Síða 1 af 1

Smá hjálp!

Posted: 03.des 2013, 13:38
frá Gisli1992
Ég er í smá vandræðum ég er með 1991árg af Ford Explorer Eddie Bauer týpu sem mér langar að hækka fyrir 33" bílinn er á 31" og ég er með efasemdir um að 45mm hækkun dugi til að koma þeim dekkjum undir haldið þið að +eg þurfi að lifta honum meira eða á þetta að duga?
Öll svör koma sér vel.
Bara ekkert skítkast!

Re: Smá hjálp!

Posted: 03.des 2013, 14:52
frá biturk
Skera bara úr það sem þarf :)

Re: Smá hjálp!

Posted: 03.des 2013, 15:22
frá Gisli1992
Mér langar nefnilega að reyna að komast hjá því að skera úr

Re: Smá hjálp!

Posted: 03.des 2013, 16:13
frá firebird400
33-31=2"
2"=50 mm
Ef þú hefur 2,5mm upp á að hlaupa á þeim dekkjum sem þú ert á núna þá eiga 33" dekkin að sleppa á hæðina með 45mm klossum.

Re: Smá hjálp!

Posted: 03.des 2013, 16:34
frá Navigatoramadeus
hmm... bíllinn hækkar aðeins um helminginn af dekkjahæðinni, 1" = 25,4mm

ég myndi amk prófa þetta undir áður en byrjað er að skera úr :)

Re: Smá hjálp!

Posted: 03.des 2013, 21:08
frá firebird400
Já auðvitað, stundum er maður of fljótur á sér.

Ætli það sé ekki bara best að byrja á að skrúfa dekkin undir og meta það út frá því. Óvíst að það þurfi nokkuð að gera annað.

Re: Smá hjálp!

Posted: 03.des 2013, 21:17
frá íbbi
ég er með óbreyttan bíl sem kemur á 31" ish orginal, en er með 33"x11.5 án nokkura vandræða

Re: Smá hjálp!

Posted: 03.des 2013, 21:20
frá Aparass
Ekki alveg svona einfalt.
31" dekkin eru á 8" felgum þegar 33" dekkin fara á 10" breiðar felgur eða í slæmum tilfellum 9" felgur með asnalegu ofsetti því þær eru furðulega innvíðar og erfitt að fá þær í 5x114,3 deilingunni en við báðar gerðir af felgum færðu víðari beygjuradíus á dekkin svo þú þarf að klippa aðeins úr brettum að framan og setja smá kanta á hann.

Re: Smá hjálp!

Posted: 04.des 2013, 01:06
frá Gisli1992
Ég er að setja hann á 33x12,5r15 er kominn með 10" beiðar felgur ég ætla þá að byrja að prufa að máta dekkin undir og skoða svo hversu mikla hækkun en ég þarf en ég er alveg öruggur með að ég þurfa allavega 25,4mm hækkun