Síða 1 af 1
Rafgeymir á Cruiser
Posted: 04.des 2013, 02:02
frá Jeppelus
Góðan Dag, fyrirfram afsökun ef þetta fer í vitlausan dálk.
ég er með land cruiser 90 VX sem rýkur í gang þegar það er gott sumarveður, en erfiðar og á það til að verða bara rafmagnslaus þegar kalt er, t.d í dag. mér vantar að vita þar sem þetta er minn fyrsti CRUISER og þegar kemur að þessu 2 batterý's systemi. séu þetta rafgeymar sem eru bara lélegir hvað þarf ég marga AH rafgeymi og þarf ég að skipta um þá báða? og hvert er þá best að fara til að kaupa "góða" geyma en viðráðanlega í verði
Fyrir fram þökk
Re: Rafgeymir á Cruiser
Posted: 04.des 2013, 07:26
frá sukkaturbo
Sæll farður í rafgeymaþjónustuna og láttu mæla geymana hjá þér eru líklega orðnir gamlir og búnir á því. Mjög góð þjónusta þar kveðja guðni
Re: Rafgeymir á Cruiser
Posted: 04.des 2013, 09:16
frá villi58
Svo eru mörg verkstæði með álagsmæli, kanski öll ?
Re: Rafgeymir á Cruiser
Posted: 04.des 2013, 09:43
frá Navigatoramadeus
ef þú ert að meina svona ca 1000W álagsmæli þá er smáatriði við þá,
að reyna 1000W á t.d. svona hliðtengda ca 2x100Ah geyma ætti að vera ekkert mál en sama álag á fólksbílageymi ca 70Ah væri mikið meira álag á geyminn hlutfallslega og því meira spennufall svo það þarf að hafa þetta í huga við prófanir á geymum.
keypti 100Ah geymi hjá Skorra í ágúst, flott þjónusta og ég fékk hann til að prófa allar mögulegar græjur á geyminum, bæði búinn að spennumæla (ca 12,6V álagslaus) og álagsmæla gamla geyminn, kom ok út, svo var "alvöru" mælir sem mældi rýmdina (Ah) og skv. honum var aðeins um 60% eftir eða ca 60Ah sem er ansi tæpt fyrir 2,9 díselvél svo í fór nýr geymir.
fann alveg mun hvað ræsingin varð léttari.
Re: Rafgeymir á Cruiser
Posted: 04.des 2013, 10:06
frá villi58
Mundi aldrei detta í hug að mæla með þá samtengda, það verður að mæla geymana ótengda annars færð þú ekkert að viti um ástand.
Re: Rafgeymir á Cruiser
Posted: 04.des 2013, 10:21
frá Navigatoramadeus
gott mál en það sem ég var að enda við að segja,
ég setti svona álagsmæli á geyminn, kom fínt út.
hann var samt straumlaus af og til, gat heldur ekki startað lengi (prófaði að ræsa án forhitunar).
hjá Skorra var geymirinn mældur með "alvöru mæli" og þar kom sannleikurinn úr skápnum, 60% rýmd.
nýr geymir í, allt annað líf.
þannig að þessir álagsmælar eru svona "cirka about" og þarf að hafa í huga stærð geymis þegar þeir eru notaðir.
Re: Rafgeymir á Cruiser
Posted: 04.des 2013, 10:29
frá villi58
Rétt