electric supercharger

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
BANGSINN
Innlegg: 147
Skráður: 29.jún 2010, 16:30
Fullt nafn: Jóhann Fannar Pálmarsson

electric supercharger

Postfrá BANGSINN » 28.nóv 2013, 02:51

finst þetta frekar nýtt hjá mér en er einhver hérna heima sem hefur prufað að taka svona alvöru turbínu héna húma og setja rafmagns mótor við hana til að búa til blásra sem er rafmagns knúin í staðinn fyrir reimdrifinn var bara svona sjá hver skoðun ikkar væri á þessu ? hvort þetta gæti verið einhvað sniðugt eða ekki :S


Nissan Patrol 2,8 '94 46" breitur á 38" dekkjum :(

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: electric supercharger

Postfrá Hjörturinn » 28.nóv 2013, 07:09

Nei þetta er ekkert rosalega sniðugt, frekar þá bara hafa reimdrifna túrbínu (supercharger).
En svona blásari getur verið að taka töluvert mikið af hestöflum, þannig til að geta verið að blása sama loftmagni og túrbínur, hvort sem það er afgas eða reimdrifnar þá þarftu mjög hraustann rafmagnsmótor og altenator sem myndi sóma sér vél á meðalstórri rafstöð.
Þannig þetta er örugglega töluvert dýrara og með verri nýtni en hin kerfin þegar upp er staðið, eini kosturinn er kannski að maður getur stýrt blæstrinum mjög vel.
Dents are like tattoos but with better stories.


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: electric supercharger

Postfrá Gunnar00 » 28.nóv 2013, 08:23

http://www.youtube.com/watch?v=cbGWgvJN1_8 ætti að svara öllu um rafmagnsblásara.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: electric supercharger

Postfrá Sævar Örn » 28.nóv 2013, 08:51

Man enginn eftir gamla Colt sem var í rallýcross c.a. árið 2000, sá hafði búið til loftstokk í húddinu og á endanum var miðstöðvarmótor, svo var hann tengdur á takka inni í bíl og þá fannst (Segi ekki gífurlegur) en víst alveg greinilegur aflmunur þegar kveikt var á miðstöðvarmótornum



Nú er ég það ungur að ég var ekki þarna á staðnum og koma því ýmsar getgátur upp í hugann eins og t.d. hvort aflmunurinn hafi hugsanlega verið sá að vélin hafi ekki náð nógu miklu lofti gegnum miðstöðvarmótorinn þegar hann væri ekki að snúast, svo þegar hann færi að snúast kæmist eðlilegt loftmagn, ég minnist þess ekki að það hafi verið þrýstingsmælir á þessum loftstokk

Mig minnir að eigandi bílsins og smiður heiti Pétur
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: electric supercharger

Postfrá Hjörturinn » 28.nóv 2013, 09:07

Miðstöðvamótor með þesslegri viftu myndi gera lítið sem ekkert, enda ekki gert til að þjappa lofti, einungis til að hreyfa það til á lágum þrýstingi.
En þetta gæti kannski hjálpað smá ef soggreinin er mjög illa hönnuð, góð soggrein er mun betri breyting en svona rafmagnsblásari.

Þetta er notað stundum til að keyra túrbínur upp áður en nægt afgas er til að snúa þeim, þeas minnka turbo lag.
Ef maður notar þetta þannig þá sleppur þetta þar sem þá þarf bara stærri geymi til að anna álaginu rétt á meðan rafmagnsmótorinn er að vinna, en sem blásari númer 1 þá bara gengur þetta ekki nema með hrikalegum altenator. En svona blásari getur verið að taka 50-60 hestöfl á meðalstórri vél (rosalega breytileg tala eftir loftmagni og þrýstingi) en til að búa til 60 hestöfl með 12volta altenator þarf hann ekki að vera nema 3750 amper :) og þá er ekki gert ráð fyrir neinum töpum, raunveruleg tala væri örugglega nær 4500 amperum

Þannig menn sjá að 10 ampera 12volta rafmagnsblásari gjörsamlega bliknar við hliðina á alvöru blásurum.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: electric supercharger

Postfrá StefánDal » 28.nóv 2013, 13:35

Ef þetta myndi ganga upp, þá væri hægt að búa til eilífðarvél :)


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 29 gestir