Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 13.des 2013, 23:47

Jæja smá pælingar, er með 2001 3 lítra patrol sem er alveg hræðilega máttlaus(ekki þetta meðfædda máttleysi), málið er það að ég tölvulas bílinn og að sjálfsögðu var það MAF sensorinn, er núna búinn að prófa 4 mismunandi sensora(reyndar úr AB og hitt úr Almeru 2000 árg og yngra, mér er sagt að það eigi að vera það sama). En það er einsog túrbínan sé bara ekki að kikka inn, er alveg svakalega þvingaður eftir 17-1800 snúninga. Búinn að testa membruna sem opnar og lokar vastegate ventlinum og það virðist allt virka, fann svo allt í einu takka sem kveikir á tölvukubbnum í honum og hann skánaði en er samt þvingaður(var að kaupa bílinn). Finnst einsog að það vanti meiri olíu, er búinn að skipta um hráolíusíuna en ekkert breyttist. Hefur einhver hérna einhverjar hugmyndir um það hvað þetta gæti verið? Öll ráð vel þeginn.




halldorrj
Innlegg: 61
Skráður: 01.maí 2011, 21:58
Fullt nafn: Halldór Rúnar Júlíusson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá halldorrj » 14.des 2013, 00:03

léstu tölvutengja bílinn eftir að þú skiptir um maf sensorinn? mér var sagt að það þyrfti að tengja þá aftur og í rauninni segja honum að það sé kominn nýr sensor


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 14.des 2013, 00:12

Er með autoboss tölvu í vinnunni og las hann bara þar, hef reyndar aldrei heyrt þetta með að stilla hann inn, En það er alveg pæling, spurning um að taka geymasamböndin af og sjá hvort hann núllstilli sig við það.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá íbbi » 14.des 2013, 00:19

fyrirgefðu offtopicið, en er þetta græni 44" breytti bíllinn á 38" sem var auglístur hérna?
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 14.des 2013, 00:25

Já það passar, offtopic má alveg.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá íbbi » 14.des 2013, 00:33

grunaði það, var búinn að skoða þessa auglísingu alveg stafana á milli ansi reglulega :) virkilega eigulegur bíll
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 14.des 2013, 01:16

Já hann er nokkuð góður bara, svo til ryðlaus og vel búinn. Þetta er svona það helsta sem að hrjáir hann í dag.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá Hagalín » 14.des 2013, 01:51

Prufaðu að aftengja kubbinn alveg í burtu og taka rafg úr sambandi í smá stund.
Settu svo í gang og prufaðu það gæti verið að kubburinn sé að stríða þér.

Er þetta kubbur með stilliróm?
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 14.des 2013, 08:04

Þetta er hopa tölvukubbur sem er kveikt og slökkt á með rofa inni í bíl, var nú bara að fatta það í gær hvað þessi takki gerði, hélt að kubburinn væri óvirkur. Efast um að það sé hann vegna þess að það er búið að vera slökkt á honum allann tímann, en þetta er pæling og ég ætla að prófa þetta.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá firebird400 » 14.des 2013, 10:05

Nú hefur maður séð suma af þessum Patrol bílum reykja eins og kolatogarar þegar þeir taka hressilega af stað.
Það rétt svo eimar úr pústinu hjá þér þegar það er kveikt á kubbnum en ekkert þegar það er slökkt á honum.
Hvað er það sem menn hafa gert við sína patta sem gefur þeim svona mikla olíu?

Það er búið að skrúfa upp í rovernum hjá mér og hann er alveg bókað að fá hlutfallslega meiri olíu en pattinn þinn, enda skynjar maður það alveg þegar túrbínan fer að blása, sem maður gerir ekki í patrolnum.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 14.des 2013, 10:53

Var að lesa mér aðeins til um þetta, eða svona reyna allavega. Þar las ég að patti með blindaðan egr ventil getur verið að over boosta og fer þá í safe mode, það er spurning um að reyna að fikta eitthvað í því.

User avatar

firebird400
Innlegg: 171
Skráður: 10.aug 2012, 18:47
Fullt nafn: Agnar Áskelsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá firebird400 » 14.des 2013, 11:46

Ertu búinn að komast að því hvernig þú nærð honum úr "limp" mode

Ein Viagra í tankinn kannski
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 14.des 2013, 12:50

Maður strýkur honum víst blíðlega og kitlar aðeins kúlurnar, það virkað á mig hingað til allavega.


sfinnur
Innlegg: 299
Skráður: 23.apr 2010, 19:40
Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
Bíltegund: 4runner Dísel
Staðsetning: Vogum

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá sfinnur » 14.des 2013, 15:57

Getur prófað að þrýstiprófa intercoolerinn, þeir eru lélegir í þessum bílum. Ég lenti í þessu sjálfur með patrol sem ég átti og þegar ég þrýstiprófaði intercoolerinn þá lak hann allan hringinn á samskeytunum.


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 14.des 2013, 19:10

Já maður ætti náttúrulega að athuga allt og ekki útiloka neitt, en það er nýr intercooler, vatnskassi, túrbína, hedd, stimplar og já bara allur pakkinn. Grunar ennþá MAF sensorinn, þarf bara að nálgast nýjan til að útiloka það alveg.

User avatar

Eiður
Innlegg: 177
Skráður: 06.mar 2011, 16:07
Fullt nafn: Eiður Smári Valsson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá Eiður » 14.des 2013, 20:35

http://www.chiptuning.com.au/nissan-zd3 ... rotection/

Hér er meðal annars ástæðan fyrir þessu limp mode-i og hvernig það virkar


nicko
Innlegg: 51
Skráður: 15.feb 2011, 23:19
Fullt nafn: Kristinn M Símonarson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá nicko » 19.des 2013, 00:07

Hvernig er eyðslan? Spurning með spíssa eða vacumslöngur.


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 19.des 2013, 17:40

eyðslan er náttúrulega útúr kú. Lét lesa hann í nissan tölvu með live data og þar kemur fram að loftflæðiskynjarinn er að gefa 4.60 volt þegar að hann á að vera 1 volt í lausagangi. Einhver sem kannast við þetta eða fékk ég kannski bara gallaðan loftflæðiskynjara í umboðinu, hef alveg heyrt um það.


nicko
Innlegg: 51
Skráður: 15.feb 2011, 23:19
Fullt nafn: Kristinn M Símonarson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá nicko » 19.des 2013, 18:23


User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá snöfli » 21.des 2013, 12:49

Takk fyrir góðan þráð.

Er með 44", '2000, 3D Patta. Hver gjöfinn dettur af og til dauð niður. Ekki síst í brekkum.

Hann var með blindaðan EGR ventil (gert með hlið úr bjórdós sem var löngu farinn á flakk inní vél).

Prófa þá að blinda EGR ventilin aftur, en nú með stálplötu, og þrífa og mæla MAF sensorinn.

l.

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá Finnur » 21.des 2013, 15:35

Sæll

Hvað fer afgashitinn hátt hjá þér við þessar aðstæður.

Þessar vélar eru með "Variable-geometry turbochargers (VGTs)" og því er enginn wastegate loki, mebran sem þú talar um á að snúa hring í túrbinunni sem breytir horni á inntaks stýriblöðum, sjá myndina.Image

Það getur komið fyrir að þessi stýriblöð festast í sóti og drullu og hætta þar með að snúast. Þetta veldur því að túrbínanan virkar mörgum númerum of lítil ef hún er föst í lágsnúnings- stöðu. Þetta getur virkað eins og tappi í pústinum á hærri snúning. en þú ættir að geta séð þetta á Boost og afgashitamæli.

Varðandi MAF skynjara þá eru þeir stilltir og mældir fyrir hverja vél og því gjörbreytist krafur vélar ef hann er bilaður eða af rangri gerð. Tölvan stýrir olíuflæði út frá merki frá MAF skynjara.

kv
KFS
Síðast breytt af Finnur þann 21.des 2013, 23:16, breytt 1 sinni samtals.


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá baldur » 21.des 2013, 19:30

Er þetta ekki bara hefðbundna 3.0 vandamálið, brunninn stimpill?


Höfundur þráðar
fillinnpedo
Innlegg: 123
Skráður: 26.jan 2012, 13:51
Fullt nafn: Jón Borgarsson

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá fillinnpedo » 22.des 2013, 20:51

nýr kjallari, nýjir stimplar, ný bína, nýr vatnskassi og nýr intercooler. Fiktaði í rafmagns loominu og sneri boltanum í membrunni og hann hefur verið að rótvinna síðan, annaðhvort vesen á loominu eða þetta sem að finnur var að tala um.

User avatar

Grease Monkey
Innlegg: 61
Skráður: 02.feb 2010, 00:17
Fullt nafn: Baldvin Orri Þorkelsson
Staðsetning: Reykjanesbær

Re: Patrol Y61 3.0 kraftleysi

Postfrá Grease Monkey » 23.des 2013, 01:53

Ég held að Sævar Péturs hafi orðað það best þegar hann sagði "það á ekki að setja bátavél í bíl " gangi þér annars vel að koma pattanum í stand hehe
Jesus loves you, but everyone else thinks you're an asshole.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 48 gestir