Framdrif í musso

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
SUDDI
Innlegg: 29
Skráður: 15.okt 2012, 16:10
Fullt nafn: Alexander már steinarsson
Bíltegund: 46"80cruiser

Framdrif í musso

Postfrá SUDDI » 18.nóv 2013, 10:16

sælir langar að komast að einu fram drif í mussó, er það dana 30 ? ef svo er passar arb loftlás úr honum í dana 30 undir cherokee


46" Landcruiser 80
og fullt af toyotu druslum

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: Framdrif í musso

Postfrá Steinmar » 18.nóv 2013, 10:27

Musso er með Dana 30 framdrif, svo að öllum líkindum passar ARB læsingin á milli, að því gefnu að hún sé smíðuð fyrir sömu hlutföll. Staðsetning kambsins breytist þegar drifhæðin breytist, ég man bara ekki nákvæmlega við hvaða hlutfall það er, en líklega við 4.10:1 eða 4.56:1

Prófaðu að hringja í Bílabúð Benna og spyrja, þeir vita þetta.

Kv. Steinmar


runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: Framdrif í musso

Postfrá runar7 » 18.nóv 2013, 11:47

það eru ekki sömu hlutföll í bsk og ssk bílunum, bsk eru með 4:56 og ssk eru með 3:73 eða eitthvað í þá áttina alveg rosalega lága tölu út af einhverri niðuurgírun/þrepi í skipptinguni

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Framdrif í musso

Postfrá Stebbi » 18.nóv 2013, 12:07

Googlaðu dana 30 carrier break, minnir að það sé 3.73/4.10.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
SUDDI
Innlegg: 29
Skráður: 15.okt 2012, 16:10
Fullt nafn: Alexander már steinarsson
Bíltegund: 46"80cruiser

Re: Framdrif í musso

Postfrá SUDDI » 18.nóv 2013, 16:16

takk fyrir þetta strákar, er að vonast til að geta notað þetta í grand cherokee sem ég hafði hugsað mér að breyta á 38
46" Landcruiser 80
og fullt af toyotu druslum


Þorri
Innlegg: 322
Skráður: 02.feb 2010, 12:55
Fullt nafn: Þorvarður Lárusson
Bíltegund: Musso cherokee ofl

Re: Framdrif í musso

Postfrá Þorri » 18.nóv 2013, 16:28

það eru ekki sömu hlutföll í bsk og ssk bílunum, bsk eru með 4:56 og ssk eru með 3:73 eða eitthvað í þá áttina alveg rosalega lága tölu út af einhverri niðuurgírun/þrepi í skipptinguni

mussoarnir mínir eru báðir sjálfskiptir og báðir á orginal hlutföllunum sá eldri er á 4.56 en sá yngri er á 4.88.
Musso er með standard cut drifi að framan en allavega xj og eldri grand cherokee voru með reverse cut framdrif. Spurning hversu mikið passar þar á milli.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Framdrif í musso

Postfrá Kiddi » 24.nóv 2013, 02:40

Enginn munur á læsingum á milli std cut og reverse
að vísu er líklegt að Grandinn sé með std og þá er nú bara sterkur leikur að finna reverse hásingu undan XJ og smella undir í leiðinni.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 60 gestir