Síða 1 af 1

L200 2005 vesen

Posted: 16.des 2013, 16:53
frá juddi
Sælir er með einn 2005 L200 sem er erfiður í skiptingum í frostinu spurning hvaða olía ætli henti best á gírkassan til að losna við stýfleikan ?

Svo kemur hann alltaf með coda á EGR P0403 hafa menn eithvað verið að aftengja egr á þessum bílum eða er málið að reyna fá þetta til að virka eins og þetta á að gera orginal ?

Re: L200 2005 vesen

Posted: 16.des 2013, 18:05
frá jongud
Það er segulloki sem stýrir vakúminu inn á taðventilinn (EGR ventilinn).
Tölvan sér að það er eitthvað skrýtið við spennuna eða viðnámið frá þessum segulloka.
Orsökin gæti verið raki í tengingum, eða skemmd í leiðslu þannig að að leiði út.
Einnig gæti segullokin verið fastur.
Gengur bíllin eitthvað truntulega?

Re: L200 2005 vesen

Posted: 16.des 2013, 22:17
frá Stebbi
Ég færi varlega í að vera með olíutilraunir á gírkassann. Nota það sem Mitsu frændi segir til um að sé í lagi.