Síða 1 af 1

Bensínleki

Posted: 09.des 2013, 00:37
frá bjarni95
Ég fór að taka eftir því núna að bíllinn eyðir óeðlilega miklu bensíni seinustu tanka og ég finn mikla bensínstybbu við vinstra afturhjól, þetta byrjaði þegar ég tók beislið undan til að breyta því en ég get ekki séð að það hafi nein áhrif á þetta, ég er hræddur um að það sé gat á tankinum. Eyðsluaukning um 20% er frekar mikið þó að það hafi verið mikill snjór undanfarið. Eitthvað sem ykkur dettur í hug annað en að það sé gat á tankinum? ef þetta væri aukin eyðsla vegna þyngra færis ætti ekki að fylgja þessi rosalega lykt.

-Bjarni

Re: Bensínleki

Posted: 09.des 2013, 09:17
frá Sævar Örn
Ekkert sem er vinstra megin, áfyllingarrörið, lagnirnar frá tank og fram, öndunin og allt það er hægra megin að aftan.

Kannski lekur rör ofan á tankinum og vindátt stóð þannig að þú fannst óþefinn þeim megin ;)