Síða 1 af 1
					
				pælingar varðandi inverter
				Posted: 17.nóv 2013, 20:30
				frá makker
				Heilir og sælir eg var að grafa upp inverter i skurnum hja mer og eg var að pæla hvað ma teingja inna svona eg man ekki hvað hann er i aflmykill en hafa menn eithvað prufað að teingja venjulega bilskurs loftpressu inna svona væri gaman að fa reinslusogu fra einhverjum
			 
			
					
				Re: pælingar varðandi inverter
				Posted: 17.nóv 2013, 21:34
				frá ivar
				svona 4-6kw inverter gæti ráðið við þetta.
Kemur svo mikið stramálag í startinu. Svo stór inverter er mjög umfangsmikill og með mjög svera kapla inn.
			 
			
					
				Re: pælingar varðandi inverter
				Posted: 19.nóv 2013, 21:01
				frá makker
				
			 
			
					
				Re: pælingar varðandi inverter
				Posted: 19.nóv 2013, 21:07
				frá Svopni
				Gengur ekki. Pressan er 1,1 kw en inverterinn 600w.
			 
			
					
				Re: pælingar varðandi inverter
				Posted: 19.nóv 2013, 21:09
				frá makker
				jæja þá er það úr leik
			 
			
					
				Re: pælingar varðandi inverter
				Posted: 19.nóv 2013, 21:18
				frá siggisigþórs
				1,1 kw eru 1100 vott  svo þetta mun seint ganga
			 
			
					
				Re: pælingar varðandi inverter
				Posted: 22.nóv 2013, 20:33
				frá baldur
				Svo þarf að athuga að AC mótor upp á 1,1kW dregur líka launafl, svo að straumtakan frá inverternum er hærri en sem nemur þessu 1,1kW. Mátt reikna með að straumtakan sé kannski 20% meiri en raunaflið gefur til kynna.
			 
			
					
				Re: pælingar varðandi inverter
				Posted: 22.nóv 2013, 21:20
				frá Izan
				Þetta er alveg borin von.  Rafmótor tekur ca 7faldann straum í startinu og loftdæla sem er stimpluð 1.1 kw er að taka meira af netinu því að 1.1kw er útgangsaflið á mótornum óháð töpum o.s.frv.
Það er rétt að mótorinn hefur ákveðið fasvik og allavega mínum inverter er djöfullega við það, emjar og vælir.  T.d. drullar hann tæplega 200w höggborvél í gang nema maður auki hægt við borvélina þrátt fyrir að inverterinn er stimplaður 600w/peek1200w s.s. á að gefa 600w út og tvöfalt afl í örskamma stund.  Hann er reyndar engin hágæðavara.  
Það er líka allt í lagi að skoða aðeins rafmagnsfræðina á bak við þetta dæmi því að ef þú ætlar að ná t.d. 1000W út af inverter þá þurfa að minnsta kosti 1050W inn.  1000W á 230 voltum eru 4,35Amper en á 12V hliðinni eru 1000W 83,3Amper.  Reglan fyrir afl í wöttum eru P=UxI.  P er afl í wöttum, U er spenna í voltum og I er straumur í amperum.  Afl í riðstrtaumsræásum er orðið apeins flóknara fyrirbæri og engin ástæða að fara út í það hér en dæmið verður bara óhagstæðara.
Kv Jón Garðar
			 
			
					
				Re: pælingar varðandi inverter
				Posted: 22.nóv 2013, 21:27
				frá Stebbi
				Svo má líka bæta við að langfæstir inverterar gefa út hreina sínusbylgju sem gerir mótorkeyrslu enþá óhagstæðari.  Skelltu bara 5kw rafstöð í kvikindið og vertu flottastur á fjöllum með samlokugrill og expressovél.  :)