Jæja ég er búinn að snúast í nokkra hringi í breytingarpælingunum með Cruiserinn (LC 120 GX 2007) og planið núna er að setja undir hann Patrol hásingar. En ég er helst að spá hvort maður ætti að verða sér út um hásingar undan Y60 (gamli kanntaði -1996) eða Y61 (1997- )
Málið er að breiddin á 120 Cruisernum er ca 161 cm. mælt milli felguplana og lengdin á Patrol hásingunum er sitthvorumegin við, gamli Y60 er með hásingar sem eru 157 cm langar en sá nýrri er með 163 cm langar, ég hallast frekar að þeim lengri undan Y61.
Ég mun setja á hann stóru 44"AT kanntana og planið er að keyra mest á 42" Goodyear með möguleika á að koma undir hann 46" á góðum degi.
Ef menn þarna úti hafa staðið í sömu æfingum væri gaman að heyra nokkur input! :-)
Kv. Sigurþór
Patrolhásingar undir LC 120
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 22.sep 2011, 18:40
- Fullt nafn: sigurður már sigþórsson
Re: Patrolhásingar undir LC 120
Er ekki drifkúlan vitlausu megin í patrol ?
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Patrolhásingar undir LC 120
Samkvæmt mínu málbandi var Y60 afturhásing árgerð 1994 með orginal vaacum lás 160cm á milli felguplana með bremsudiskunum á. Það var einmitt ástæðan fyrir því að sú hásing varð fyrir valinu þegar að ég skipti um afturhásingu hjá mér. Hún er nefnilega jafn breið og Hilux 2007 hásingin. Án þess að ég hafi síðan mælt Y61 hásingu að þá stóð ég nú þeirri meiningu að hún væri 168cm milli felguplana???
Það er rétt að drifkúlan að framan er ekki sömu megin en það held ég að sé ekki að stoppa menn í dag....
Það er rétt að drifkúlan að framan er ekki sömu megin en það held ég að sé ekki að stoppa menn í dag....
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 45
- Skráður: 18.nóv 2012, 01:11
- Fullt nafn: Sigurthor Thorsson
- Bíltegund: LC 120
Re: Patrolhásingar undir LC 120
Nei ég þykist nú vita að drifkúlan er ekki sömu megin að framan, en ég hef þessar breiddartölur eftir Kidda Bergs á Selfossi og Lalla á hvíta Hiluxinum sem er búinn að fara í gegnum þennan sama pakka.
Einfaldast fyrir mig væri að nota undan Y60 því ég er hér um bil búinn að tryggja mér gang af þeim með hlutföllum og alles...
Óskar, hvað gerðir þú varðandi abs kerfið þegar þú settir þetta undir hjá þér?
Einfaldast fyrir mig væri að nota undan Y60 því ég er hér um bil búinn að tryggja mér gang af þeim með hlutföllum og alles...
Óskar, hvað gerðir þú varðandi abs kerfið þegar þú settir þetta undir hjá þér?
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Patrolhásingar undir LC 120
Ég tók ABS-ið úr sambandi og setti svart límband fyrir ABS ljósið í mælaborðinu til að losna við hvabb í skoðunarköllum :)
Getur verið að það séu sitthvor mál á framm og afturhásingum? er það nokkuð svo óalgengt :)
Getur verið að það séu sitthvor mál á framm og afturhásingum? er það nokkuð svo óalgengt :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 45
- Skráður: 18.nóv 2012, 01:11
- Fullt nafn: Sigurthor Thorsson
- Bíltegund: LC 120
Re: Patrolhásingar undir LC 120
Mældi Cruiserinn að aftan líka og fæ þar 163.5 cm milli felguplana en 161 cm að framan.
Er einhver þarna með það á hreinu hvað Y61 bíllinn er að mælast?
Kv. Sigurþór
Er einhver þarna með það á hreinu hvað Y61 bíllinn er að mælast?
Kv. Sigurþór
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur