Síða 1 af 1

leiðinlegur í gang, Heitur

Posted: 24.nóv 2013, 01:58
frá Karvel
Jæja drengir, ég vona að þið verðið ekki alveg tjúllaðir ef ég fer að spyrja útí smá vandræðum sem er að hrjá Subaru hjá mér.

þegar hann er kaldur þá ríkur hann í gang á morgnana, eins og ekkert sé. En hinsvegar eftir smá túr og bílnum er lagt og maður stekkur útí búð í 10min, þá verður hann 3-5 sek lengur að starta sér, þetta er lítið trufla mig þannig séð og hef lítið verið hugað að þessu, þannig ef einhver kannast við þetta, þá má hann skjóta á skýringu.

mbk

Re: leiðinlegur í gang, Heitur

Posted: 24.nóv 2013, 02:00
frá StefánDal
Háspennukefli?

Re: leiðinlegur í gang, Heitur

Posted: 24.nóv 2013, 08:29
frá Aparass
Gæti verð orðinn óþéttur mótorinn hjá þér. þá ertu með fulla þjöppu eða því sem næst þegar hann er kaldur en síðan blæs hann framhjá hringjum þegar hann er orðinn heitur.
Einhverntíman man ég eftir einum svona bíl þar sem hann dró falskt loft með soggreininni þegar hann var orðinn heitur, þá var eitthvað skemmd pakkningin þar á milli.

Re: leiðinlegur í gang, Heitur

Posted: 30.nóv 2013, 21:57
frá Victor
ég lenti í svipuðu á subaru impreza 1600, þá var það knock sensor-inn sem olli þessu