Síða 1 af 1
FJ40-BJ45-BJ60-BJ75 Svinghjól
Posted: 17.des 2013, 23:59
frá arnivald
Sælir spjallverjar, ég hef gefist uppá að leita að svinghjóli fyrir 3B Toyota 3,4L vélina mína. Ég velti því fyrir mér hvort einhverjir hér á spjallinu vita hvaða svinghjól gæti næstumþví passað. Þe. hjól sem góður rennismiður gæti breytt fyrir mig.
Hjólið hefur 6 göt f. sveifarás + 1 sem stýringu. Veit einhver hvort td. svinghjól af FJ40 bensínvélinni hugsanlega passar?
Toyota verksm. er hætt að bjóða þetta, svo maður er hálf lens.
Einhverjir sem hafa tillögu? Takk.
Re: FJ40-BJ45-BJ60-BJ75 Svinghjól
Posted: 18.des 2013, 00:24
frá gaz69m
úr hverju er þessi vél gæti hjálpað ef maður myndi eftir dóti
Re: FJ40-BJ45-BJ60-BJ75 Svinghjól
Posted: 18.des 2013, 08:59
frá arnivald
Þessi vél er úr Landcruiser BJ75. Þetta er sama vél og er í LC60 4cyl. Hún var einnig í gamla LC 40 diesel þe. BJ40-45.
Þá er þessa vél einnig að finna í Toyota Coaster (þe. litla rútan, 16 eða 18 manna.).
Re: FJ40-BJ45-BJ60-BJ75 Svinghjól
Posted: 18.des 2013, 10:48
frá jongud
Fletti aðeins upp hjá summit racing;
http://www.summitracing.com/int/parts/atp-102086/applications/make/toyota?prefilter=1Samkvæmt þessu þá er vélin "internally balanced" þannig að það þurfa ekki að vera neinar þyngingar á svinghjólinu.
Þannig að það ætti að vera óhætt að mixa "neutral balance" svinghjól á vélina.
Re: FJ40-BJ45-BJ60-BJ75 Svinghjól
Posted: 18.des 2013, 15:40
frá Gudnyjon
www.sor.com spurning með þá
Re: FJ40-BJ45-BJ60-BJ75 Svinghjól
Posted: 19.des 2013, 09:02
frá jongud
Gudnyjon wrote:http://www.sor.com spurning með þá
Því miður;
Flywheel -
Fits 8/80-8/88 3B DIESEL
(Discontinued - Not available at this time)
Re: FJ40-BJ45-BJ60-BJ75 Svinghjól
Posted: 24.des 2013, 02:45
frá granni500
Sæll
Ég er að fara rífa B vél úr bílnum hjá mér, veit ekki hvort að svinghjólið passar á 3B (þetta er 77-78 árg af vél) en þú getur fengið hjólið og meira til því vélinni verður bara hent. Ég er út á sjó núna en verð kominn til landsins 28. des, bjallaðu í mig ef þú vilt eh skoða þetta
kv. Indriði 6151460
Re: FJ40-BJ45-BJ60-BJ75 Svinghjól
Posted: 26.des 2013, 14:14
frá arnivald
Þakka fyrir innleggin allir.
Verð í sambandi við þig Indriði.
Kv Árni Vald.