Síða 1 af 1

Hvar fást nákvæm mælitæki

Posted: 13.nóv 2013, 22:05
frá Eiður
Sælir, ég er að pæla hvar maður fengi t.d. klukku til að stilla "back-lash" í drifi eða gæju til að mæla "preload" á pinion. verður maður bara að panta þetta að utan

Re: Hvar fást nákvæm mælitæki

Posted: 13.nóv 2013, 22:17
frá hobo
Kastklukkuna ættirðu að fá í öllum betri verkfæraverslunum, Fossberg alveg pottþétt. Ég keypti mér úr Logey.

Preload mælinn var erfitt að finna hérlendis en virðist aðallega vera til í reiðhjólabúðum erlendis, líklega vegna smæðar sinnar.
http://www.treefortbikes.com/product/33 ... rench.html

Ég reddaði mér með x löngu skafti, silungavog og reikningi..