Síða 1 af 1
kerti neistar í heddið??
Posted: 29.nóv 2013, 18:17
frá Fetzer
Vita menn hvað gæti verið í gangi hérna, kertið virðist neista öðru hvoru í heddið og vélin höktar við það, búinn að profa að hreinsa það upp og nota contakt efni. Breytir engu
Ég sé og heyri greinilega þegar það fail neistar
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 29.nóv 2013, 18:31
frá Izan
Sæll
Kertið leiðir út og þú þarft að kaupa ný. sannaðu til að með nýjum kertum eyðir bíllinn minna og kraftar meira og eitthvað segir mér að úr því að þau eru svona slæm borga ný kerti sig upp á fáeinum mánuðum. Gæti þá líka verið tímabært að skipta um þræði, ef þeir skila ekki allri orkunni til kertanna færðu lélegann bruna og mikla eyðslu.
Kv Jón Garðar
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 29.nóv 2013, 18:35
frá Polarbear
hefurðu prófað að skipta hreinlega um kerti? þau eiga það til að bila.... m.a. getur einangrunin sprungið og þá neistar það stundum útí loftið. Eins geta kertaþræðir og hettur verið orðnar þreyttar og gúmmíin í þeim sprungin og léleg..
hvernig sérðu það annars neista í heddið? ef þú sérð það neista að utanverðu útí hedd er langlíklegast að kertaþráðurinn sé ónýtur.
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 29.nóv 2013, 19:13
frá Fetzer
Takk fyrir svörin, kertaþræðirnir lita út eins og nyjir, veit að kerti hefur bilað en man ekki eftir svona dæmi veg treð videoi inn á eftit sem synir hvar neistar en það kemur neisti frá neðsta part kertaþráðarins og smellir í heddið
Nei hef ekki profað ný þetta er allt á frumstigi :)
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 16.des 2013, 12:19
frá Subbi
ef það sprengir út úr þráðnum í heddið þá er augljóst að hann er ónýtur
Svona þræðir geta litið út eins og nýjir en það segir ekkert um ástand þeirra skiftu um þræði og kerti ekki mikil aðgerð og alls ekki dýr miðað við ávinningin í eldsneytissparnaði með betri bruna og ánægjulegri akstur
það er engin spurning að þráðurinn er ónýtur ef hann hleypir neistanum í næsta málm :) og ef einn er farinn að sleppa neista út þá eru hinir jafnónýtir og stutt í að bíllin fari ekki í gang þegar allir fara að neista út og tala ekki um að bíllinn á eftir að verða óþolandi í röku veðri
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 16.des 2013, 12:33
frá jongud
Það er til eitt einfalt og gamalt trix til að finna hvar neistar út.
Það er að opna húddið á bílnum í myrkri, setja bílinn í gang og slökkva öll ljós.
Ótrúlega auðvelt að sjá útleiðslu frá þráðum og kveikjuloki.
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 16.des 2013, 12:49
frá siggisigþórs
jongud wrote:Það er til eitt einfalt og gamalt trix til að finna hvar neistar út.
Það er að opna húddið á bílnum í myrkri, setja bílinn í gang og slökkva öll ljós.
Ótrúlega auðvelt að sjá útleiðslu frá þráðum og kveikjuloki.
Þetta trix virkar enþá betur ef þú skvettir smá saltvatni yfir
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 16.des 2013, 13:45
frá villi58
siggisigþórs wrote:jongud wrote:Það er til eitt einfalt og gamalt trix til að finna hvar neistar út.
Það er að opna húddið á bílnum í myrkri, setja bílinn í gang og slökkva öll ljós.
Ótrúlega auðvelt að sjá útleiðslu frá þráðum og kveikjuloki.
Þetta trix virkar enþá betur ef þú skvettir smá saltvatni yfir
Svo klára úr einum brúsa af bremsuhreinsi og þá sérð þú ljósið.
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 16.des 2013, 19:58
frá jongud
villi58 wrote:Svo klára úr einum brúsa af bremsuhreinsi og þá sérð þú ljósið.
Ljósið "hinum megin" ?
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 16.des 2013, 20:47
frá StefánDal
villi58 wrote:Svo klára úr einum brúsa af bremsuhreinsi og þá sérð þú ljósið.
Já og heyrir raddir. Þetta er sterkt stöff sko.
Re: kerti neistar í heddið??
Posted: 18.des 2013, 17:54
frá Fetzer
sælir. skvetti einum líter af racegasi yfir vélarsalinn til að sjá eldupptök, haha nei skipti honum ut og ekkert vesen eftir það :)