Síða 1 af 1

Hleðslulljós logar dauft í hægagangi

Posted: 17.des 2013, 01:01
frá jonr
Sælir, algjör grænjaxl hérna.

Keypti mér V6 1990 Pajero, og er í sjálfu sér mjög ánægður. Er bara með forvitnisspurningu: Þegar bíllinn er í hægagangi, birtist stundum smá týra á hleðsluljósinu, þ.e. það logar ekki, heldur lýsir ördauft. Þetta hverfur ef ég gef honum aðeins inn.

Er þetta eitthvað sem ég ætti að laga strax? Og hvað þá gæti þetta verið? Reim? Kol? Útleiðsla einhvers staðar?

Re: Hleðslulljós logar dauft í hægagangi

Posted: 17.des 2013, 01:18
frá Kiddi
Á hvaða snúning gengur hann hægaganginn?

Re: Hleðslulljós logar dauft í hægagangi

Posted: 17.des 2013, 09:19
frá Tómas Þröstur
Líklega díóður að byrja að svíkja - díóðubretti.

Re: Hleðslulljós logar dauft í hægagangi

Posted: 19.des 2013, 00:47
frá hjalz
Prófa að strekja á reiminni