mitsubishi bjóða allir upp á 4.7 v8


Líka ford

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá -Hjalti- » 19.des 2013, 00:07

Freyr wrote:
-Hjalti- wrote:
Styrmir wrote:Er einhver annar en chrysler sem framleiðir hana?


Toyota , Nissan , Mitsubishi bjóða allir upp á 4.7 v8


Líka ford


og aston martin og maserati líka :)
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"


Wrangler Ultimate
Innlegg: 90
Skráður: 19.mar 2013, 13:33
Fullt nafn: Gunnar Ingi Arnarson
Bíltegund: Wrangler Ultimate

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Wrangler Ultimate » 19.des 2013, 10:03

Sælir.
ég á nýja stmpla sem gera þetta fyrir 4.7 jeep vélina 9 í 10:1 ... líka til pakkningasett. og síðan high output millihedd frá 2002 bíl sem flæðir mest af þeim öllum. fyrir utan 2008 sem er skárra.
síðan á ég líka útborað throttle body.

kv Gunnar
CJ Ultimate
1990
6.0 V8
46"
http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=35623


Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: Hækka þjöppuna

Postfrá Navigatoramadeus » 19.des 2013, 10:58

til að hafa fræðilega bullið með þá eykst varmanýtni vélarinnar um ca 3,1%, úr 0,5365 (9:1) í 0,5533 (10:1).

1-1/E í veldinu kappa-1

þar sem E er þjapphlutfallið,
kappa er þensluhlutfallið (Possion)
kappa er 1,4 fyrir andrúmsloft en ég notaði 1,35 fyrir brennsluloft/afgas.

en svona til áréttingar varðandi það sem sagt var að þjapphlutfall í ottóvél (bensín) væri komin í 22:1 þá er að skilyrðið að þar sé "alvöru" bein innspýting, svipað og í common-rail díselvélum, þetta væri ómögulegt annars vegna sjálfsíkveikju sem með venjulegu (95okt) bensíni byrjar uppúr ca 11:1, en fleiri þættir spila inní.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 36 gestir