Síða 1 af 1

Aflaukning í Musso 97 árg, 36"

Posted: 12.des 2013, 14:55
frá Einsi85
Langar að heyra í mönnum sem hafa verið að fikta við þetta! og fá ráðleggingar!
Er með 36" 97 árg sjálfskiptan musso 2,9 Tdi og vantar meira afl;-)

Mbk Einar J

Re: Aflaukning í Musso 97 árg, 36"

Posted: 12.des 2013, 16:57
frá gambri4x4
Ekki flókið losaðu þig bara við Musso og fáðu einhvern bíl með vél :)

Re: Aflaukning í Musso 97 árg, 36"

Posted: 12.des 2013, 17:24
frá creative
Lestu þetta framm og til baka áður en þú gerir eitthvað og í guðana bænum fáðu þér afgasmæli annars áttu hættu á að skemma túrbínu eða ventla vegna of mikins hita

http://mercedesforum.com/forum/diesel-p ... nce-46097/

Re: Aflaukning í Musso 97 árg, 36"

Posted: 12.des 2013, 19:22
frá baldur
Byrjaðu á því að fá þér boost mæli. Ef þú blæst meira en 10-11psi með standard olíuverk þá vinnur bíllinn bara sama og ekkert. Það er algengt að wastegate ventillinn ryðgi fastur og þá fer blásturinn í 15-25psi, fullt af turbo hljóði en engin vinnsla því öll orkan fer í að knýja túrbínuna. Og að sama skapi ef þú ert enn með plastboxið þarna á soggreininni vertu þá viss um að það sé ekki að leka, loftlekar kosta afl líka.

Þú getur snúið eitthvað skrúfunum aftaná olíuverkinu en afþví að þetta er Bosch M olíuverk þá veldur það því að bíllinn verður allt frá því að vera tregur í að skila sér í hægagang upp í það að ganga alls engan hægagang (Snilldin ein, allar 6 skrúfurnar aftaná verkinu hafa áhrif á hægaganginn!). Ég er aðeins búinn að fikta í þessu og það er hálfgert bras að fá þetta til að vera skikkanlegt þegar búið er að hreyfa við skrúfunum. Mér finnst finnst bíllinn vinna betur á eftir en munurinn er ekki gífurlegur (Það er ekki til neitt sem heitir nóg).

En ef þig langar í mikla aflaukningu þá þarf að stækka dælurnar í verkinu, original dælurnar eru 5,5mm en það er hægt að fá 6mm og allt upp í 8mm dælur í þessi verk (aftermarket dót). Ég hef fundið einn aðila sem gerir svoleiðis við þessi verk og veit hvað hann er að gera, og það kostar 9000kr sænskar. http://dieselmeken.se/

Menn hafa náð 500 hestöflum og uppúr útúr gömlu Benz mótorunum og snúið þeim í 7000RPM, það er samt óvíst hvort að SSangYong framleiðslan sé jafn sterk. Ef SSangYong hækjan gefst upp þá má nú alltaf hífa vél uppúr gömlum og ryðguðum benz sem passar í staðinn.
https://www.youtube.com/watch?v=NbShuHhQq6k

Re: Aflaukning í Musso 97 árg, 36"

Posted: 13.des 2013, 15:16
frá Einsi85
Miðað við það sem þú ert að lísa Baldur þá þarf ég greinilega að skoða hvort um loftleka sé að ræða þar sem hann gengur hægaganginn alls ekki vel þega hann er kaldur! en hvernig er það hafa menn ekki verið að setja skinnur undir wastegate ventilinn til að fá meiri blástur? ég veit að ég þarf að fá mér boost mælir en hef bara ekki kynnt mér þetta mjög mikið! er nýlega búinn að kaupa þennan bíl og langar að leika mér eitthvað með hann;-)

Re: Aflaukning í Musso 97 árg, 36"

Posted: 13.des 2013, 16:53
frá baldur
Þú vilt alls ekki auka blásturinn sem fyrsta skref, meiri blástur gefur þér bara minna afl nema þú hafir næga olíu til þess að brenna þessu auka lofti. Án þess að fá olíuverk með stærri pumpur þá er ólíklegt að meiri blástur en 10psi skili neinni aflaukningu.
Boost leki hefur ekki áhrif á hægaganginn. Slæmur hægagangur þegar vélin er köld á díselvél skýrist oftast af því að eitt eða fleiri glóðarkerti séu komin framyfir síðasta söludag. Annars er það olíuverkið sem stjórnar hægaganginum.

Ég á annars svona 97 bíl með 2.9 á 35" og þér er svosem velkomið að fá að skoða hann og sitja í ef þú ert í Reykjavík, svona ef það er óljóst hvernig þetta virkar þegar þetta er í lagi.
Þegar ég eignaðist bílinn var hann plagaður af bæði loftlekum, föstu wastegate og stíflaðri loftsíu. Ég fór upp Bólstaðahlíðarbrekkuna á 60 eins og bíllinn var fyrst, bara komst ekki hraðar. Eins og bíllinn er í dag þá klárar hann gírhlutfallið á leiðinni upp, er kominn í 130 efst í brekkunni og hefur ekki gírun til að komast hraðar. Þetta er alveg án þess að bíllinn sé neitt tjúnaður, bara með þessa basic hluti í lagi. Hann er ennþá ekki kraftmikill en alveg þolanlegur fyrir 2 tonna bíl (kemst amk upp brekkur hraðar en 60), amk sprækari en óbreyttur Musso sem bróðir minn á (og er þjáður af öllum sama lista af vandamálum) og sprækari en óbreyttur 90 cruiser.

Re: Aflaukning í Musso 97 árg, 36"

Posted: 13.des 2013, 17:24
frá villi58
Ef bíllinn er með truntugang eftir gangsetningu þá er hugsanlegt að Prolong lagi það, bíllinn hjá mér var með leiðinda truntugang kaldur eftir gangsetningu fyrstu 10 sek. ég get reyndar ekki séð að það sé vandamálið hjá þér af lestri hér að ofan. En ef vél er mikið ekin og byrjuð að slitna þannig að hann þjappar ekki eins og nýr mótor þá hef ég séð undraverðan árangur með Prolong. Kostar lítið meira en en venjuleg smurolía og þarft ekki meira en 1 ltr. með nýrri olíu og þá mæli ég með að skipt verði um smurolíusíu. Gangi þér vel!