Kúplingsskipti í patrol

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Böbbi88
Innlegg: 44
Skráður: 06.des 2012, 19:25
Fullt nafn: BJörn Már Björnsson

Kúplingsskipti í patrol

Postfrá Böbbi88 » 13.des 2013, 08:25

Var að skipta um kúplingu i patrol, og þegar það var buið að tappa loftinu af kerfinu og allt klárt kom eitthvað hljóð sem eg kannaðist ekki við þegar eg sleppti kúplingunni. En þegar eg steig hana i botn aftur hætti það samstundis og kom aftur þegar eg sleppti henni. Svona gekk þetta trekk i trekk..(fanst hljoðið likjast núningshljóði) en heyrði það ekki þegar eg tok af stað. (Spurning hvort velarhljoðið yfirgnæfði það)
Kannast einhver við vandamálið.
2.8 argerð 94 af patrol
Kv Björn



User avatar

GFOTH
Innlegg: 1025
Skráður: 18.apr 2010, 20:42
Fullt nafn: G.Fannar Ó.Thorarensen
Bíltegund: NISSAN PATROL

Re: Kúplingsskipti í patrol

Postfrá GFOTH » 13.des 2013, 11:35

Sæll er þetta ekki bara hjóð i kúpplingsleguni
Kannast við þetta hjóð
Nissan Patrol 2000 44" Y61
Nissan Patrol 1991 33" Y60 SELDUR
Nissan Terrano 1999


Höfundur þráðar
Böbbi88
Innlegg: 44
Skráður: 06.des 2012, 19:25
Fullt nafn: BJörn Már Björnsson

Re: Kúplingsskipti í patrol

Postfrá Böbbi88 » 15.des 2013, 22:32

Ju það var niðurstaðan.
En annað, ætlaði að starta bilnum en þa startaði hann ekki. Kom bara klikk ur huddinu og startarinn snerist ekki. Ekki var billinn straumlaus ne neitt þannig svo það a ekki að vera vandamalið. Fann svo eitthvað relay eða rafmagnsstykki sem smellurinn kom ur. Þekkiru það??

User avatar

Grásleppa
Innlegg: 164
Skráður: 08.des 2011, 21:05
Fullt nafn: Jóhann Elís Runólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Kúplingsskipti í patrol

Postfrá Grásleppa » 16.des 2013, 06:00

Búinn að athuga hvort þú hafir nokkuð rifið eitthvað plögg óvart úr sambandi við startarann við þetta kúplingsbras? Ekki óalgengt.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Kúplingsskipti í patrol

Postfrá Stebbi » 16.des 2013, 08:10

Yfirleitt heyrist ekki í kúplingslegunni fyrr en það er stigið á kúplinguna, ef að það syngur í einhverju þegar hún er tengd þá gætu það verið burðarlegur í kassanum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Kúplingsskipti í patrol

Postfrá biturk » 16.des 2013, 09:04

mæla start relayið og gá hvort það hleipi nægu eða einhverju í gegnum sig

bankaí startarann ef hann er með dónaskap, gæti staðið á sér
jarðtenging farin í sundur?
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur