Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá thor_man » 01.des 2013, 16:34

Sælir hér.

Þegar gaumljós vegna vélar logar og tölvuaflestur gefur til kynna „Sveifarásskynjari“, hvers er þá að vænta við frekari skoðun, er skynjarinn bilaður eða er eitthvað athugavert við sveifarásinn eða honum tengt (legur, smurþrýstingur o.s.frv.)? Hvaða hlutverki gegnir þessi sveifarásskynjari?

Vonandi hafið þið einhver svör á reiðum höndum;)

Kv.

Þorvaldur.



User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá Járni » 01.des 2013, 16:40

Sveifarásskynjarinn skynjar stöðu sveifarássins. Þær upplýsingar eru notaðar í ýmislegt, t.d. fyrir kveikju.

Líklegar orsakir eru meðal annars; skynjarinn sjálfur að bila, skemmd í vírum/tengjum eða að tennurnar eða platan sem hann les er að skemmast. Það eru mismunandi útfærslur á þessu á milli bíla.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá jeepcj7 » 01.des 2013, 16:47

Svo er líklega séns að þetta sé eins og vill gerast í trooper þar sem endaslagslega á sveifarás gefur sig og skemmir þennan skynjara.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá gislisveri » 01.des 2013, 17:21

Hver er bíltegundin?


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá thor_man » 01.des 2013, 18:25

gislisveri wrote:Hver er bíltegundin?


Þetta er X-Trail með 2000cc vél.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá Freyr » 01.des 2013, 22:44

Alla jafna er það sjálfur skynjarinn sem er málið, býsna algengt óháð bíltegund. Í þessum vélum er þó annað sem einnig er "algengt". Tímakeðjan lengist (vegna slits) og þá brenglast tíminn milli knastás og sveifarás og þá getur þessi villa komið, þó fara einnig skynjararnir.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá thor_man » 02.des 2013, 00:47

Takk fyrir svörin félagar, fróðlegt. Mín þekking á vélum er nefnilega að mestu tilkomin fyrir tíma tölvuvæðingarinnar í vélarsalnum;)


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá thor_man » 02.des 2013, 17:37

Freyr wrote:Alla jafna er það sjálfur skynjarinn sem er málið, býsna algengt óháð bíltegund. Í þessum vélum er þó annað sem einnig er "algengt". Tímakeðjan lengist (vegna slits) og þá brenglast tíminn milli knastás og sveifarás og þá getur þessi villa komið, þó fara einnig skynjararnir.

Þessi bíll er ekinn innan við 100 þús. svo væntanlega er það skynjarinn sjálfur sem er bilaður.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá Freyr » 02.des 2013, 21:39

Engan veginn víst þó aksturinn sé ekki meiri. Smurviðhald hefur mikið að segja en þetta getur samt gerst þrátt fyrir 100% smurviðhald.


Höfundur þráðar
thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá thor_man » 02.des 2013, 22:34

Freyr wrote:Engan veginn víst þó aksturinn sé ekki meiri. Smurviðhald hefur mikið að segja en þetta getur samt gerst þrátt fyrir 100% smurviðhald.

Er einhver leið til að átta sig á hvort svo sé án þess að opna vélina?

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá gislisveri » 03.des 2013, 21:22

Helst með því að prófa að skipta út skynjaranum og sjá hvort þetta lagast.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Tölvuaflestur -> Sveifarásskynjari!

Postfrá Freyr » 03.des 2013, 21:58

Ventlalokið af og horfa á keðjustrekkjarann. Hann á að lýta út fyrir að vera "gamall og skítugur". Ef sá hluti stimpilsins (olíufylltur strekkjari) sem er næst strokknum er áberandi hreinni og meira glansandi en ytri hluti stimpilsins þá hefur hann nýlega gengið út = keðjan hefur slaknað.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir