vatn hverfur af vatnskassa!!

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
ingi árna
Innlegg: 101
Skráður: 19.jan 2011, 12:35
Fullt nafn: Ingólfur Árnason
Bíltegund: HJ-61 "88

vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá ingi árna » 08.des 2013, 22:03

Ég er í smá vandræðum mað krúserinn minn, LC 60 með 4L turbo vélinni.
Um daginn byrjaði bílinn að hita sig og hefur hann aldrei gert það áður.
Ég athugaði vatnið á kassanum og þar var lítið sem ekkert vatn, ég bætti slatta á hann og hélt áfram og allt virtist vera í góðu.
En núna tvem vikum seinna byrjaði hann aftur að hita sig, ég kíkti aftur á vatnið og það virtist allt vera næstum horfið.
Í bílnum er nýr vatnskassi, ekkert vatn er í smurolíunni, blæs ekki út í vatnsgang og enginn sjánlegur leki, bílinn er búinn að vera mikið inní í bílskúr og aldrei er svo mikið sem dropi á gólfinu.
þá spyr ég hvert getur vatnið verið að fara?
Er hann að brenna því?
getur túrbínan verið að leka því út í pústið? (held að hún sé vatnskæld. CT-26)
eða hvað?




Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá Aparass » 08.des 2013, 22:11

Athugaðu hvort teppið á gólfinu farþegamegin sé ekki blautt.
Gæti verið byrjað að leka miðstöðvarelementið.
Það fylgir því reyndar oftast mikil móða á rúðunum í bilnum.


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá birgiring » 08.des 2013, 22:11

Hitnar miðstöðin eðlilega?


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá birgiring » 08.des 2013, 22:14

Skoða líka rörin í afturmiðstöðina með bílinn í gangi og heitan. Kanna hvort útfellingar sjáist á vatnsdælunni.

User avatar

Höfundur þráðar
ingi árna
Innlegg: 101
Skráður: 19.jan 2011, 12:35
Fullt nafn: Ingólfur Árnason
Bíltegund: HJ-61 "88

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá ingi árna » 08.des 2013, 22:16

birgiring wrote:Hitnar miðstöðin eðlilega?

Já miðstöðin virðist hitna eðlilega.

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá smaris » 08.des 2013, 22:26

Prófaðu að gefa honum inn inni á gólfi. Hef lent í svona lekavandamáli á Corollu. Var alltaf að tapa vatni í akstri, en ekkert lak ef hann stóð eða gékk hægagang. Hann blés ekkert út í vatsgang en ég tók fyrir rest eftir því þegar ég var að skoða þetta inni á gólfi að þegar ég gaf honum lak hann. Reyndist vera sprunga í einni pípu í vatnskassanum sem lak ekki nema þegar þrýstingurinn jókst við inngjöf.

Kv. Smári.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá Sævar Örn » 08.des 2013, 22:51

Svo eru flest betri verkstæði með svona þrýstimæli á kælikerfi, þá dúndrarðu 12psi inn á kerfið og ef mælirinn sígur þá er eitthvað að leka, þá er bara að dæla meira og meira halda 12psi þar til þú sérð hvar lekur, nú ef ekert lekur skaltu snúa vélinni með skralli nokkra hringi því vatnið gæti verið að leka inn á vél og þú vilt ekki starta með fullan strokk af vatni ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá birgiring » 08.des 2013, 22:52

Þá er gott að breiða þurrt pappaspjald undir bílinn til að sjá betur hvar drýpur niður.

User avatar

bjarni95
Innlegg: 122
Skráður: 13.apr 2013, 13:35
Fullt nafn: Bjarni Freyr Þórðarson
Bíltegund: Suzuki Sidekick Spor

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá bjarni95 » 09.des 2013, 00:30

Ég er að lenda í eins vandamáli með súkkuna mína, vatn hverfur og ég veit bara ekki hvert. Enginn ummerki um heddpakkningavesen en það er óvenjulega mikil móða í bílnum, ég get samt ekki séð að miðstöðin leki, allavega ekki inní bíl. á samt eftir að prófa þetta inni, gæti vel verið að það sé sprungin slanga.
Nissan Patrol 1998 35"
Jeep Wrangler 1991 35"
Suzuki Sidekick Sport 1.8L 1997 33" - SELDUR
Willys CJ-2A Volvo B18 - SELDUR


birgiring
Innlegg: 179
Skráður: 03.feb 2010, 14:31
Fullt nafn: Birgir Þór Ingólfsson

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá birgiring » 09.des 2013, 08:59

Það gæti verið smit á vatnskassanum sem gufaði upp nærri jafnóðum. Ef að lekur inn í bílinn á frostlagarkeimurinn í loftinu ekki að leyna sér.

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá jongud » 09.des 2013, 08:59

Það var svipað að hrjá bíl hjá mér einusinni. Það var örlítið nálargat efst á vatnskassa sem gufaði út um þegar bíllinn var orðinn vel heitur. Ég sá þetta ekki fyrr en ég leit undir húddið af rælni þegar ég var að skafa af honum í miklu frosti einn morguninn. Þá rétt sá ég gufuna.
En það er um að gera að þrýstiprófa kerfið. Og hafa úðabrúsa með sápuvatni við hendina til að finna lekann.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: vatn hverfur af vatnskassa!!

Postfrá biturk » 09.des 2013, 10:24

Getur líka smitað úr lélegri hosu eða hosuklemmu, hef lent í bæði, hvorugt bar ummerki um leka
head over to IKEA and assemble a sense of humor


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 59 gestir