Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
BANGSINN
Innlegg: 147
Skráður: 29.jún 2010, 16:30
Fullt nafn: Jóhann Fannar Pálmarsson

Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá BANGSINN » 18.nóv 2013, 20:00

er að velta fyrir mér hvort það sé einhver munur með breid og annað á grindini í Hilux hásinga bíl og í 4runner klafa bíl ?. var að velta fyrir mér að settja hásingu undir 4runnerinn hjá mér að framan aðalega spurning um hvort maður þurfi einhvað að breita festingum á hásingu.


Nissan Patrol 2,8 '94 46" breitur á 38" dekkjum :(

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá Steinmar » 18.nóv 2013, 20:35

Grindin sem slík er nánast eins og þú þarft ekki að hafa áhyggjur, en það eru nokkur atriði samt: Þú þarft að láta smíða stýrisarm á hægra liðhús og það borgar sig að gera klárt fyrir stýristjakk. Hásingarrörið sem slíkt passar mjög vel, en það er munur á sporbreidd.
Toyota Hilux framhásingin er 70 millimetrum mjórri en hjólabúnaðurinn á klafabílnum. Þú getur notað hjólnöfin af 4Runner á hásinguna (þar færðu úfærsluna sem vantar) en þarft að láta renna millilegg (spacera) til að færa bremsudiskana tilbaka á sinn stað svo bremsudælurnar passi yfir diskana.

Kv. Steinmar


uxinn9
Innlegg: 104
Skráður: 10.feb 2011, 22:51
Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
Bíltegund: Toyota hilux Dc
Staðsetning: Akureyri

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá uxinn9 » 18.nóv 2013, 20:46

Notar nöfin af klafa dótinu á hásinguna og annað hvort bremsudiskana úr klafa bílnum með specer eða diska úr lc 60 og stærri specer ef þú notar ifs diska þá taka bremsuklossarnir aðeins útfyrir diskin en lc 60 diskurinn er stærri en það þarf stærri spacer og bora ný göt á diskin svo er þér líka velkomið að bjalla i mig og ég get frætt þig betur um þetta ég græjaði rör undir minn bíl i fyrra
Kv Arnar þ 8683829

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá ellisnorra » 18.nóv 2013, 20:54

Það er líka sama partanúmer á bremsudisk undan hilux með original hásingu og lc60. Semsé eitthvað örlítið stærri en klafa (IFS) bremudiskurinn.
http://www.jeppafelgur.is/


uxinn9
Innlegg: 104
Skráður: 10.feb 2011, 22:51
Fullt nafn: Arnar Þór Hjaltason
Bíltegund: Toyota hilux Dc
Staðsetning: Akureyri

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá uxinn9 » 19.nóv 2013, 11:49

Elli er ekki bara sama númer á einföldu diskunum sumir hafa notað þá

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá -Hjalti- » 19.nóv 2013, 12:51

Steinmar wrote:Grindin sem slík er nánast eins og þú þarft ekki að hafa áhyggjur
Kv. Steinmar


Það er ekki alveg rétt , það er töluverður munur á klafa 4Runner grind og svo á Hilux grind sem kom með hásingu að framan. Það er mikið meiri bogi á Hilux Hásingargrindini , en 4Runner grindin er mikið beinni. Best er að breita klafa grindini svo hægt sé að hafa bílinn ekki of háan en samt geta látið hann fjaðra.

Image
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá Startarinn » 19.nóv 2013, 16:20

Ég setti LC 70 hásingu undir hjá mér, ég lenti ekki í neinum vandamálum með kúluna, hún lendir innan við grind. Ég setti ál millilegg frá Ebay undir felgurnar, 1,5" ég fann hvergi 1,25" millilegg.

Hér er t.d. smá úrval af millileggjum undir felgur: http://www.ebay.com/sch/i.html?_from=R40&_sacat=0&_nkw=6+lug+wheel+spacer&_dcat=42614&Brand=Toyota

Ég setti svo lc 60 diska og IFS dælurnar á hásinguna, þar þurfti engin millilegg því ég hélt lc70 nöfunum, ég er núna með talsvert betri bremsur en voru með klöfunum og margfalt betri en voru á lc70 hásingunni orginal
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá ellisnorra » 19.nóv 2013, 17:50

uxinn9 wrote:Elli er ekki bara sama númer á einföldu diskunum sumir hafa notað þá


Einföldu diskarnir eru lélegir undir óbreyttum bílum og ættu ekki að sjást undir bílum sem komnir eru á stærri dekk.
Tvöfalt úr hilux með hásingu (ekki þetta eldgamla með einfalda disknum) eða 60 krúser, besti kosturinn.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
BANGSINN
Innlegg: 147
Skráður: 29.jún 2010, 16:30
Fullt nafn: Jóhann Fannar Pálmarsson

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá BANGSINN » 19.nóv 2013, 22:00

en hverni er það ef ég er með doner bíl gæti ég þá ekki tæknilega séð bara skorið beint allar festinag með hásinguni og soðið beint á bílin hjá mér þegar ég væri búinn að rífa í burtu klafa draslið ? bara svona smá pæling
Nissan Patrol 2,8 '94 46" breitur á 38" dekkjum :(

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Koma Hilux hásingu undir 4runner klafabíl

Postfrá ellisnorra » 21.nóv 2013, 18:12

BANGSINN wrote:en hverni er það ef ég er með doner bíl gæti ég þá ekki tæknilega séð bara skorið beint allar festinag með hásinguni og soðið beint á bílin hjá mér þegar ég væri búinn að rífa í burtu klafa draslið ? bara svona smá pæling



Jú það er gott að gera það svoleiðis ef það er flott kerfi í donor bílnum.
Til dæmis er algjör snilld að fá lc70 donor og þar getur maður notað allar festingar beint á milli nema maður þarf að smíða festinguna fyrir radíusarminn upp á nýtt uppí grind (aftasta festing).
Þá notar maður stýrismaskínuna og allt draslið úr lc70.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 12 gestir