Síða 1 af 1

ford explorer skiptingarvesen

Posted: 03.des 2013, 05:20
frá andri4
er með 2001 ford explorer og hann tók alltíeinu upp á því að skipta sér ekki uppí efsta gír og þegar ég set hann í bakkgír úr parkinu þá þarf ég að setja hann uppí 2-3þúsund snúninga svo hann höggvist í bakkgírinn? þegar hann er í bakkgír þá snuðar hann ekkert nema hann fer bara ekki í hann nema ég gefi honum inn þá alltíeinu tekur hann við sér..

hann snuðar ekki í neinum gír nema hann bara fer ekki í 3 gír fer auðveldlega í 1-2 en 3 gír ekki að ræða það,

öll ráð vel þegin!

veit að skiptingarnar í þessum bílum eru meingallaðar og hvað er helst að klikka í þeim?

Re: ford explorer skiptingarvesen

Posted: 03.des 2013, 07:33
frá biturk
Er nægur vökvi?
Annars giska ég á brunnar kúplingar fyrir final drive

Re: ford explorer skiptingarvesen

Posted: 03.des 2013, 17:44
frá bennzor
Stór hluti í þessum skiptingum er rafmagnsstýrður en sá hluti hef oftast verið til friðs, fynnst mikið líklegra, miðað við lýsingar allavega, að skiptingin hefur eitthvað náð að brenna.
Hvernig er vökvinn á henni?

Re: ford explorer skiptingarvesen

Posted: 04.des 2013, 09:15
frá Rodeo
Aðeins að troða mér inn á þráðinn ef ég má enda með spurningum um skiptingu á Explorer.

Ég er með með 2006 sem ku vera með stabílli sjálfskiptingu en er að spá í olíuskipti á sjálfskiptingunni.

Búinn að eiga minn í tæpt ár og hann skiptir vel annað en að hann tekur stundum af stað með smá höggi. Málið er að hann kom ekki með smurbók þannig að ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær var skipt um vökva á sjálfskiptingunni. Hann er keyrður rúmlega 100þúsund mílur (160þús KM).

Vesenið er að það er ekki venjulegu olíukvarði á skiptingunni þannig að það er ekki hægt að sjá hvernig vökvinn lítur út eða hvort það er nóg af honum. Virðist sem það eigi að kíkja á hana minnsta kosti á 30þús mílna fresti skv leiðbeiningum.

Hef heyrt allmennar hryllingsögur af því að eiga við vanræktar skiptingar þó svo sem ekkert sérstakt um Ford.

Hann skiptir fínt þannig að ég er ekki viss um hvað ætti að gera. Leyfa öllu að eiga sig eða láta skola skiptinguan duglega út, veit einhver?

Re: ford explorer skiptingarvesen

Posted: 04.des 2013, 09:59
frá villi58
Rodeo wrote:Aðeins að troða mér inn á þráðinn ef ég má enda með spurningum um skiptingu á Explorer.

Ég er með með 2006 sem ku vera með stabílli sjálfskiptingu en er að spá í olíuskipti á sjálfskiptingunni.

Búinn að eiga minn í tæpt ár og hann skiptir vel annað en að hann tekur stundum af stað með smá höggi. Málið er að hann kom ekki með smurbók þannig að ég hef ekki hugmynd um hvort eða hvenær var skipt um vökva á sjálfskiptingunni. Hann er keyrður rúmlega 100þúsund mílur (160þús KM).

Vesenið er að það er ekki venjulegu olíukvarði á skiptingunni þannig að það er ekki hægt að sjá hvernig vökvinn lítur út eða hvort það er nóg af honum. Virðist sem það eigi að kíkja á hana minnsta kosti á 30þús mílna fresti skv leiðbeiningum.

Hef heyrt allmennar hryllingsögur af því að eiga við vanræktar skiptingar þó svo sem ekkert sérstakt um Ford.

Hann skiptir fínt þannig að ég er ekki viss um hvað ætti að gera. Leyfa öllu að eiga sig eða láta skola skiptinguan duglega út, veit einhver?

Það er ein góð regla sem er að skipta um alla vökva, olíur þegar maður kaupir bíl með engar upplýsingar um þjónustu, getur verið dýr pakki ef það er trassað.

Re: ford explorer skiptingarvesen

Posted: 05.des 2013, 21:34
frá olafur f johannsson
Ef skipting í svona bílum bakkar íla og heggur þá er sennilega brotið auga af bakgírs bandinu svo það verður að taka skiptinguna úr og gera hana upp, Þetta er þekkt vesen með þessar skiptingar